Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Kominn tími til
20.4.2008 | 12:43
Það er löngu tímabært að fara út í þessar viðræður, Davíð Oddson sló þær með glans út áf borðinu upp úr 1990 þegar Jón Baldvin vildi fara í svona viðræður af fullum krafti. síðan þá hefur sjálftektarflokkurinn verið fúll á móti öllu sem kemur frá evrópu því sennilegast vissu þeir sem var að evrópuaðild mundi losa krumlurnar á þeim af efnahagsfatinu sem þeir hafa gætt sér á svo lengi.. en batnandi mönnum er best að lifa og nú vilja kjósendur sjálftektarflokksins líka hefja viðræður við ESB..
Inn í ESB og út með krónuna um leið.. helst í gær.
![]() |
67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Israelar pynta börn...
19.4.2008 | 18:24
![]() |
Átök á landamærum Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Hvar er Villi vitlausi núna ?
29.3.2008 | 20:54
Villi vitlausi seldi borgarstjóraembættið fyrir 600-800 milljónir sem fóru í að kaupa upp handónýt og forljót hús sem hefði átt að rífa upp úr seinna stríði að beiðni Óla Falska.. allt til þess að geta hrifsað til sín völdin. Óli falski situr sem borgarstjóri í umboði sjálfstektarsflokksins og síðan þessir tveir álfar hrifsuðu til sín völdin hefur allt farið á hliðina í miðbænum. Villi vitlausi með hjálm á höfði standandi fyrir framan brunarústirnar á lækjartorgi sl sumar lofandi til hægri .. já og vinstri en stendur ekki við nokkurn skapaðan hlut frekar en annað sem sjálftektarflokkurinn og Óli falski hafa lofað.
borgarstjórnin rúinn öllu trausti og miðbærinn deyr.
![]() |
Kraumandi óánægja kaupmanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Jafnvægi á heimsmarkaði, matarverð og hindranir
28.2.2008 | 08:09
Ég hef skrifað af og til um hækkun á matvælaverði um heim allan og þá sérstaklega hrávöruverði sem hefur í sumum tilfellum margfaldast á s.l 12 mánuðum. Í gær var ein af aðalfréttum dagsins í útvarpi að Kazakstan hafi bannað útflutning á hveiti þar sem matvöruverð innanlands hafi farið úr böndunum, en Kazakstan er eitt af mikilvægustu útflutningríkjum í heimi á hveiti. Hveitiverð náði heimsmeti í gær á mörkuðum og er markaðurinn mjög ótryggur á næstunni. Pakistan hefur einnig stöðvað eða dregið töluvert úr útflutningi á korn afurðum ad sömu sökum.
Ástæður þessara hækkana eru margskonar en tvær eru megin orsök. Sú fyrri er fjölgun í millistéttum kína og indlands með tilheyrandi vestrænum lifnaðarháttum þar sem kjöt er haft á borðum daglega. Þessi aukning hefur í för með sér að í kína einu þarf aukna kjötframleiðslu um 100.000.000 tonn á næstu 5 árum, hundrað milljón tonn á mannamáli. Til þess að mæta þessari auknu eftirspurn, bara í kína þarf um 1.000.000.000 tonn af kornmeti hverskonar. Einn milljarð tonna. Þetta korn er einungis unnt að taka af manneldismörkuðum með tilheyrandi hækkunum á heimsmarkaði. Ég hef ekki tölur fyrir indland en sennilega eru þær um helmingur af þessum tölum frá kína.
Hin ástæðan er aukin eftirspurn eftir eldsneyti af lífrænum toga. Í nafni umhverfisverndar þá svelta manneskjur í þriðjaheiminum.. en okkur kemur það eflaust ekkert við, enda sjáum við ekki afleiðingar frjálsrar verslunar á þriðja heiminn hér á íslandi nema þegar við viljum sjá þær. Stóru eldsneytisfyrirtækin borga hvaða verð sem er og yfirbjóða matvælafyrirtæki miskunnarlaust til þess að útvega sér hráefnið svo þau geti haldið í ímynd sína sem fyrirtæki sem vill verða umhverfisvænt.. og við hauslausu hænurnar hlaupum á eftir skottinu á þeim og kaupum bíla sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti eða notum umbúðir sem eyðast í náttúrunni á innan við 3 mánuðum (maissterkju-umbúðir).
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)