Beita hervaldi til góðs

Burma er pottþétt dæmi um hvenær hægt er að beita hervaldi til góðs.  aðstæður eru kjörnar, almenningur gerir uppreisn reglulega og svo eru Karen fólkið þrælvopnað og hafa háð lengstu styrjöld í manna minnum.. en þeir hafa verið að berjast við yfirvöld í Burma í meira en 60 ár.

Ofríki og kúgun, sinnuleysi gagnvart þegnum og herstjórn.  Þetta ætti að vera nóg til þess að alþjóða samfélagið bregðist við.  Ef UN eða SÞ eins og þessi stofnun heitir hér á landi er samkvæm sjálfri sér (Iraq)  þá heimilar hún valdbeitingu gegn herforingjunum.. Herforingjarnir ráða ekki nema um 60 % af landinu, Karenar ráða rest.  Thailenski herinn ásamt innrás frá Malaysíu með aðstoð USA og evrópulöndum mundu klára dæmið á örfáum dögum.

Koma á lyðræði í landinu og styrkja innviðina fyrir framtíðina.  

En Burma eða Myanmar á enga olíu svo til hvers ættu USA og Evrópa þá að ráðast þarna inn ? 


mbl.is Þrýst á yfirvöld í Búrma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Sem betur fer hafðu UN vit á að leggja ekki blessun sína yfir innrásina í Írak. Þeir eru nú ekki alvitlausir. Þetta var einkastríð Bush og vina hans. Mr. Blair, Mr. Oddsson o. fl. Að sjálfssögðu eiga UN að taka fram fyrir hendurnar á brjálæðingum eins og í Burma og koma skikki á hlutina, til þess eru þeir. Helst þyrfti að gera þetta án USA. Það hefur lítið upp á sig að koma brjálæðingum fyrir kattarnef í þeim eina tilgangi að setja aðra verri í staðinn.

Víðir Benediktsson, 18.5.2008 kl. 13:47

2 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

sammála

Brjánn Guðjónsson, 18.5.2008 kl. 16:04

3 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir


Sammála ykkur Brjáni, en á Búrma einhverjar olíuauðlindir? Er það ekki forsendan til þess að þjóðinni verði hjálpað?

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.5.2008 kl. 16:13

4 Smámynd: Heidi Strand

Örugglega rétt Lára Hanna.

Heidi Strand, 18.5.2008 kl. 17:37

5 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Óskar.  Bandaríkjamenn eru búnir að læra sína lexíu og myndu aldrei taka þá áhættu að styðja við Karen fókið í Búrma (Míanmar).

Mannstu, þegar þegar Sovétmenn gerðu innrás inn í Afganistan seinnihluta síðustu aldar?  Bandaríkjamenn studdu þá og þjálfuðu uppreisnarmenn, þar var einn sem hét Osama bin-Laden, sem börðust hatramlega gegn Sovétmönnum og kölluðust TALIBANAR.  Bandaríkjamenn veðjuðu á þá og útveguðu þeim einnig vopn eftir krókaleiðum.  Svo hrökkluðust Sovémenn frá völdum og Bandaríkjamenn töldu sig vera með pálmanní höndunum. - En hvað?  Þessir Talibanar voru þá engar Kanamellur eins og Bandaríkjamenn eru vanir að flestir séu sem þeir moka peningum í.

Þess vegna munu Bandaríkjamenn aldrei styðja við bakið á friðelskandi föðurlandssinum, eins og Karen fólkið, nú leita þeir fyrst uppi óþjóðalýð sem vill selja sál sínafyrir peninga og verða Kana-leppar.

Kveðja, Björn bóndi.

Sigurbjörn Friðriksson, 18.5.2008 kl. 21:07

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sennilegast hafið þið rétt fyrir ykkur   

Óskar Þorkelsson, 18.5.2008 kl. 21:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband