Færsluflokkur: Bloggar

Breytingar á blogginu eða bara bögg í dag ?

Ég hef tekið eftir því í dag að bloggvinirnir eru horfnir af stjórnsvæði bloggsins. Einungis nýjar færslur sjást. eru fleiri í þessum vandræðum eða hef ég einhvernveginn ruglað upp stillingum bloggsins ?

dularfull fyrirsögn

eldur í húsi í byggingu... var ekki blaðamaður að meina, eldur í húsbyggingu ?
mbl.is Eldur í húsi í byggingu í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta eru góðar fréttir

Ég styð Ólaf heilshugar í hans starfi sem forseti íslands. Megum við njóta starfskrafta hans eins lengi og þess er kostur.
mbl.is Býður sig fram til endurkjörs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur

til hamingju með þetta strákar og megi nýja árið færa ykkur mörg ný met.

Áfram KR.


mbl.is Drengjamet hjá KR-ingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leikurinn í dag

Steingelt jafntefli eða hvað ?  Nei ó nei, leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa lengst af.. en við sigri varð vart að búast þegar rauðhausinn er ekki einu sinni með í leiknum.. ekki einu sinni kom hann inn á sem varamaður þegar allt leit út fyrir 0-0 jafntefli um miðjan seinni hálfleik.. en þetta var leikurinn sem ég óttaðist um jólin..  Jafntefli er staðreynd og 2 töpuð stig í toppbaráttunni sem þýðir ekkert annað en að Liverpool er í raun úti í slagnum um meistaratitilinn í vor.

7 stig af 9 í húsi, tvö töpuð en 3 í vændum.


mbl.is Benítez: Gerðum allt nema skora
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

rússar að syngja um reykjavik

Nú er að sjá hvort ég hef lært að setja inn músikvídeo rétt..

 


Hvaða áramótaheit á ég að setja mér ?

Ég sá að Addi vinur minn strengdi þess heit að verða 100 ára eða detta niður dauður ella.. ég veit ekki hvort þetta sé gilt áramótaheit frekar  tel ég að þetta sé aldamótaheit. en þessi færsla hans Adda fékk mig til þess að spá í áramótaheit, nokkuð sem ég hef aldrei gert fyrr svo ég muni, ef ég hef strengt áramótaheit hef ég eflaust verið búinn að gleyma þeim á nýársdag.

Ég gæti strengt heit um að grynnka skuldirnar um eins og 2 milljónir á næsta ári !

Ég gæti strengt þess heit að létta mig um 20-30 kg enda veitir ekki af.

Ég gæti strengt þess heit að fjárfesta í fasteign í stað þess að leigja eins og fífl.

Ég meina hvað dettur ykkur í hug fyrir mína hönd, tek það fram að ég hef aldrei reykt svo það heit er úti, bjórdrykkju mun ég aldrei hætta.. eins og þið sjáið þá er þetta erfitt val fyrir strákinn.


Ég lít á þetta sem hótun

Svona ummæli frá manni sem hefur skotið 16 sinnum að marki andstæðingana á tímabilinu og ekki skorað eitt einasta mark enn er ekkert annað en brandari. PC er lélegur knattspyrnumaður og er það skömm fyrir lið eins og Liverpool sem er vant því að hafa sóknarmenn sem þurfa ekki meira en 3-4 skot að marki til að gera mark að meðaltali sbr Owen, Fowler, Rush, Dalglish.  Það er dagljóst að PC er í Liverpool launanna vegna því ekki er það vegsemdarinnar vegna sem hann er þar enda fær manngarmurinn ekkert að spila .. sem betur fer.

Farðu Pétur sem fyrst..


mbl.is Crouch: Ég er ekki á förum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég fékk líka..

svona gjöf frá mínum vinnuveitenda, Rioja Montecillo Crianza 2003.  Munurinn er sá að ég vinn fyrir viðkomandi en ég vissi ekki að ráðherrar ynnu fyrir Landsbankann. Þetta er athyglisvert.. hverjum er Landsbankinn að þakka góða þjónustu á árinu sem er að líða ?
mbl.is Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Léleg skotnýting

Ég fann lista yfir lélegustu skotmenn ensku deildarinnar í ár.  Efst á lista er norðmaðurinn Gamst Pedersen og síðan kemur john Arne Riise báðir með 26 tilraunir án þess að skora.. en það sem kemur ekkert á óvart er að Peter Crouch er langlélegastur af framherjum deildarinnar með 16 skot án skorunar.. PC er söluvara en því miður fæst ekki mikið fyrir þennan afspyrnulélega knattspyrnumann.   Riise hefur afsökun en hann er eins og sumir vita, bakvörður.

 

Topplista - skuddforsøk uten scoring:

Gamst Pedersen, Blackburn, 26
Riise, Liverpool, 26
Diop, Portsmouth, 20
O'Neil, Middlesbrough, 18
Smith, Newcastle, 17
Crouch, Liverpool, 16
Geremi, Newcastle, 15
Barnes, Derby County, 13
Boa Morte, West Ham, 13
Fagan, Derby County, 12


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband