Áttu menn virkilega von á betri árangri ?

Ég skil ekki alveg afhverju fólk er að fárast yfir 5-0 tapi gegn svíum.. þetta er eins og ég hefði búist við að öllu jöfnu í leik þessara liða á heimavelli svía.  Svíar hafa verið í fremstu röð í 60 ár í boltanum en við alltaf meðal þeirra slökustu á sama tíma með smá auka geta þegar Gaui þjálfaði liðið.

Eru menn eru búnir að gleyma 6-0 í Parken fyrir ekki svo mörgum árum ?  Danir eru með svipað sterkt lið og svíar og þetta er bara raunverulegur munur á þessum liðum.. 4-6 mörk.

Það er samt eitt sem er að þvælast fyrir mér.. að þegar aðstaðan batnar til knattspyrnuiðkunar þá versnar árangur landsliðsins í öfugu hlutfalli..

Ég sem KR-ingur horfi upp á mitt lið spila gersamlega getulausuan bolta með "besta" mannskap deildarinnar..  Ég reyndar hef horft upp á skelfilega lélega knattspyrnu á landinu undanfarin 2 ár (síðan ég flutti til baka) hjá öllum liðum.. líka FH.  Ég fullyrði að FH ætti ekki séns á að vinna norsku fyrstudeildina .. hvað þá standa sig í norsku tippeligan og ég fullyrði einnig að FH ætti ekki séns í lið skagamanna á árum 1991-6 og KR 1994-6. Tek FH sem dæmi því þeir eru langbestir á íslandi í dag.. en samt ekki eins góðir og bestu liðin 
voru fyrir 10-15 árum síðan.  Knattspyrnunni hefur farið mikið aftur á íslandi og landsliðið endurspeglar það greinilega.

umm já Eyvi á að segja af sér strax.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Matti Skratti

Blessaður skari. Hvað væl er þetta úti FH-ingana. Þeir eru lang bestir og eru búnir að  vera það undanfarin 3 ár. Það þýðir ekkert að fara að bera saman við eitthvað sem eitthvað lið gerði á síðustu öld. Þá var grasið allt öðruvísi og miklu kaldara á landinu. Þeir sem eru bestir í dag eru bestir í dag og punktur. Svo er spurning hvað gerist á morgun.

Þetta með bloggvina dæmið þá ertu þú ekki fyrsti sem býður þetta. En málið er að ég vil ekki vera í þessu dálki hjá öðrum, ætla bara að sjá hvernig dreifingin verður svona óauglýst. Menn mega vitna í síðuna ef þeir vilja, eða láta vita af henni eftir öðrum leiðun, en í bloggvina dálkinn fer ég ekki . Eins og þú sér, ef þú kíkir á síðuna, þá er ég búinn að fjarlægja þann möguleika.

Kveðja matti 

Matti Skratti, 7.6.2007 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband