Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
Beita hervaldi til góðs
18.5.2008 | 10:46
Burma er pottþétt dæmi um hvenær hægt er að beita hervaldi til góðs. aðstæður eru kjörnar, almenningur gerir uppreisn reglulega og svo eru Karen fólkið þrælvopnað og hafa háð lengstu styrjöld í manna minnum.. en þeir hafa verið að berjast við yfirvöld í Burma í meira en 60 ár.
Ofríki og kúgun, sinnuleysi gagnvart þegnum og herstjórn. Þetta ætti að vera nóg til þess að alþjóða samfélagið bregðist við. Ef UN eða SÞ eins og þessi stofnun heitir hér á landi er samkvæm sjálfri sér (Iraq) þá heimilar hún valdbeitingu gegn herforingjunum.. Herforingjarnir ráða ekki nema um 60 % af landinu, Karenar ráða rest. Thailenski herinn ásamt innrás frá Malaysíu með aðstoð USA og evrópulöndum mundu klára dæmið á örfáum dögum.
Koma á lyðræði í landinu og styrkja innviðina fyrir framtíðina.
En Burma eða Myanmar á enga olíu svo til hvers ættu USA og Evrópa þá að ráðast þarna inn ?
![]() |
Þrýst á yfirvöld í Búrma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Eru svölur á íslandi ?
17.5.2008 | 19:45
Ég skrifaði í fyrrasumar að ég hefði séð svölu fyrir utan blokkina hér á neshaganum.. viðbrögð við því voru lítil svo ég fór að telja sjálfum mér trú á að það sem ég sá hafi verið þröstur með þrýstiloftshreifil og óvenjulega flughæfileika..
En það fóru að renna á mig tvær grímur í gær, ég ók sem snöggvast út að Garðskagavita og þar sá ég aftur svölu. Ég og ferðafélaginn minn horfðum á hana í stutta stund og vorum sammála um að þetta væri ekki þröstur með þrýstiloftsmótor heldur fór ekkert á milli mála ða um svölu var að ræða.. tvískipt stélið og spíssaðir vængendarnir ásamt geysilega hröðu flugi sannfærði mig um að svölur séu komnar til lands ísa.
Í kvöld var mér litið út um gluggann rétt í þessu og þá sá ég enn eina svölu..
Er einhver þarna úti sem getur sagt svipaða sögu ?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Gratulerer med dagen Norge
17.5.2008 | 10:20
Hipp hipp Hurra
Hipp hipp Hurra
Hipp hipp Hurra
103 aar nu med selvstendighet.
Gratulerer.
Hjúkkitt
16.5.2008 | 22:16
![]() |
Sílamávarnir sýknaðir" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
sjálftektarflokkurinn uppsker eins og hann sáir
13.5.2008 | 21:41
Þessi skoðanakönnun er vonandi bara upphafið af endinum hjá Sjálftektarflokknum í Reykjavík
Ég vil líka spurja Gísla fuglamorðingja hvort að hann viti af því að sílamáfurinn kom til landsins fyrir um mánuði síðan .. er eitthvað að fara að gerast í þeim málum hjá fuglamorðingjanum ? eða er hann búinn að átta sig á því að sílamáfurinn er farfugl og lifir við ströndina ?
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar mikið í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Varsjá 1944 ?
11.5.2008 | 21:42
Samlíkingin á milli Varjá 1944 og Gasa 2008 er að verða sláandi lík.
Fasistarnir.. ég meina ísraelar lærðu mikið í Varsjá, loka fyrir matarsendingar til þess að gera lýðin reiðann. Loka fyrir olíu svo þeir komast ekki leiðar sinnar og geta ekki framleitt rafmagn.. enda hafa þeir ekkert við rafmagn að gera þar sem þeir hafa hvort sem er ekkert að éta.. loka fyrir vatnið svo það sé pottþétt að þeir geti ekki ræktað neitt matarkyns.. Múra þá inni svo þeir séu ekki að þvælast um allt , sprengja þá svo og skjóta annað slagið til þess að viðhalda ástandi sem heimurinn hefur lokað augunum fyrir.
Munurinn á SS liðum og hermönnum ísraels er ekki mikill lengur.. aðallega tungumálið sem þeir tala.
![]() |
Rafmagnslaust á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
skrítin frétt
10.5.2008 | 10:30
Ég get lofað ykkur því að áhorfendametið verður ekki slegið í sumar þrátt fyrir fjölgun liða í efstu deild, græðgisvæðingin er kominn til íslands fyrir löngu og miðaverð er orðið fáranlega hátt.
Að miða miðaverð hér við miðaverð á völlinn hjá Brann í Bergen þá er KSÍ kominn út á mjög svo hálan ís.. aðstaða á völlum hér á landi er þriðja flokks.. fótboltinn er þriðja flokks, dómararnir eru almennt þriðja flokks. Brann er með atvinnumannalið og völl sem slær laugardalsvöllin út í gæðum og aðstöðu fyrir áhorfendur.. þar að auki tekur það norðmanninn ekki nema um 2 tíma að vinna fyrir dýrasta miðanum á völlinn hjá Brann og ekki nema um 40 mín fyrir þeim ódýrasta á meðan Íslendingurinn þarf að puða í rúman klúkkutíma fyrir miðaverðinu.. reyndar nær 2 ef skatturinn er tekinn með.
er það þess virði að borga 1500 kall til þess að fara á völlinn í Grindavík ? NEI..
Ég er einn af þeim sem fór á alla leiki með KR sem mér var unnt að sjá, flaug til eyja og elti þá því sme næst hvert á land sem er og stundum út fyrir landsteinanna.. það mun ekki gerast í sumar því ég hef ekki efni á þessu lengur.
![]() |
Evrópumet í áhorfendafjölda á Íslandi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
enn og aftur er mönnum sleppt
10.5.2008 | 10:22
hvaða vinnubrögð eru þetta ? Klapp á öxlina og lofaðu að gera þetta ekki aftur ? Mannfýlan braust inn.. innbrot er alvarlegur glæpur hvar sem er í heiminum nema hér á landi. hér fær maður klapp á öxlina og svo sleppt.. til þess að geta pissað einhverstaðar annarstaðar. Ef maður pissar úti fær maður sekt.. ef maður pissar inni eftir að hafa brotist inn gerist ekkert.
Lögreglan með sínum vinnubrögðum undanfarnar vikur hefur sýnt það og sannað að hún er gersamlega óhæf.. Gasalegir og viðvaningslegir.
![]() |
Þurfti bara að pissa" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
þetta stoppar mig ..
8.5.2008 | 18:51
![]() |
Miðaverð á Landsbankadeildina hækkar: 1500 krónur á leikinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Íþróttir | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hetjudáðum ísraela ætlar aldrei að linna
5.5.2008 | 12:39
já maður verður orðlaus yfir þessum hetjudáðum ísraela á Gasa.. ekki bara loka þeir fyrir vatn rafmagn og olíu heldur einnig matvælaflutninga.. Þess á milli skjóta þeir með stórskotaliði, klasasprengjum og öðrum vítistólum yfir borgara Palestínu.. oft að geðþótta hermanna sem eru uppfullir af kynþáttahatri gagnvart aröbum almennt..
Afhverju er ísland í stjórnmálasambandi við þessa morðingjaþjóð ?
![]() |
Matarflutningum til Gasa aftur hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)