Umferð dauðans kl 7.45

Ég var 30 mínútum of seint á ferðinni en vanalega í morgunn.. og lenti í umferð dauðans !  Vanalega er ekki mikil umferð vestan úr bæ fyrir kl 8 að morgnana en ég fór út kl7.45 og ók austur Miklubraut. Allt gekk snurðulaust þar til komið var að gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Stanslaus umferð ofan úr Grafarvogi/Mosó/Grafarholti og Árbæ og að sunnan úr Haf og kóp.  Þessir sauðir að sunnan óku hiklaust yfir á rauðu ljósi (beygja inn á miklubraut, leið vestur) með þeim afleiðingum að umferð að norðan og vestan stoppaði vegna bíla sem voru fastir á miðjum gatnamótunum.. svo kom grænt að austan og vestan og allt sat fast..

 

Þvílíkir snillingar og afhverju í andskotanum er ekki lögregla á þessum gatnamótum til þess að halda utanum umferðarþungan ?  Sekta menn til hægri og vinstri fyrir að “festast” inni á gatnamótunum..

 

Hvenær koma mislægu gatnamótin hjá fuglamorðingjanum ?

 

Æi ég held ég vakni fyrr í fyrramálið..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband