Mjög sanngjarnt

Ég gat ekki annað en hoppað af gleði yfir þessum fréttum í morgunsárið og gat alls ekki beðið eftir því að vekja elsku konuna mína og segja henni að bankastjórarnir hafi fengið kauphækkun sem nemur 150 % af hennar launum á mánuði.. hún nuddaði augun og sagði ekki mikið en þegar rann upp fyrir henni staðreyndir málsins þá skreið hún aftur upp í og sagðist ekki nenna meira í vinnuna þessa vikuna..  Hún hefur 140.000 í fastakaup þessi elska og þarf að vinna fyrir því !

Ég er ekki viss um að Davíð Oddson og co vinni fyrir laununum sínum.. ekki einu sinni þótt þau væru 140.000 á mánuði eins og fiskverkakonana mín.

Enn einu sinni kemur fram að það býr tvennskonar fólk í þessu landi.. þeir sem vinna og fá laun.. og þeir sem lítið vinna og fá ofurlaun.


mbl.is Samþykkt að hækka laun seðlabankastjóra um 200.000 kr. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svo satt.....

En hvað getum við sem þjóð gert í málunum, hvernig látum við stjórnmálamenn og aðra kerfiskalla vita að við viljum ekki líða þetta.

Viva la revolution

Ásgeir Helgi Ásgeirsson (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 08:52

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það rann upp fyrir mér eftir að ég hafði bloggað þetta að DO og co hafa 10 sinnum launin hennar á mánuði, eða 1.4 millur.. jesús p.

við getum ekki gert mikið þar sem við þurfum að vinna svo mikið að við höfum ekki tíma í mótmæli.. og þessir hákarlar vita það mæta vel.

Óskar Þorkelsson, 6.6.2007 kl. 08:56

3 identicon

Bara mjög eðlilegt... Mikilvægt starf og því mikilvægt að halda toppmanni í því. Við búum ekki í sósíalísku samfélagi, það eru lögmál á markaðnum sem við verðum að taka til greina. 

Geiri (IP-tala skráð) 6.6.2007 kl. 12:51

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það voru sem sagt lögmál markaðarins sem réðu þessa "bankastjóra" seðlabankans ?  gott að vera svona víðsýnn eins og þú Geiri.. ég bara sé ekki lögmál markaðarins í þessu dæmi enda er um menn að ræða sem fáir mundu vilja hafa í vinnu hjá sér.. efast um að Straumur burðarás td mundi ráða DO til sín.. eða hvað heldur þú ?

Óskar Þorkelsson, 6.6.2007 kl. 18:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband