Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

síminn.is

Ég hef notað þjónustu símans frá því að ég flutti tilbaka á skerið fyrir um 3 árum síðan.. þjónustan er stundum góð en oftast hræðilega léleg.  góðir í að tengja hratt.. tekur sjaldan meira en 2-3 virka daga til þess.. en alveg svakalega slappir þegar kemur að þjónustu við imbann og internettið almennt.. ég kaupi td ótakmarkað niðurhal og 6 mb tengingu.. sem ég hef aldrei nokkurntíma fengið.. mest mælt 1.6 mbit en oftast nær 1 mb.. ekki gengur að kvarta.. maður er settur yfir í einhverja þjónustumiðstöð þar sem unglingar vinna við símasvörun en alls ekki til þess að leyfa þér að kvarta eða taka niður kvartanir og koma þeim áleiðis til þeirra sem ættu að hlusta á þessar kvartanir..  Sjónvarpið yfir internet hefur klikkað oftar en tárum tekur að nefna.. alla þessa helgi hef ég bara grunnpakkann og hitt dottið út.. 2 vikur í mai datt imbinn út á um 10-30 mínútna fresti og klaganir virkuðu ekkert.. svörin voru alltaf þau að það væri eitthvað að hjá mér.. auðvitað.  Sömu svör fékk ég þegar netið datt endalaust út hjá mér í mars.. allt var að tölvunum mínum en ekkert að hjá þeim og þegar einn unglingurinn ætlaði að fara að segja mér að 3 tölvur með XP home og pro bili samtímis þá fékk ég nóg.. þvílík erkifífl.. ég fékk nýjan router eftir smá múður og allt virkaði.. Í dag hringdi ég inn og kvartaði við unga stúlku sem var þvílíkt skítsama um mínar kvartanir og bauðst bara til þess að loka fyrir draslið og þáði ég það.. efast ekki um að lokunun hafi gengið snurðulaust fyrir sig hjá henni en mér er til efs að umkvörtunarefnið mitt hafi komist lengra en milli eyrnanna á henni 
og þaðan í gleymsku.. 

Umkvörtunarefnið er.. afhverju fæ ég ekki bætt peningalega eða í aukinni þjónustu ef ég er látinn borga fyrir þjónustu sem ég ekki fæ ?  fyrstu kvartanir mínar vegna internethraðans komu á vordögum 2005 og komið reglulega síðan án nokkurs sýnilegs árangurs eða nokkurra viðbragða frá símanum.. sama gerðist með imbann yfir netið.. ég sagði þessu upp og mun fá mér sky digital í framhaldinu og gef skít í Íslenska  "hagsmuni" hér eftir..

Ég held eftir internetinu þar til ég hef fundið annað þjónustuaðila sem tryggir mér internet án þess að ég þurfi að hafa símanúmer.. andskotans þjófnaðarstarfsemi.. ég á ekki einu sinni símtæki.. í svíþjóð þarftu ekki að hafa númer.. bara númer á íbúðinni og internetið tengist án aukakostnaðar og án símanúmers.. ísland er 10-15 árum á eftir þökk sé frjálsri samkeppni.. meina og lesist.. fákeppninni!

en fundu þeir pyntingaklefa USA í Iraq ?

í Iraq fannst pyntingaklefi Al quaida.. þetta er frétt.. en hvar eru pyntingaklefar USA í Iraq ?  USA stundar pyntingar leynt og ljóst og hefur gert síðan í vietnamstríðinu...
mbl.is Fundu pyntingaklefa al-Qaeda í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

sama bullið og síðustu ár...

Rafael breytist ekkert.. hann fær ekki þá leikmenn sem hann vill fá.. og mun kaupa einhverja meðalmenn rétt fyrir lokun leikmannagluggans í sumar.. Síðan kemur söngurinn um það að hann fái ekki það fé sem honum var lofað og svo hverfur hann til spánar aftur.   Þetta er sami söngurinn frá því fyrrasumar.. og sumarið þar áður..
mbl.is Benítez: Engin örvænting
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Veitingaaðstaðan við Gullfoss

Ég var í kvöldtúr með 23 túrhesta sem vildu skoða Gullfoss Geysir eða "ðe golden sirkul."

Ég þurfti sem betur fer ekki að aka rútunni heldur var bara afslappaður með hljóðneman sem var svosem nógu erfitt eftir 9 tíma törn í fastavinnunni.. 
En það sem mér liggur á hjarta er þetta, veitingasalan á gullfossi er einstök í íslenskri ferðaþjónustu.
Frábær aðstaða, besta kjötsúpa landsins og geðveik bláberjaterta sem á sér fáa líka í heiminum !  Stór orð en ég stend við þau.  
Þarna er opið til kl 22.00 yfir annatímann í sumar í tilraunaskyni og gat ég ekki betur séð en að það 
væri nóg að gera hjá þessu frábæra fólki. Frábært starfsfólk, sem flest talar ekki íslensku en bætir það 
upp með einstakri þjónustulund og góðri framkomu.  Íslendingar ættu að nýta sér þjónustu þessa 
frábæra veitingastaðar meir en þeir nú gera.  Ég er stoltur af því að geta kynnt farþegum mínum 
þessa frábæru þjónustu sem þarna er að finna. 

