Færsluflokkur: Bloggar

Rafael er samur við sig

Það er þessi aula hugsunarháttur sem mun koma í veg fyrir það að Rafa muni nokkurntíman vinna enska meistaratitilinn !  Hann hvílir heita menn reglulega og geta menn verið nokkuð vissir um það að ef þeir skora reglulega þá verði þeim skipt út fyrir einhvern kaldan.. við erum búin að tapa nógu mörgum stigum undanfarin ár á þessum fíflalega hugsunarhætti stjórans.

Rafael Benitez er að mörgu leiti frekar leiðinlegur stjóri, spilar leiðinlegan bolta og þótt hann nái árangri í útsláttarkeppnum er hann að klikka ílla í deildinni !

Menn eins og Torres eiga að spila hvern og einn einasta leik sem hann getur spilað og ekkert múður með það !


mbl.is Benítez: Ekki öruggt að Torres byrji gegn Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góðar fréttir fyrir Liverpool

John Arne Riise er orðin frískur af þeim skaða sem hann hlaut á dögunum og urðu þess valdandi að hann missti af tveimur mikilvægum leikjum.

Hér er fréttinní norsku blöðunum í kvöld :

http://www.vg.no/pub/vgart.hbs?artid=166732

Það er alveg dagljóst miðað við frammistöðu liðsins gegn Porto í Champions league að liðið saknaði Riise sárt.



Góð úrslit fyrir Liverpool og rosenborg.

Úrslitin í þessum tveimur leikjum voru góð. Rosenborg tók stig af chelskí á Stamford Bridge og Liverpool hélt jöfnu einum færri og þrátt fyrir að hafa spilað illa lengst af í leiknum.

Greinilegt að Liverpool saknaði Riise í bakverðinum og Agger í miðverðinum en þeir verða vonandi með í næstu leikjum. erfitt að vera án okkar bestu varnarmanna lengi.

Fín úrslit og er ég sáttur miðað við uppstillingu liðsins.

mbl.is Rosenborg náði jafntefli á Stamford Bridge
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hæfir ökumenn ?

maður sér stundum aftanákeyrslu í umferðinni í Rvk. einn bíll ekur aftan á annan og er oft um hugsunarleysi þess sem á undan ekur að ræða..snarstoppað á aðrein til að kíkja á umferðina.. Shit happens.

Stundum heyrir maður um 3 bíla í svona aðstæðum og þá fer maður að hugsa hvað var að hjá manni í bíl númer 3 ?  Var hann að stilla útvarpið.. misst sígarettuna rétt áður í klofið á sér.. eða hreinlega alger sauður..

Svo les maður um 7 bíla árekstur á Bústaðavegi.  Þá er erfitt að finna afsakanir fyrir bíl númer 3-7.

Bremsuljós, þegar þau kvikna á bílnum fyrir framan þá er oftast skynsamlegast að bremsa líka.. Best er að hafa augun á bílnum fyrir framan bílkinn sem er fyrir framan mann sjálfan.. en guys.. 
7 bílar í einu.. þetta segir allt sem segja þarf um aksturshæfni ökumanna þessa lands.. 

Ég mæli með því að allir umræddir ökumenn fari í ökuhæfnispróf og ef þeir standast það ekki, þá á að taka af þeim teinið !!



mbl.is Nokkrir bílar rákust saman á Bústaðavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slæmt að missa Riise

Það er slæmt fyrir Liverpool að missa einn af máttarstólpum liðsins í meiðsli fyrir svona mikilvægan evrópuleik !  En vonandi kemur maður í manns stað þótt ekki hafi ég trú á því að Aurelío sé kominn í nægjanlega góða þjálfun til að takast á við þetta verkefni.
mbl.is Riise og Sissoko ekki með Liverpool gegn Porto
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Irakar eru sko heppnir

Irakar eru rosalega heppnir að hafa 170.000 bandaríska hermenn til þess að passa upp á sig og koma í veg fyrir vopnuð átök í Irak. Bandarísku hermennirnir eru mjög skilvirkir í þessu verkefni og eru aðallega hafðir þar sem einhver hætta er á því að olíuleiðslur séu sprengdar.

Fíflið í hvíta húsinu er kominn á flótta eftir stríðsrekstur sem er farinn að slaga hátt í seinni heimstyrjöldina að lengd.. Hann hefur boðað brottflutning hermanna frá irak jafnvel fyrir jól (6000-7000 hermenn) en hann minntist ekkert á það að hann mun senda aðra hermenn tilbaka með sömu 
flugvélum og flytja hina í burtu. 

Tapað stríð fyrirfram... og Ingibjörg. Taktu ísland af þessum aulalega lista hinna staðföstu heimsku þjóða STRAX!

mbl.is Liðsmenn al Qaeda réðust á sjítaþorp í Írak
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

HINN SVARTI DAGUR DÓMARANNA

HINN SVARTI DAGUR DÓMARANNA

Það voru hæstaréttardómararnir; Gunnlaugur Claessen, Garðar Gíslason, Ingibjörg Benediktsdóttir, Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson sem sáu ástæðu til að milda dóm nauðgarans úr 4 ár sem var dómur héraðsdóms í 3 1/2 ár.


læt fylgja með blogg síðu frá noregi þar sem ung kona bloggar um nauðganir og ofbeldi.

http://www.vgb.no/21753/perma/245395/
 


Hver er tilgangurinn ?

Til hvers var þessi "góði" veiðimaður að drepa þessa seli ?  Er þetta ekki í sömu sveit og menn stærðu sig af því að hafa drepið 70 refi um daginn ?
Eru strandamenn alveg orðnir frávita af drápsgræðgi ?

mbl.is Skaut tvo stóra útseli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

FH til mikils sóma ?

Til hamingju með bikartitilinn FH !  Samningar skulu standa.. en afhverju í andskotanum eruð þið að lána menn til hægri og vinstri ? jú græðgi og ekkert annað.  Ef menn hafa ekki pláss í hópnum á að leyfa mönnum að fara frá liðinu með sæmd ! Þessi láns og leigusamningar eru út í hött og þessi niðurstaða FH til mikillar skammar.  FH, Fjölnir er í deildinni fyrir neðan ykkur bara svo það sé ljóst.

Ég geri ráð fyrir að það mæti 578 manns á þennan auma leik um dolluna.. hmm hvernig væri bara að borga Fjölni 1 millu og fá leikinn dæmdan 3-0 fyrir FH ?  Actavís mundi ekki muna um það eins og þeir okra á lýðnum í lyfjaverði.


mbl.is Atli Viðar og Heimir verða ekki með Fjölni í úrslitaleiknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferð dauðans kl 7.45

Ég var 30 mínútum of seint á ferðinni en vanalega í morgunn.. og lenti í umferð dauðans !  Vanalega er ekki mikil umferð vestan úr bæ fyrir kl 8 að morgnana en ég fór út kl7.45 og ók austur Miklubraut. Allt gekk snurðulaust þar til komið var að gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Stanslaus umferð ofan úr Grafarvogi/Mosó/Grafarholti og Árbæ og að sunnan úr Haf og kóp.  Þessir sauðir að sunnan óku hiklaust yfir á rauðu ljósi (beygja inn á miklubraut, leið vestur) með þeim afleiðingum að umferð að norðan og vestan stoppaði vegna bíla sem voru fastir á miðjum gatnamótunum.. svo kom grænt að austan og vestan og allt sat fast..

 

Þvílíkir snillingar og afhverju í andskotanum er ekki lögregla á þessum gatnamótum til þess að halda utanum umferðarþungan ?  Sekta menn til hægri og vinstri fyrir að “festast” inni á gatnamótunum..

 

Hvenær koma mislægu gatnamótin hjá fuglamorðingjanum ?

 

Æi ég held ég vakni fyrr í fyrramálið..


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband