Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Verkvíði
9.6.2007 | 11:40
Þegar ég fór svo að spá í frammistöðuna varð ég að viðurkenna að þetta var alveg skítlétt.. og mikið auðveldara að klára dæmið bara en to tre en að þola augnaráð minnar heittelskuðu.. en samt var ég að vonast innst inni til þess að ég mundi fá upphringingu og að ég yrði að fara í Þórsmörk eða Gullfoss Geysir 8-12 ferð til að sleppa við þrifin.. ekki mikið vit í því eða hvað ? En svona er maður.. frekar 8-12 tíma vinna en að þrífa í 30 mín.. maður er kannski bara skrítinn ?
p.s. mér heyrist að konan sé að undirbúa ferð í Byko og IKEA.. held ég hringi í rútufyrirtækið og grátbiðji um ferð í dag !
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég er á mínum 3-ja lykli !
9.6.2007 | 11:29
En þegar bankarnir eru farnir að tala upp gjaldskrár vegna tapaðs lykils þá fer hrollur um mig. Ég bjó lengi erlendis og var þar með netbanka eins og venjan var þar í landi. Þar fékk ég veflykil
sem var töluvert flóknari en þessi sem við fengum hér á landi 2007 enda er um 10 ár á milli þeirra í þróun. en.. þessi norski var með tölum sem þú áttir að slá inn í lykilinn, þessar tölur voru 4 stafa kódi líkt og með visakort og þá kom á skjáinn lykilnúmer.. Þessir lyklar áttu það til að klikka og þá var enginn miskunn hjá Magnúsi og Den norske bank rukkaði 100 kr norskar fyrir ófétið.. í hvert sinn og entust þessir lyklar hjá mér ekki nema í nokkra mánuði..
Ég spái því að sama sagan verði upp á teningnum hér enda eru íslendingar oftast nær 10 árum á eftir nágrönnum okkar í austri á flestum sviðum.
![]() |
Ekki allir á eitt sáttir um gæði auðkennislyklanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bush heldur að allir séu á sama gáfnaleveli og hann...
8.6.2007 | 22:30
Verst að Bush fattar ekki að Pútín hefur 10 sinnum meiri gáfur og hefur lesið þennan trúð í gegn fyrir löngu..
![]() |
Bush: Myndi fagna samstarfi við Rússa í eldflaugavörnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
mismununin í verki
7.6.2007 | 14:26
ef þessi elska hefði verið afrókani með skakkar tennur og hálf-feit.. sæti hún amk í ár fyrir sama brot !
money talks losers walks
![]() |
París Hilton laus úr prísundinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
global warming ?
7.6.2007 | 14:20
Ég sem leiðsögumaður sé þetta greinilega í mínum ferðum og benti á þetta í fyrsta blogginu mínu minnir mig hér í vor. En þá fór ég inn í Þórsmörk og gekk að jöklinum við lónið. Þá var jökulröndin öll á þurru landi en hafði verið út í lónið sumarið áður.. hvort það sé vegna þess að jökullinn hefur hopað eða lónið grynnst veit ég ekki svo gerla.. en eftir ummerkjum að dæma þá hefur hann hopað um 30-50 metra síðan í fyrra. Ég trúi því að jöklarnir okkar hverfi hratt.. sérstaklega þar sem þeir eru svokalliðir "heitir" jöklar.. eru með 0 c hitastig að jafnaði á meðan heimskautaísinn og grænlandsjökull halda um -18.
Annað sem ég hef heyrt fleigt fram í mínum ferðum og það er CO2 mengunin frá bílum og vélknúnum farartækjum almennt. og í því sambandi oft verið minnst á eitt atriði og það eru eldfjöllin okkar.. sagan segir nefnilega að þegar Grimsvötn gusu 1996 þá hafi CO2 frá gosinu fyrstu 5 sekúntur gossins verið jafnmikið og árslosunin í NY í USA.. var ekki gosið í nokkra mánuði ?
![]() |
Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Áttu menn virkilega von á betri árangri ?
7.6.2007 | 07:36
Eru menn eru búnir að gleyma 6-0 í Parken fyrir ekki svo mörgum árum ? Danir eru með svipað sterkt lið og svíar og þetta er bara raunverulegur munur á þessum liðum.. 4-6 mörk.
Það er samt eitt sem er að þvælast fyrir mér.. að þegar aðstaðan batnar til knattspyrnuiðkunar þá versnar árangur landsliðsins í öfugu hlutfalli..
Ég sem KR-ingur horfi upp á mitt lið spila gersamlega getulausuan bolta með "besta" mannskap deildarinnar.. Ég reyndar hef horft upp á skelfilega lélega knattspyrnu á landinu undanfarin 2 ár (síðan ég flutti til baka) hjá öllum liðum.. líka FH. Ég fullyrði að FH ætti ekki séns á að vinna norsku fyrstudeildina .. hvað þá standa sig í norsku tippeligan og ég fullyrði einnig að FH ætti ekki séns í lið skagamanna á árum 1991-6 og KR 1994-6. Tek FH sem dæmi því þeir eru langbestir á íslandi í dag.. en samt ekki eins góðir og bestu liðin
voru fyrir 10-15 árum síðan. Knattspyrnunni hefur farið mikið aftur á íslandi og landsliðið endurspeglar það greinilega.
umm já Eyvi á að segja af sér strax.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 07:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
og ég sem hélt að það væri bara stoke sem væri djók !
6.6.2007 | 22:24
![]() |
Íslendingar sáu aldrei til sólar í fimm marka tapleik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1075 komin á kjötmarkaðinn
6.6.2007 | 13:01
góðu fréttirnar eru þær að nú eru 1075 "nýjar" kvensur komnar í endurvinnslukjötmarkaðinn.. já og auðvitað sama tala fyrir karlpeninginn
![]() |
498 hjón skildu og 577 pör slitu sambúð á síðasta ári |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
vonandi byggja þeir ekki..
6.6.2007 | 08:33
![]() |
Bruninn blási lífi í Lækjartorg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjög sanngjarnt
6.6.2007 | 08:30
Ég gat ekki annað en hoppað af gleði yfir þessum fréttum í morgunsárið og gat alls ekki beðið eftir því að vekja elsku konuna mína og segja henni að bankastjórarnir hafi fengið kauphækkun sem nemur 150 % af hennar launum á mánuði.. hún nuddaði augun og sagði ekki mikið en þegar rann upp fyrir henni staðreyndir málsins þá skreið hún aftur upp í og sagðist ekki nenna meira í vinnuna þessa vikuna.. Hún hefur 140.000 í fastakaup þessi elska og þarf að vinna fyrir því !
Ég er ekki viss um að Davíð Oddson og co vinni fyrir laununum sínum.. ekki einu sinni þótt þau væru 140.000 á mánuði eins og fiskverkakonana mín.
Enn einu sinni kemur fram að það býr tvennskonar fólk í þessu landi.. þeir sem vinna og fá laun.. og þeir sem lítið vinna og fá ofurlaun.
![]() |
Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)