Bloggfærslur mánaðarins, september 2007
Deyjandi atvinnugreinar
30.9.2007 | 17:50
Ég var að lesa grein í aftenposten.no í dag sem fékk mig til þess að hugsa um hvaða atvinnugreinar leggjast af á íslandi fyrir árið 2017. Tækniframfarirnar hafa gert nokkrar atvinnugreinar úreltar og hér er listinn minn og aftenpostens um þær atvinnugreinar sem leggjast af bráðlega.
- Plötubúðir. Búðir skífunnar eru sem sagt orðnar úreltar miðað við það að salan á geisladiskum hefur hrapað undanfarinn ár. Ég spái því að þessi tegund búða eins og við þekkjum þær árið 2007 verða horfnar árið 2017.
- Myndavélar með filmur og þar með framköllunarbransinn í heild sinni leggst af. Enginn kaupir vélar með filmur í dag nema einhverjir nostalgíu atvinnuljósmyndarar. Hans Pedersen mun hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag sem framköllunarþjónustu.
- Heimilistölvan, já þessi elska sem hefur þjónað mér í nær 20 ár mun vera fornaldartæki eftir 10 ár. Kjöltutölvurnar hafa í fyrsta sinn í sögu tölvunnar jafnað sölutölurnar við heimils tölvuna og mun fara fram úr innan skamms. Nýherji, EJS og allir hinir eru þegar farnir að bregðast við. Skoðið bara verslanirnar.. kjöltutölvur eru alls ráðandi í útstillingum í dag..
- Dagblöð, útgáfa pappírsdagblaða mun leggjast af og eftir 10 ár tel ég að ekki verði mikið eftir af þeim nema þá einhverjir auglýsingabæklingar al la bonus og Krónan sem við fáum inn um lúguna.. far vel segi ég og sé ekkert eftir þeim, ég hendi alltaf fréttablaðinu og blaðinu ólesnu oftast nær.
- Gay barir. Þessi tegund bara mun hverfa þar sem fólk sem er samkynhneigt verður algerlega orðið samþykkt í þjóðfélaginu eftir 10 ár. Hommar og lesbíur munu ekki þurfa að opna sína eigin bari til þess að vera samþykkt.. þau eru samþykkt nú þegar nema af einhverjum fornmanninum.
Endilega bætið við þennan lista ef ykkur bíður svo við að horfa. Sumir mundu eflaust setja inn sjómennsku og farmennsku þar sem þessar atvinnugreinar munu verða fylltar útlendingum að mestu innan 10 ára en þær leggjast ekki af enda undirstöðuatvinnugreinar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Minningarathöfn
28.9.2007 | 22:57
Þeir sem vildu minnast hennar eru velkomnir að vera viðstaddir athöfnina á heimili mínu. Kaffi og öl í krús er á boðstólum..
Greftrun fer fram á Sorpu mánudaginn 8 október. Grefrunin fer fram í kyrrþey.
Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að skrifa nokkur orð hér í bloggið !
Bloggar | Breytt 29.9.2007 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Rafael er samur við sig
26.9.2007 | 07:52
Það er þessi aula hugsunarháttur sem mun koma í veg fyrir það að Rafa muni nokkurntíman vinna enska meistaratitilinn ! Hann hvílir heita menn reglulega og geta menn verið nokkuð vissir um það að ef þeir skora reglulega þá verði þeim skipt út fyrir einhvern kaldan.. við erum búin að tapa nógu mörgum stigum undanfarin ár á þessum fíflalega hugsunarhætti stjórans.
Rafael Benitez er að mörgu leiti frekar leiðinlegur stjóri, spilar leiðinlegan bolta og þótt hann nái árangri í útsláttarkeppnum er hann að klikka ílla í deildinni !
Menn eins og Torres eiga að spila hvern og einn einasta leik sem hann getur spilað og ekkert múður með það !
Benítez: Ekki öruggt að Torres byrji gegn Wigan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Góðar fréttir fyrir Liverpool
20.9.2007 | 01:30
Hér er fréttinní norsku blöðunum í kvöld :
http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=166732
Það er alveg dagljóst miðað við frammistöðu liðsins gegn Porto í Champions league að liðið saknaði Riise sárt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Blaðran sprunginn ?
20.9.2007 | 01:15
Það er sjónarsviptir af þessum þjálfara og nú verður gaman að sjá í hvað chelskí er spunnið.. mun liðið spila áfram af sama krafti.. mun það leysast upp.. hver tekur við ?
Ég hallast að því að Cappello taki við chelskí og verði þar í um 18 mánuði..
Verð að viðurkenna að þessar fréttir kættu mig töluvert og græt ég ekki að Chelskí muni blæða í framtíðinni eftir framgöngu þeirra á leikmannamarkaði eftir tilkomu rússans um árið.. verðbólga á leikmannamarkaði heimsins er mest tilkomið vegna þess að rússinn fékk til sín leikmenn á hvaða bullverði sem er og markaðurinn fylgdi eftir eins og þægur krakki.
José Mourinho hættir sem knattspyrnustjóri Chelsea | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Góð úrslit fyrir Liverpool og rosenborg.
18.9.2007 | 21:09
Greinilegt að Liverpool saknaði Riise í bakverðinum og Agger í miðverðinum en þeir verða vonandi með í næstu leikjum. erfitt að vera án okkar bestu varnarmanna lengi.
Fín úrslit og er ég sáttur miðað við uppstillingu liðsins.
Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
hæfir ökumenn ?
18.9.2007 | 14:07
Stundum heyrir maður um 3 bíla í svona aðstæðum og þá fer maður að hugsa hvað var að hjá manni í bíl númer 3 ? Var hann að stilla útvarpið.. misst sígarettuna rétt áður í klofið á sér.. eða hreinlega alger sauður..
Svo les maður um 7 bíla árekstur á Bústaðavegi. Þá er erfitt að finna afsakanir fyrir bíl númer 3-7.
Bremsuljós, þegar þau kvikna á bílnum fyrir framan þá er oftast skynsamlegast að bremsa líka.. Best er að hafa augun á bílnum fyrir framan bílkinn sem er fyrir framan mann sjálfan.. en guys..
7 bílar í einu.. þetta segir allt sem segja þarf um aksturshæfni ökumanna þessa lands..
Ég mæli með því að allir umræddir ökumenn fari í ökuhæfnispróf og ef þeir standast það ekki, þá á að taka af þeim teinið !!
Nokkrir bílar rákust saman á Bústaðavegi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Slæmt að missa Riise
17.9.2007 | 13:25
Riise og Sissoko ekki með Liverpool gegn Porto | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Irakar eru sko heppnir
17.9.2007 | 11:59
Fíflið í hvíta húsinu er kominn á flótta eftir stríðsrekstur sem er farinn að slaga hátt í seinni heimstyrjöldina að lengd.. Hann hefur boðað brottflutning hermanna frá irak jafnvel fyrir jól (6000-7000 hermenn) en hann minntist ekkert á það að hann mun senda aðra hermenn tilbaka með sömu
flugvélum og flytja hina í burtu.
Tapað stríð fyrirfram... og Ingibjörg. Taktu ísland af þessum aulalega lista hinna staðföstu heimsku þjóða STRAX!
Liðsmenn al Qaeda réðust á sjítaþorp í Írak | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
HINN SVARTI DAGUR DÓMARANNA
17.9.2007 | 11:23
Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.
læt fylgja með blogg síðu frá noregi þar sem ung kona bloggar um nauðganir og ofbeldi.
http://www.vgb.no/21753/perma/245395/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)