síminn.is

Ég hef notað þjónustu símans frá því að ég flutti tilbaka á skerið fyrir um 3 árum síðan.. þjónustan er stundum góð en oftast hræðilega léleg.  góðir í að tengja hratt.. tekur sjaldan meira en 2-3 virka daga til þess.. en alveg svakalega slappir þegar kemur að þjónustu við imbann og internettið almennt.. ég kaupi td ótakmarkað niðurhal og 6 mb tengingu.. sem ég hef aldrei nokkurntíma fengið.. mest mælt 1.6 mbit en oftast nær 1 mb.. ekki gengur að kvarta.. maður er settur yfir í einhverja þjónustumiðstöð þar sem unglingar vinna við símasvörun en alls ekki til þess að leyfa þér að kvarta eða taka niður kvartanir og koma þeim áleiðis til þeirra sem ættu að hlusta á þessar kvartanir..  Sjónvarpið yfir internet hefur klikkað oftar en tárum tekur að nefna.. alla þessa helgi hef ég bara grunnpakkann og hitt dottið út.. 2 vikur í mai datt imbinn út á um 10-30 mínútna fresti og klaganir virkuðu ekkert.. svörin voru alltaf þau að það væri eitthvað að hjá mér.. auðvitað.  Sömu svör fékk ég þegar netið datt endalaust út hjá mér í mars.. allt var að tölvunum mínum en ekkert að hjá þeim og þegar einn unglingurinn ætlaði að fara að segja mér að 3 tölvur með XP home og pro bili samtímis þá fékk ég nóg.. þvílík erkifífl.. ég fékk nýjan router eftir smá múður og allt virkaði.. Í dag hringdi ég inn og kvartaði við unga stúlku sem var þvílíkt skítsama um mínar kvartanir og bauðst bara til þess að loka fyrir draslið og þáði ég það.. efast ekki um að lokunun hafi gengið snurðulaust fyrir sig hjá henni en mér er til efs að umkvörtunarefnið mitt hafi komist lengra en milli eyrnanna á henni 
og þaðan í gleymsku.. 

Umkvörtunarefnið er.. afhverju fæ ég ekki bætt peningalega eða í aukinni þjónustu ef ég er látinn borga fyrir þjónustu sem ég ekki fæ ?  fyrstu kvartanir mínar vegna internethraðans komu á vordögum 2005 og komið reglulega síðan án nokkurs sýnilegs árangurs eða nokkurra viðbragða frá símanum.. sama gerðist með imbann yfir netið.. ég sagði þessu upp og mun fá mér sky digital í framhaldinu og gef skít í Íslenska  "hagsmuni" hér eftir..

Ég held eftir internetinu þar til ég hef fundið annað þjónustuaðila sem tryggir mér internet án þess að ég þurfi að hafa símanúmer.. andskotans þjófnaðarstarfsemi.. ég á ekki einu sinni símtæki.. í svíþjóð þarftu ekki að hafa númer.. bara númer á íbúðinni og internetið tengist án aukakostnaðar og án símanúmers.. ísland er 10-15 árum á eftir þökk sé frjálsri samkeppni.. meina og lesist.. fákeppninni!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér skilst að vodafone bjóði þetta... en gætu verið hættir þessu og líklega með sömu crappy þjónustu í tæknimálum... hringir og talar við manneskju sem veit minna en þú :)

Til að fá betri þjónustu þá áttu að skipta við smærri aðila, þeir bjóða reyndar ekki upp á tengingu án síma, svarar víst ekki kostnaði; kennum símanum um það

DoctorE (IP-tala skráð) 24.6.2007 kl. 15:11

2 Smámynd: Grétar Ómarsson

Sæll Óskar, ég vill endilega að reyna að hjálpa þér í gegnum þessi símamál þín ef þú villt. 

Varðandi sjónvarpið yfir ADSL þá er það viðkvæmt fyrir utanaðkomandi truflunum sem gætu verið margvíslegar.

Oftast nær má rekja bilanir á staði sem símar eru í kjöllurum, háaloftum eða bílskúrum en það vill oft gleymast að tengja smásíu á síma sem sjaldan eða aldrei eru notaðir í heimahúsum, smásían gæti verið biluð eða snýr öfugt.

ef þú ert með faxtæki, þjófa eða brunavörn verður þú að tengja smásíu á þann búnað líka.

Öll þau símtæki eða annar búnaður sem tengdur er við sömu línu og ADSL routerinn geta orsakað bilanir, þessi litlu atriði skipta öllu, og þykir mér leitt að heyra að þú hafir gefist upp á sjónvarpinu.

Sem fyrrverandi starfsmaður símans verð ég að segja að síminn er þrátt fyrir allt með yfirburða bestu þjónustuna og alvöru fagmenn á öllum sviðum þrátt fyrir það geta alltaf komið upp öldudalir sem erfitt er fyrir starfsfólk að glíma við hverju sinni, Þú veist jafn vel og við hin að stundum er mikið að gera hjá þjónustuveri símans enda er þetta stærsta fjarskiptafyrirtæki landsins.

Ég vona að þetta hjálpi þér eitthvað áleiðis í að koma öllu í lag hjá þér aftur.

Endilega sendu mér línu ef þú villt spyrja einhvers, og ég skal reyna að aðstoða þig.

Kær kveðja, Grétar

Grétar Ómarsson, 25.6.2007 kl. 14:17

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk fyrir þetta Grétar,  síminn tengdi hjá mér árið 2005, komu menn og redduðu þessu fljótt og vel.. þá bjó ég í risíbúð en ekkert amaði að þar.. svo flutti ég mig um set og þá byrjuðu vandræðin fyrir alvöru og oft og mörgum sinnum.. að lokum var það orðið þannig að ég nennti ekki að kvarta lengur.. línan sem ég borga 5-6000 kall fyrir á mánuði ásamt fastanúmerinu sem ég nota aldrei og gerir einhvern 2000 kall auka fyrir EKKERT.. hefur aldrei skilað þeim gæðum sem síminn lofaði..

Umkvörtunarefni mitt er ekki á þá aðila sem koma og laga bilanirnar heldur hitt að kerfið er bara ekki að gera sig hjá þeim með þessa speedtouch routera.. þetta eru sömu routerarnir og eru notaðir af Telenor í noregi og eru þeir að gefast upp á þeim.. enda drasl.  annað umkvörtunarefni mitt er það að ég fæ aldrei bættan skaðan sem ég verð fyrir vegna lélegrar þjónustu á neti símans.. það er rukkað upp í topp en aldrei nett gefið ... ekki einu sinni það sem sjálfsagt er að gefa.. afslátt ef þjónustan er illa framreidd..


Óskar Þorkelsson, 25.6.2007 kl. 16:43

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ætti að bæta við.. það er ekkert tengt við símalínurnar hjá mér nema þessi eini router.

Óskar Þorkelsson, 25.6.2007 kl. 16:45

5 Smámynd: Grétar Ómarsson

Ok skil, súrt að heyra, þó er eitt sem ég gleymdi að nefna í fyrri póstinum, það er nokkuð sem heitir línudeilir. línudeilar voru tengdir í tenglanna í mörgum húsum hér á árum áður, þessir deilar virkuðu þannig að ekki var hægt að hlusta milli símtækja í sama húsi ef þeir höfðu verið tengdir við tenglanna. 

Þetta drepur niður syncið á routernum og veldur truflunum,  athugaðu hvort þú sjáir bláan kubb með 2 hvítum vírum í inni í tenglinum  kassinn ætti að vera á stærð við sykurmola. það eina sem þú þarft að gera er að aftengja hann ef hann er til staðar.

Grétar Ómarsson, 26.6.2007 kl. 01:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband