global warming ?

Ég sem leiðsögumaður sé þetta greinilega í mínum ferðum og benti á þetta í fyrsta blogginu mínu minnir mig hér í vor. En þá fór ég inn í Þórsmörk og gekk að jöklinum við lónið. Þá var jökulröndin öll á þurru landi en hafði verið út í lónið sumarið áður.. hvort það sé vegna þess að jökullinn hefur hopað eða lónið grynnst veit ég ekki svo gerla.. en eftir ummerkjum að dæma þá hefur hann hopað um 30-50 metra síðan í fyrra.  Ég trúi því að jöklarnir okkar hverfi hratt.. sérstaklega þar sem þeir eru svokalliðir "heitir" jöklar.. eru með 0 c hitastig að jafnaði á meðan heimskautaísinn og grænlandsjökull halda um -18.

 

Annað sem ég hef heyrt fleigt fram í mínum ferðum og það er CO2 mengunin frá bílum og vélknúnum farartækjum almennt. og í því sambandi oft verið minnst á eitt atriði og það eru eldfjöllin okkar.. sagan segir nefnilega að þegar Grimsvötn gusu 1996 þá hafi CO2 frá gosinu fyrstu 5 sekúntur gossins verið jafnmikið og árslosunin í NY í USA.. var ekki gosið í nokkra mánuði ?


mbl.is Íslenskir jöklar horfnir eftir 200 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarpur

Smá munur hvort verið er að ræða hluti sem mannfólkið hefur stjórn á eða ekki! Það er langt í að við stjórnum losun koldíoxíðs frá eldgosum!

Skarpur, 7.6.2007 kl. 15:09

2 identicon

Svo kemur 95% af því frá hafinu. Það er enginn vafi á því að jörðin er að hitna en hún hefur hitnað og kólnað margoft áður, oft verið heitari. Að jöklar stækki eða bráðni er mjög eðlilegt ferli enda er jörðin alltaf að taka breytingum. 

Ég tel að gróðurhúsarkenningin sé röng eða að minnsta kosti stórlega ýkt. Pólitíkusar og fjölmiðlar eru byrjaðir að fjalla um þetta sem heilagan sannleika vegna eigin hagsmuna.

Geiri (IP-tala skráð) 7.6.2007 kl. 19:58

3 identicon

Hvvað heitir jökulinn við lónið, herra leiðsögumaður?????????????

Matti Tali Bani (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 16:01

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

http://www.islandia.is/hamfarir/jardfraedilegt/eldgos/eyjafjallajokull.html

lestu það sjálfur herra Matti Tali Bani !

Ég er enginn kennari fyrir fáfróða íslendinga.

Óskar Þorkelsson, 8.6.2007 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband