Minningarathöfn

Þar sem mín heittelskaða tölva er að gefa upp öndina mun verða haldin minningarathöfn á næstkomandi helgi. Laugardaginn 6 október kl 14.00 mun hún verða tekinn úr sambandi við líftaug sína.. rafmagnið og (súrefnisleiðslan) nettengingin.. mun verða aftengd skömmu áður.

Þeir sem vildu minnast hennar eru velkomnir að vera viðstaddir athöfnina á heimili mínu. Kaffi og öl í krús er á boðstólum..

Greftrun fer fram á Sorpu mánudaginn 8 október. Grefrunin fer fram í kyrrþey.

Þeir sem vilja minnast hennar eru beðnir um að skrifa nokkur orð hér í bloggið !



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég samhryggist þér, félagi, sem og með fall KR-inga á morgun. 

eikifr (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:05

2 identicon

ja elsku pabbi minn þetta er nú sorgmæt stund her i reykjavikurborg elsku talvan sem var buin að keyra i nokkur ár er nú loks komin á enda vonandi fer hún á betri stað. Mæti á jarðaförina :D

Egill örn Óskarsson! (IP-tala skráð) 28.9.2007 kl. 23:10

3 Smámynd: Kristján Kristjánsson

Megi hún hvíla í friði Ég veðja hinsvegar á að KR-ingar haldi sig í deildinni. Er ekki KR-ingur þannig að það er ekki ástæðan en einhvernveginn trúi ég því ekki að þeir falli. 

Kristján Kristjánsson, 29.9.2007 kl. 00:12

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

mér finnst þú taka heldur létt á þessu alvarlega máli Addi  ! svo er minningarathöfn tölvunnar minnar ekki fyrr en eftir viku og bjórinn verður ekki sparaður í þeirri tárvotu athöfn.

Annars er það pottþétt að KR getur ekki fallið lengur.. þróttur kom upp og þá er það skv reglum KSI að Víkingar verða að falla.

Óskar Þorkelsson, 29.9.2007 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband