Skemmdarverk á eigum annara.

Skemmdarverk á eigum annara eru því miður ótrúlega algeng. Ég lenti í því að bíllinn minn sem er VW Transporter sendibíll var útkrotaður einn morguninn af “taggi”. Ég bölvaði í hljóði þessum djöfuls lítilmennum og lágmenningarpakki og þreif bílinn með erfiðismunum og rispaðist bíllinn aðeins við þau þrif því fast sat “taggið”.  Ég parkeraði svo bílnum fyrir framan blokkina á neshaganum og vonaðist til að hann fengi nú að vera í friði því ég er að reyna að selja gripinn.. en nei. Tveimur dögum síðar var búið að tagga bílinn aftur og nú með tússi sem ekki er hægt að þvo af..  ég réðist á “taggið” með sérstökum klútum sem ekki voru ókeypis skal ég segja ykkur en það sjást enn för eftir “taggið” á lakkinu ef bíllinn er skoðaður í návígi.

 

Ég hafði samband við lögreglu og var greinilegt á því samtali að lögreglunni var skítsama um svona atburði og vildu helst ekki vera að hlusta á mig þegar önnur og mikilvægari málefni biðu afgreiðslu lögreglunnar.. td að leggja sig á daginn svo þeir geti fylgst með óþjóðalýðnum sem fer út fyrir dyrnar að pöbbnum til að reykja um nætur.. m.ö.o. lögreglan sagði við mig að þetta væri ekki í hennar verkahring að rannsaka svona atburði. Ekki skrítið þótt að “taggarar” leiki lausum hala þrátt fyrir fögur fyrirheit hjá Gísla mávamorðingja og Villa vitlausa í kosningabaráttunni.

 

Hvað á maður að gera ef maður verður vitni að svona atburði ?  Ég get sagt það að ef ég sé krakka, ungling eða fullorðinn mann (já það eru nokkrur sjálfráða sem haga sér svona líka) vera að krota á vegg eða eigur annara þá mun ég skerast í leikinn og það með hamagangi og látum.. jafnvel þótt það kosti það að ég þurfi að mæta fyrir lögreglu og svara fyrir glæpinn..

 

Djöfuls skítapakk !

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bogi Jónsson

Ég skil að þú ert pirraður vegna "taggsins" ég hef oft velt því fyrir mé hvað er til ráða. það þarf að leggja meiri vinnu í að finna þá sem eru að "tagga" þegar þeir eru fundnir þá þarf að gera þeim grein fyrir því tjóni sem þeir valda, með því að vera að "tagga og vera "cool", og láta þá vinna af sér brotið með því að hreinsa eftir sig og aðra og mynd byrt af hópnum við hreisistörf því það er fátt eins lítið "cool" og að vera með bleika gúmíhanska að skrúbba eftir sig eða aðra.

Bogi Jónsson, 9.10.2007 kl. 15:06

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég gafst upp á þessu og færði bílinn 10 km í burtu þar sem hann fær vonandi að vera í friði.

annars er það svo að foreldrar eru stikkfrí gagnvart skemmdaverkum skítseiðanna sinna og því gerist ekkert í þessum málum.

Óskar Þorkelsson, 9.10.2007 kl. 22:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband