Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

til hamingju Reykjavík

Villi Vitlausi orðin valdalaus og getur ekki gert fleiri asnastrik á næstunni...

Björn Ingi óx talsvert við þetta en er samt ekki kominn í virðulegra manna tölu enn..

Dagur , nú skaltu sína hvað í þér býr og snara bjórkælinum á sinn stað strax í fyrramálið !

umm já ég vil að borgin eigi REI.


mbl.is Nýr meirihluti myndaður í borgarstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju Island

við erum evrópumeistarar í eldsneytisverði !  gefum ríkisstjórninni og olíufélögunum, sem ríða okkur í þurrt og rifið rassgatið daglega , gott klapp.
mbl.is Hvergi dýrara að fylla á tankinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að gerast í Vesturbæ ?

Það er ekki einleikið hvernig Vesturbærinn er að verða.  síðan KR klikkaði illa í boltanum í sumar hefur hver fréttin rekið aðra úr Vesturbæ sem eru miður skemmtilegar.  Morð á Hringbraut er það versta en svo koma stungusár, líkamsárásir og svo var bíllinn minn taggaður illilega af einhverjum misprúttnum lágmenningarskríl. Ég tengi marga af þessum atburðum til slæms gengi KR í fótbolta og því er það ekki bara einkamál KR-inga hvort þeir nái að rífa sig upp úr þessu heldur verður öll borgin að leggjast á eitt til hjálpa Vesturbæ.

 


mbl.is Stunginn í bakið með skærum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk á eigum annara.

Skemmdarverk á eigum annara eru því miður ótrúlega algeng. Ég lenti í því að bíllinn minn sem er VW Transporter sendibíll var útkrotaður einn morguninn af “taggi”. Ég bölvaði í hljóði þessum djöfuls lítilmennum og lágmenningarpakki og þreif bílinn með erfiðismunum og rispaðist bíllinn aðeins við þau þrif því fast sat “taggið”.  Ég parkeraði svo bílnum fyrir framan blokkina á neshaganum og vonaðist til að hann fengi nú að vera í friði því ég er að reyna að selja gripinn.. en nei. Tveimur dögum síðar var búið að tagga bílinn aftur og nú með tússi sem ekki er hægt að þvo af..  ég réðist á “taggið” með sérstökum klútum sem ekki voru ókeypis skal ég segja ykkur en það sjást enn för eftir “taggið” á lakkinu ef bíllinn er skoðaður í návígi.

 

Ég hafði samband við lögreglu og var greinilegt á því samtali að lögreglunni var skítsama um svona atburði og vildu helst ekki vera að hlusta á mig þegar önnur og mikilvægari málefni biðu afgreiðslu lögreglunnar.. td að leggja sig á daginn svo þeir geti fylgst með óþjóðalýðnum sem fer út fyrir dyrnar að pöbbnum til að reykja um nætur.. m.ö.o. lögreglan sagði við mig að þetta væri ekki í hennar verkahring að rannsaka svona atburði. Ekki skrítið þótt að “taggarar” leiki lausum hala þrátt fyrir fögur fyrirheit hjá Gísla mávamorðingja og Villa vitlausa í kosningabaráttunni.

 

Hvað á maður að gera ef maður verður vitni að svona atburði ?  Ég get sagt það að ef ég sé krakka, ungling eða fullorðinn mann (já það eru nokkrur sjálfráða sem haga sér svona líka) vera að krota á vegg eða eigur annara þá mun ég skerast í leikinn og það með hamagangi og látum.. jafnvel þótt það kosti það að ég þurfi að mæta fyrir lögreglu og svara fyrir glæpinn..

 

Djöfuls skítapakk !

 

ekki er ég hissa

enda hætti ég að fylgjast með frjálsum þegar Ben johnson var nappaður árið 1988. Frjálsar íþróttir á heimsmælikvarða er keppni í að nást ekki með sterana í rassgatinu !   Held mig við boltann enn sem komið er.
mbl.is Marion Jones játar ólöglega lyfjanotkun fyrir rétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miðað við framferði israela..

.. á hernumdu svæðunum þá held ég að þeir mættu bara hverfa af svæðinu.. þeir hafa fyrirgert sínum rétti. Eru terror þjóð sem heldur milljónum manna í helgreipum óttans.

Annars er íransforseti bara að vinna sína vinnu.. hann er að ná stuðningi meðal múslima svæðisins og ætlar sér að gera Iran að því veldi sem það var hér eitt sinn.. USA er að kikna undan iraq og þá myndast vacuum á svæðinu sem Iran ætlar að nýta sér og hvað er betur til þess fallið en að losna við meinsemd mið austurlanda.. israel ?


mbl.is Ahmadinejad vill frelsa „gervalla Palestínu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég var ekki spurður !

En ef ég mundi fá að velja forseta þá mundi ég vilja halda Ólafi Ragnari sem forseta í lengstu lög !  Glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar sem beytir sér fyrir mjög svo gagnlegum málefnum á alþjóðavísu. Hann hefur einnig kjark og þor til þess að stoppa lög frá alþingi sem hefðu verið landi og þjóð til hneisu ef þau hefðu náð fram að ganga.

Ólafur sittu sem lengst í forsetastól, það verður erfitt að finna arftaka þinn.


mbl.is Tæplega 65% vilja Ólaf Ragnar áfram sem forseta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ömurlegt !

Ég legg enn og aftur áherslu á að Benitez er með eindæmum leiðinlegur þjálfari. Hann virðist endalaust vera með einhverja útreikninga á vinningslíkum in the long run.. Hann byrjar með eitthvað tilrauna B lið sem var fyrirsjáanlegt að mundi ekki standa sig gegn Marseilles.. Riise á bekknum = klúður á vinstri kanti..  Sissoko = klúður á miðjunni. Crouch = alltaf klúður..

Afhverju er ekki byrjað með Riise Kuyt  og svo séð til hvort að kjúklingarnir fái séns ? Crouch á btw aldrei að fá að spila..

Mitt álit á liðinu.. gott lið með eindæmum leiðinlegan stjóra sem mun ekki vinna jack shit á þessu tímabili nema að hann fari að spila með sína sterkustu menn alltaf, í hverjum einasta leik nema að um meiðsli sé að ræða..

 Ég frábið mér komment frá mönnum sem hafa ekkert annað að segja en að Rafa viti betur .


mbl.is Góður sigur hjá Chelsea og Celtic en óvænt tap hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FF í ólgusjó

Þetta kemur ekkert á óvart miðað við framgöngu þeirra í síðustu kosningabáráttu og úr hverju flokkurinn er gerður.  Ég get ekki betru séð en að þeir sem styðji FF sé fólk sem kom úr gömlu flokkunum vegna óánægju og vegna þess að á það var ekki hlustað.  Þetta fólk fann sér farveg í FF sem tók á móti hverjum sem er opnum örmum svo framarlega að hann styddi stefnuskrá flokksins.

Sigurjónsmálið held ég að hafi vegið töluvert þyngra en stjórn FF vill vera láta.. brotthvarf Magnúsar af þingi.. rasistísk ummæli fyrir kosningar og hjá sumum eftir kosningar, innkoma Kristins H Gunnarssonar ( sem var mér óskiljanleg), Nýtt afl með jón Magnusson í broddi fylkingar var ekki styrkur til FF nema síður sé.

Að sjallarnir séu að veiða formanninn yfir til sín aftur er bara gamalt íhaldsbragð.. sundra og stjórna. Þetta ætti að vera mönnum í FF hvatning til þess að láta ekki undan utanaðkomandi þrýstingi og jafnframt hvatning til þess að gera hreint fyrri sínum dyrum varðandi innflytjendur og þá sem þeir eru viljugir til þess að taka við í flokkinn !


mbl.is Frjálslyndir í ólgusjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband