Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

kynferðisafbrot geistlegra manna

Það hefur ekki farið leynt að fyrir Westan er kathólska kirkjan á miklu undanhaldi eftir hundruða tilfella þar sem prestar kirkjunnar hafa verið að beita drengi og stúlkur kynferðislegu ofbeldi.

Hér á landi eru einnig svona vandamál og það nýjasta sem ekki hefur ratað á fréttastofu Moggans er mál séra Gunnars Björnssonar sóknarprests á Selfossi. Ég skil ekki afhverju ekkert hefur verið fjallað um þetta alvarlega mál hér á mogganum en vísir.is er auðvitað með þessa frétt á sinni forsíðu eins og vera ber. Það eru eflaust ekki margir sem þekkja til séra Gunnars.. og þó, hann hefur verið starfandi áratugum saman innan þjóðkirkjunnar og Fríkirkjunnar.. hann meira að segja fermdi mig vestur á bolungarvík fyrir 30 árum eða svo.. Þá kom einnig upp vesen með hann og ungar stúlkur.. kjaftasögurnar gengu um bæinn um káf og kossa á stelpum niður í 12-13 ára aldurinn, vinkona mín hætti í píanótímum hjá honum og svo framvegis…

Kom þetta kirkjunni eitthvað á óvart ? Afhverju fjallar mogginn ekki um þetta mál.

 

http://www.visir.is/article/20080504/FRETTIR01/253358032 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband