Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Solla er lygari !
14.11.2008 | 22:55
Ég er alveg búinn að fá upp í kok af undirlægjuhætti Ingibjargar Sólrúnar undanfarið.. hennar sanna eðli er komið í ljós.
samkvæmt heimildum í noregi frábáðu íslendingar sér loftrýmisgæslu breta vegna ástandsins á milli þjóðanna. Solla er hreinlega að ljúga að þjóðinni .. og sem ráðherra er það ekkert annað en landráð !!
http://www.vg.no/nyheter/utenriks/artikkel.php?artid=524179
Burt með spillingarliðið og Solla er þar á meðal.. burtu með þig ISG, sýndu smá sómatilfinningu og segðu af þér.
http://www.aftenposten.no/nyheter/uriks/article2771114.ece
út í annað en samt tengt málefni... svakalegaflott bréf fra íslandi á forsíðu financial times
http://www.ft.com/cms/s/0/66c87994-aec1-11dd-b621-000077b07658.html?nclick_check=1
![]() |
Hætt við loftrýmisgæslu Breta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mætum með hvítan fána á morgunn
14.11.2008 | 19:29
Ég vil taka undir orð Jóns Steinars Ragnarssonar og hvet fólk til að mæta með hvítan fána af einhverju tagi niður á austurvöll. endilega lesið pistil jóns hér :
http://prakkarinn.blog.is/blog/prakkarinn/entry/711095/#comments
hér er grein um mótmælin á morgunn í E24 efnahagsblaði verdens Gang
http://e24.no/utenriks/article2770069.ece
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ef þú ert að hugsa um að flýja til norðurlandanna.. lestu þetta.
8.11.2008 | 22:35
Ég hef séð að ASI eða eitthvað slíkt félag hefur verið að auglýsa kynningarfundi fyrir þá sem vilja flytjast af landi brott og er það svo sem ágætt.. en þau fara oftast bara í lagalegu hliðina og hvað þarf að varast þegar út er komið , regluverk og þess háttar.. en minna um praktísku hliðina.. sem er að koma sér fyrir í stundum ókunnu landi, vinalaus og atvinnulaus.. jafnvel húsnæðislaus.
Ég þekki vel til í Noregi og Svíþjóð en ég hef búið um árabil í báðum þessum löndum.
Það er algert grundvallaratriði ef fólk er að hugsa sér til hreyfings til þessara landa að hafa einhvern þarna úti sem er kontaktpersóna.. sú sem tekur við þér og hjálpar þér fyrstu skrefin. Beinir þér til réttu aðilana og jafnvel hýsir þig fyrstu vikurnar því það er mjög erfitt að byrja upp á nýtt í landi eins og Noregi td.
Ef þú ert ekki með iðnmenntun skaltu hugsa þig tvisvar um.. norðmenn eiga nóg af verkafólki, þeir vilja fólk með kunnáttu og reynslu.
Ef þú ert ekki kominn með vinnu áður en þú ferð til Noregs.. slepptu því þá að fara
Ef þú kannt ekki norsku eða til vara sænsku eða dönsku.. ekki fara.
Að verða strandaglópur í Noregi á íslenskum atvinnuleysisbótum hefur sett þig í verri stöðu en að vera bara á lyftara í bónus á lágmarkslaunum..
Sama gildir að mestu um Svíþjóð, þeir eru að vísu opnari fyrir því að taka við bótaþegum en norðmenn.. ( kaldhæðni) .
Án sænsku kunnáttu ertu fucked...
Svíar borga líka lág laun og er sænska krónan lítils virði utan Svíþjóðar.. þó ekki eins illa á sig komin og sú íslenska..
Ef þú ert hinsvegar með allt þitt á hreinu þá er Svíþjóð góður staður til að búa á.. en ekki ef þú vilt safna peningum.. Það geturðu gert í Noregi hinsvegar.
Svo, í meginatriðum.. vertu með kontakt úti, þekktu norðurlandatungumál.. vertu með menntun.. annars skaltu bara vera áfram á íslandi.
![]() |
Kjörumhverfi fyrir spillingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
en aðstoðarmaður gufunnar kannast við málið...
7.11.2008 | 13:34
Það er ekkert að marka Gufu Geir.. hann hefur ekki hugmynd um hvað gengur á í kringum hann.. og hann virðist ekki ráðfæra sig við aðstoðarmenn um merk málefni eins og pólskt lán..
Poland joins the IMF, Norway the Faroe Islands, which have pledged about $2.8 billion to help revive Iceland's economy. There is no formal accord on the entire $6 billion package, said Greta Ingthorsdottir, an adviser to Iceland's Prime Minister Geir Haarde.
hún segir reyndar að það sé ekki formlega búið að afgreiða þetta ... en það þýðir líka að umræður hafa átt sér stað.
http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=avKoJORlPS4g
![]() |
Kannast ekki við pólskt lán |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hverjum á að refsa fyrir ástandið ?
30.10.2008 | 18:10
Á að refsa útrásarvíkingunum.. Hannesi smára, Jóni Ásgeiri og co ?
Nei, ekki strax, því útrásarvíkingarnir spiluðu sitt fjárhættuspil í skjóli íslensku ríkisstjórnarinnar og seðlabankans.. gerðu í raun ekkert ólöglegt að því virðist.. það voru stjórnvöld, seðlabanki og stjórnmálamenn á alþingi sem lögðu grunnin og greiddu götu þessara útrásarvíkinga..
Hverjum á að refsa þá?
Þeim sem spila eftir reglunum? Pútin gerir það með því að fangelsa þá sem náðu milljónunum eftir fall kommunismans.. ætlum við að fara sömu leið ? Ég segi NEI !
Refsum þeim sem semja lögin, refsum þeim sem stýra seðlabankanum því það er hans að halda uppi eðlilegum viðskiptum milli landa með því öryggi sem hann á að gefa lögum samkvæmt.
Þeir sem eru sekir eru : Davíð Oddson og meðstjórnendur hans í seðlabankanum.
Fjármálaeftirlitið undir stjórn Jóns Sigurðssonar
Ríkisstjórnin undir stjórn Geirs gufu Haarde og lufsu Davíðs Oddsonar.
Refsum þeim áður en við refsum þeim sem fóru eftir reglugerðum sjálftektarinnar !!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Alþingismenn eiga ekki að vera neinstaðar nema á alþingi !!
26.10.2008 | 16:22
Það er stórtæk spilling í íslenska stjórnkerfinu.. sagan sýnir okkur það svo ekki sé um villst.
Eitt skref væri gott að taka til að koma í veg fyrir svona spillingu að hluta til.. það er að sett verði í lög að alþingismenn fái ekki feit embætti á vegum hins opinbera eftir þáttöku á alþingi ( Friðrik Sóf og Davíð Oddson eru gott dæmi um það)..
Alþingismenn eigi ekki setu í stjórnum neinna fyrirtækja á meðan þingmennsku stendur... (Illugi) .
Alþingismenn sitji ekki sem formenn verkalýðshreyfinga eða neinna hagsmunasamtaka (Ögmundur) .
Látum fagmenn um rekstur bankanna, lífeyrissjóðanna og fyrirtækja landins..
![]() |
Óheppilegt að þingmenn stýri sjóðunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Börsinn upp í Oslo
7.10.2008 | 07:29
jæja gott fólk.. það virðist vera líf út í hinum stóra heimi.. Oslo börs byrjaði vel í morgun og var með hækkun upp á 2.24 % 30 mín eftir opnun...
Nú bíður maður spenntur eftir opnun kauphallarinnar íslensku.
Fréttastofa RUV kallar úlfur úlfur
5.10.2008 | 23:37
Dagskrá var rofinn kl 23.30 vegna aukafréttatíma.. ég beið spenntur eftir bitastæðum fréttum en.. Geir kom og talaði um ekkert í 5 mínútur og fór svo í nætursnarl..
Innihaldið var þetta: Bankarnir ætla að minnka sín umsvif erlendis... umm þetta var augljóst að mundi gerast svo þetta er varla þess virði að rjúfa dagskrá vegna þessa .. sem sagt úlfur úlfur var kallað og ekkert nema lömb sáust
Davíð verður að víkja til að skapa ró í þjóðfélaginu
4.10.2008 | 21:05
Amma og afi af báðum foreldrum voru sjallar.. og það gangrýnislausir sjallar.. allt var ömurlegt nema að sjallarnir voru við stjórn.. svona var ég nú alinn upp.. greinilegt að uppeldið hefur klikkað nema að því leiti að föðurafi minn hann Óskar Þórðarson husasmíðameistari vestur á melum þreittist seint að útskýra fyrir mér mikilvægi heiðarleikans og fjálsrar hugsunar.. slíkir sjálfstæðismenn finnast ekki lengur. Það get ég fullyrt.. en þessi fyrirlestur sjálfstæða hugsun fékk mig til að efast um allt.. því það voru alltaf amk tvær hliðar á hverju máli..
Ég gerðist alþýðuflokksmaður af hugsjón..
En ég sá að DO var ekki heiðarlegur maður mjög snemma.. óbilgirnin, hefnigirnin, langdrægnin var of augljós nema fyrir fólk sem kýs sjálfstæðisflokkinn enda kann það fólk ekki að meta sjálfstæða hugsun..
DO verður að víkja svo ró færist yfir málin hér á landi, með hann í Svörtuloftum mun vera efast um allar gerðir Geirs Haarde.. með réttu kannski. Og ríkisstjórnin öll og þar með Samfylkingin verður dreginn niður í svað sjalla... og framsóknar..
Ég vill að Samfylkingin geri það að ásteitingarsteini að DO verði látinn víkja sem Seðlabankastjóri.. ég vil í framhaldinu BANNA það að fyrrverandi alþingismenn fái há embætti á vegum ríkisins. Ferill DO ætti að duga sem röksemd gegn slíkum ráðahag. Það er nóg af fyrirtækjum hérlendis til að taka við afdönkuðum stjórnmálamönnum.. merkilegt samt að þingmenn og ráðherrar frjálshyggjunar sækja svo fast í ríkisjötuna.. segja eitt en meina annað.. helvítis pakk allt saman.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Ég er búinn að gefa samfylkinguna upp á bátinn
3.10.2008 | 00:02
Síðustu atburðir hér innanlands hafa tekið af allan vafa í mínum huga. Samfylkingin stendur hjá og horfir á sjálftektarflokkinn rústa íslensku efnahagslífi með góðri hjálp Krabbameinsins í Svörtuloftum.
Stefnuræða Geirs Huglausa var um akkurat ekki neitt.. mannaulinn gat tuðað í hvað 20 mínútur ? án þess að segja nokkurn skapaðan hlut.. sem að vísu bendir til smá hæfileika en sá hæfileiki er því miður gagnslaus.. nema að maður sé forsætisráðherra í ríkisstjórn engra aðgerða og engra áætlana, nema ef vera skyldi ef Davíð Oddson segi henni að gera eitthvað, þá er gott að geta nýtt hæfileikan í gangslausu þvaðri um ekkert.
Geir Haarde er til skammar og hann er orðinn þjóðinni skeinuhættur í sínum afglapaskap.
Samfylkingin þegir og gerir ekki nokkurn skapaða hlut heldur, og það er ljóst að meðan ISG er fjarverandi þá vita limirnir ekkert hvernig þeir eiga að dansa .. Samfó er höfuðlaus her á meðan ISG er í burtu.. og þegar hún er við.. sem er ekki oft.. þá gerist ekkert meira en hjá Geir Haarde..
Þessi stjórn mun hverfa í minningunni sem stjórnin sem gerði ekki neitt ! Og.. hvað á ég svo að kjósa næst ?
VG ? Þar ráða ríkjum óánægjuraddir sem aldrei geta verið sammála einu né neinu..
FF ? Ekki séns, þetta lið er til meiri skammar en sjálftektarflokkurinn.. sækir atkvæði til rasista þegar kvótatuðið dugði ekki lengur.. lýðskrumarameistarar.
Framsókn ?? Nei Guðni er risaeðla og þessi flokkur er sekari en sjallarnir í sjálftektinni..
Ég kýs sennilega ekki neitt... djöfuls aular allt saman á þessu alþingi.
![]() |
Glitnisaðgerð ekki endapunktur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.10.2008 kl. 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)