Hversu oft kemur orðið frábært fyrir í þessum stutta en frábæra pistli ? FootinMouth


fullorðinn maður grét í kvöld

Ég grét yfir þessum úrslitum.. það sem ég hef séð af KR í sumar er skelfilegri knattspyrna en ég hef nokkurntíma á minni ævi orðið vitni að í efstu deild íslandsmótsins..

En ég er viss um að KR fellur ekki.. við völdum þetta sumar gaumgæfilega til þess að vera skelfilega lélegir.. það fellur nefnilega bara eitt lið í sumar.  en ég spái okkur samt hefðbundnu fallsæti.. sem er viðsnúningur hjá mér því ég hef verið sannfærður í allan vetur að þetta sumar yrði KR sumar.

Áfram KR

mbl.is HK og Keflavík og FH fögnuðu sigrum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bara sýndarmennska

Ég lít á þessa frétt sem bara enn eina sýndarmennskuna af hálfu Rafael Benitez.  Hann mun aldrei geta boðið þessa upphæð í Torres og ef hann gerir það eftir öll sín meðalmennskukaup undanfarin 3 ár , þá er hann kominn út á braut sem ég er ekki að fatta.

Ég hef lengi talið að Rafael Benitez sé á leið burt frá Liverpool og að hann mundi koma með einhver bull tilboð í leikmenn sem hafa ekki áhuga á að koma hvort sem er og nota svo það sem ástæðu að hann fái ekki fjármagn frá nýjum eigendum Liverpool til þess að segja samningnum sínum lausum..

Ef Benitez getur boðið þessa upphæð í Torres, afhverju getur hann þá ekki boðið í Tevez ?  

mbl.is Benítez vill fá Torres til Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glæsilegt..

.. núna skal þröngva konum inn í stjórnir fyrirtækja og stofnana a la norge.. þau lög höfðu margar skringilegar "uppákomur" í för með sér.. minni fyrirtækjum var gert að fylla þennan kvóta eða verða lokað ella.. mörg þeirra höfðu ekki einn einasta kvenmann í vinnu en var hótað lokun ef þau ekki fylltu kvótann !!  málið leystu menn með ólaunuðum stjórnunarstöðum sem höfðu engin völd.. málið leyst !!

Jóhanna.. tilgangur þinn er góður en mun vinna gegn tilgangi sínum.. þær konur sem fá svona stöður munu alltaf verða álitnar hafa fengið stöðuna vegna kynferðis en ekki hæfileika.  Þær verða ekki teknar alvarlega.. og niðurstaðan verður einfaldlega sú að stjórnun fyrirtækjana bara breytist sbr í norge.  En kvótinn var fylltur ekki satt ?

Lög munu aldrei jafna rétt kynjanna til vissra starfa.. ég hef td aldrei verið í stjórnunarstöðu og á eflaust enga von um það með tilkomu þessara laga ef þau verða þá samþykkt.    

 kannski eins gott LoL

mbl.is Félagsmálaráðherra útilokar ekki kynjakvóta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ók framúr !!

fór maðurinn fram úr skjaldbökunni á löglegum hraða ?

Þvílík ekkifrétt Tounge

mbl.is Ók fram úr skjaldböku á Skutulsfjarðarbraut á Ísafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

vonandi lifir Opera þessar hremmingar af !

vonandi lifir Opera þessar hremmingar af enda er þetta langbesti vafrarinn að mínu mati.
mbl.is Tetzchner sagður hafa rekið stjórn Opera til að komast hjá brottrekstri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ef þetta er mögulegt skv lögum þá á að nýta þann möguleika !

Ég er fullkomlega sammála umræddum sýslumanni í þessu máli.. ofsaakstur á að refsa með upptöku ökutækisins.. án tillit til hver það er sem á ökutækið !  Ef tekið er svoleiðis á málinu þá mun þetta verða liðin tíð innan skamms að menn aki eins og geðsjúklingar.. afsakið orðalagið,  ég meina að geðsjúklingar geti ekið svona um götur bæjarins og vegi landsins. 

Refsingar hér á landi eru bara hlægilegar og í flestum tilfellum langt frá alvarleika brotsins.  Menn teknir fyrir ofsaakstur og er SLEPPT eftir yfirheyrslur og játningar.. menn teknir við innbrot.. sleppt eftir játningar.. menn teknir fyrir nauðgun.. sleppt eftir játningu.. svona má lengi telja.  Ef menn sem eru teknir fyrir svona aksturslag á norðurlöndum þá sitja þeir inni þar til dómur er kveðinn upp.. oftast nær innan 2-3 daga frá broti ,  fyrr er þeim ekki sleppt.  Sama gildir fyrir hin brotin sem ég nefndi hér að ofan.. Það er löngu liðin tíð að löggan geti gengið að þessum glæpamönnum vísum líkt og með 
Lalla jóns hér á árum áður.. þá geymdi löggan hann bara heima og náði í hann við tækifæri þegar 
löggunni hentaði.. en ekki þegar samfélaginu hentaði. 

Gera bílana og hjólin upptæk við ofsaakstur og ítrekuð umferðalagabrot !

mbl.is Vill að mótorhjólin verði gerð upptæk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband