Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Merki um hnignun landsbyggðarinnar

Að krá leggi upp laupana .. og það í plássi eins og Ísafjörður er, er pottþétt merki um hnignun landsbyggðarinnar.  Krár eru samkomustaðir, skemmtistaðir vinnandi fólks og ef þær eru að hverfa þá þýðir það bara eitt.. vinnandi fólki er að fækka á staðnum.

Ég hef sagt það á síðu Sigurjóns Þórðarsonar fv alþingismanns að ég vil gefa krókaleifin frjáls.  Hafa króka veiðar á handfærum utan kvóta því það mun gefa ungu fólki tækifæri til þess að vinna við sjómennsku án þess að vera launafólk.. þetta mundi vera hvetjandi fyrir landsbyggðina og þá sérstaklega Vestfirði sem eru mér hugleiknir enda ættaður þaðan og bjó þar um tíma.  Ríkið er að skapa kynslóð af doða, fólk sem getur ekki og má ekki bjarga sér í nafni kvótakerfis sem sniðið er að hagsmunum örfárra aðila innan LÍÚ..

Gefið krókaleifin frjáls og landsbyggðin blómstrar sem aldrei fyrr..  


mbl.is Elstu krá Ísafjarðar lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framferði ísraela

Framferði ísraela á hernumdu svæðunum er þeim og alþjóðasamfélaginu til skammar.  Þeirra framferði er íslensku þjóðinni til skammar því við erum með stjórnamálasamband við þessa villimenn.  Það eru ekki mörg ár síðan ísraelar skutu á og drápu áhöfn sjúkrabíla og sögðu svo bláeygum fréttamönnum vesturlanda að um stórhættulega hryðjuverkamenn hafi verið að ræða með sprengjuvörpur.. Þetta stóðst ekki nánari rannsókn óháðra hugrakkra blaðamanna sem fundu það út að sprengjuvörpurnar stórhættulegu voru samanvöðlaðar sjúkrabörur.  Gunnar má þakka sínum sæla að hann var ekki drepinn af þessum rasistum og terroristahermönnum ísraela.
mbl.is „Ég ætti helst að skjóta ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ekki má

Hallgrímur Helgason skrifar í fréttablaðinu í dag:

Það má ekki tala um ESB
og ekki harma gengisfallið fé
og ekki skipta um stjórann
sem situr uppí banka
á myntinni sem gerir alla blanka.

Það má ekki minnast neitt á Baug
og ekki vekja eftirlaunadraug.
Og ekki tala um strákinn
með bláu axlaböndin
né ráðherrann sem kyssir enn á vöndinn.

Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.

Það má ekki tala um Óla f***
og sundurleitan borgarstjórnarflokk
og ekki spyrja Gísla
hvort hann ætli í spyrnu
um borgarstjórastól við Hönnu Birnu.

Það má ekki blogga seint um nótt,
í stjórnarhúsi allt skal vera hljótt.
Að bíða útá tröppum
með mæk er algjört nó-nó
því spyrja Geir um fjármálin er dónó.

Þetta sjálfstæðisfólk er svo skrýtið.
Það er alltaf að skamma mann.
Þó maður geri ekki neitt,
Það er alltaf að skamma mann.

(lag: Það má ekki pissa bakvið hurð… e. Sveinbjörn I. Baldvinsson)


Systurflokkur FF að ná hreinum meirihluta.

Systurflokkur Frjálslyndra á íslandi er á góðri leið með að ná hreinum meirihluta á norska Stórþinginu ásamt Högre. Ástæðan fyrir þessari gífurlegu fylgisaukningu er skattastefna norsku ríkisstjórnarinnar sem ætlar að hækka gjöld á bensín og diesel um 5 aura norskar á líter frá og með 1 júlí.

Hér gætu Frjálslyndir lært sitthvað af systurflokknum sem hefur náð miklu fylgi í noregi á áherslum á skólamál, eldriborgara og ummönnun almennt í landinu. FRP er einnig hörð í sinni afstöðu gagnvart þeim sem koma til noregs sem Asylsökende.. sem ekki endilega þurfa að vera flóttamenn heldur fólk sem hefur komið ólöglega til evrópu og hafnað í noregi fyrir einhverja hluta sakir.. FRP hefur aftur á móti ekkert barist gegn komu alvöru flóttamanna eins og FF eru sekir um að gera.. FF á mikið eftir ólært í innflytjendamálum.

En mótmæli gegn háu eldsneytisverði er að verða að faraldri um evrópu og ameríku þessa dagana og er Sturla síður en svo einn á báti með þessi mótmæli þótt íslendingar þrjóskist við og keppist hver um annan þveran um að gera grín af Sturlu og hinum trukkurunum.. enda hafa íslendingar verið seinþreittir til mótmæla og voru afskaplega þægileg þjóð til arðráns eins og danir komust að á nokkur hundruð ára stjórn hér á landi.. hálfgerð væmiltítuþjóð sem ber sér á brjóst á tyllidögum og dregur upp falska þjóðarmynd og þegnarnir hlýða.. Þöglir og mótþróalaust hverju sem kemur frá yfirvöldum og gera grín af þeim sem þó mótmæla..

http://www.vg.no/nyheter/innenriks/norsk-politikk/artikkel.php?artid=195848





Auðvitað vill fólkið hafa flugvöllin þar sem hann er..

.. þeir sem kjósa að hafa hann áfram í Vatnsmýri eru nefnilega skíthrædd um að hann komi í nágrenni við það sjálft og þá þurfi þetta fólk að þola umferðargnýjinn frá vellinum líkt og íbúar vesturbæjar, miðbæjar og kársness í kópavogi..

Það er fáranlegt að koma með svona spurningu nema að það sé til alternatívt svar.. viltu þetta eða hitt.. löngusker eða vatnsmýri ? hólmsheiði eða Vatnsmýri ? Geldinganes eða Vatnsmýri, Keflavík eða Vatnsmýri ? 

 Burtu með þennan óskapnað úr vesturbæ og finnið honum gott viðvarandi framtíðarland.. löngusker eða geldinganes eru mínir kostir.. 

Löngusker því þá er hægt að gera veg frá vesturbæ til hafnarfjarðar ;)  kominn hringleið um borgina.. frábært 


mbl.is Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Norsk verðkönnun

Jæja ég gerði að gamni mínu verðkönnun í noregi sem er, eins og flestir vita sem eitthvað hugsa um neytendamál og verðlagningu á mat, dýrasta land evrópu í matvælum .. á eftir íslandi sem er fáranlega langdýrast.

 

 Svínakótilettur á 29.90 kr, venjulegt verð er 39.90 kr norskar..  Hér kosta svinakótilettur 1400 kall give or take 150 kr 

Nauta entrecode 179 kr norskar.. hér kostar þetta góðgæti 4000 kr kg give or take 300 kall eftir verslunum... 

Piparsteik 170 kr norskar, hér kostar piparsteik 3300 -4000 kr kg..  

Svínasnitsel 109 kr,  ísland 1400-1900 kr. 

Laxaflök á 69.90 kg, hér kostar kg af laxi 1200-1400 kr kg af flökum. 

10 eins og hálfslíters gos.. 89 kr norskar.. hér kostar 2 lítra flaskan 190-280 kr og 4 pak 600 kall í bónus..  

Þessi könnun var gerð í dýrustu verslunarkeðju í noregi.. ICA  

 http://www.e-magin.se/v5/viewer/files/viewer.aspx?gIssue=21&gTitle=Oslo&gYear=2008&gUserID=0&gPaperID=12225&gAvailWidth=1014&gAvailHeight=733&gInitPage=1   


Þekkt aðferð kananna

Kanarnir hafa leikið þennan leik margoft í gegnum tíðina.. leikurinn gengur út á það að ögra svo viðkomandi ríki sýni viðbrögð og ef viðbrögðin eru nægjanlega harkaleg að mati Bandaríkjamanna þá mæta þeir á svæðið með flugmóðurskip og allt galleríið og ásaka viðkomandi ríki um yfirgang á alþjóðlegu hafsvæði... bla bla bla og allt það frá hvíta húsinu.

Ég óttast mjög síðustu mánuði GW Bush í hvíta húsinu..   verður Venesúela næsta Nigaragua eða El Salvador CIA ?


mbl.is Bandaríkjamenn sakaðir um að rjúfa lofthelgi Venesúela
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gratulerer med dagen Norge

Hipp hipp Hurra

Hipp hipp Hurra

Hipp hipp Hurra

103 aar nu med selvstendighet. 

Gratulerer.


kynferðisafbrot geistlegra manna

Það hefur ekki farið leynt að fyrir Westan er kathólska kirkjan á miklu undanhaldi eftir hundruða tilfella þar sem prestar kirkjunnar hafa verið að beita drengi og stúlkur kynferðislegu ofbeldi.

Hér á landi eru einnig svona vandamál og það nýjasta sem ekki hefur ratað á fréttastofu Moggans er mál séra Gunnars Björnssonar sóknarprests á Selfossi. Ég skil ekki afhverju ekkert hefur verið fjallað um þetta alvarlega mál hér á mogganum en vísir.is er auðvitað með þessa frétt á sinni forsíðu eins og vera ber. Það eru eflaust ekki margir sem þekkja til séra Gunnars.. og þó, hann hefur verið starfandi áratugum saman innan þjóðkirkjunnar og Fríkirkjunnar.. hann meira að segja fermdi mig vestur á bolungarvík fyrir 30 árum eða svo.. Þá kom einnig upp vesen með hann og ungar stúlkur.. kjaftasögurnar gengu um bæinn um káf og kossa á stelpum niður í 12-13 ára aldurinn, vinkona mín hætti í píanótímum hjá honum og svo framvegis…

Kom þetta kirkjunni eitthvað á óvart ? Afhverju fjallar mogginn ekki um þetta mál.

 

http://www.visir.is/article/20080504/FRETTIR01/253358032 


Umhverfisvernd á villigötum ?

Umhverfisvernd á villigötum ?

  

Ég hef mikið velt fyrir mér allri þessari umhverfisvernd og notkun á lífrænu eldsneyti.

Hugmyndin er góð, ég meina alger snilld að rækta bara diesel úti í garði !  Þótt grunnhugmyndin sé góð þá er praxisinn það ekki því að til þess að fullnægja þörfinni á þessum markaði þarf að taka þó nokkuð drjúga prósentu af ræktunarsvæði sem er annars notað til þess að framleiða matvæli og fara að framleiða lífrænt eldsneyti.

 

 Í kapitalískum heimi er þetta ekkert mál.. markaðurinn ræður ! eða hvað ?  Jú það má segja að markaðurinn ráði för og gróðasjónarmið ráði því í hvað akrar eru notaðir, bændur vilja jú fá sem hæst verð fyrir sínar afurðir um allan heim og eldsneytisrisarnir eru ríkir og yfirbjóða hvern sem er til þess að fá aðgengi að lífrænueldsneyti.. skítt með það þótt litaða fólkið svelti í þriðja heiminum.. við þekkjum þau hvort sem er ekki og þau hafa engan talsmann.  Svo akrarnir eru teknir fyrir framleiðslu á eldsneyti og fólk er farið að svelta í þriðja heiminum aftur, líkt og var hér upp úr 1975-1990.

 Ég rakst á athyglisverða grein í norsku netblaði og sú grein benti á aðra grein eftir íslenskan prófessor í noregi sem skrifar athyglisverða grein um regnskógana og hvernig þeir hverfa undir lífrænt eldsneyti og nautakjötsframleiðslu.. Ég linka greinarnar neðst í blogginu.  Í fyrri greininni er talað um að ef 5 % af norska bílflotanum yrði drifinn áfram af lífrænu eldsneyti þá muni það þýða matvæli fyrir 2.7 milljónir manna mundu hverfa af matvælamarkaðinum og inn á eldsneytismarkaðinn.  Þetta er umhugsunarefni.. erum við orðin svona firrt í okkar baráttu fyrir betra loftslagi að við erum tilbúin til þess að svelta stóran hluta mannkyns bara út af umhverfissjónarmiðum vesturlanda ? 

 Í þætti á RUV í gær um olíuna, mjög svo hugsanavekjandi þáttur, kom fram að 800.000.000 manns muni svelta ef menn skipta yfir í lífrænt eldsneyti.. og um leið styrjöld yfirvofandi. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun því ég tel að heimurinn sé á krossgötum, kína og indland eru að þjóta fram úr vesturlöndum og neyslan eykst eftir því og vöruverð hækkar því eftirspurnin eykst um allan heim.  Ég hef skrifað um það áður að bara aukningin ein í kína á kjöti til manneldis krefst 1 milljarðs af kornmeti á næsti 5 árum til viðbótar við þau matvæli sem fara nú þegar í eldsneytisframleiðslu. Þetta þýðir í raun að alloir þurfi að borga meira fyrir sín matvæli en gert er í dag og er umhverfissjónarmið stór þáttur í þessum spíral. 

Erum við á villigötum ? Þurfum við ekki að hugsa upp á nýtt okkar  um umhverfisverndarsjónarmið og loftslagsbreytingar ?  Erum við að gera illt verra með umhverfishjalinu hér á vesturlöndum ?

http://e24.no/makro-og-politikk/article2386430.ece

og greinin eftir Rögnvald

http://e24.no/kommentar/spaltister/hannesson/article2313270.ece      

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband