Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Pattaya, syndabæli eða stærsti skemmtistaður í heimi ?

Pattaya  11- 20 april

 

Ég endaði för mína um Thailand á því að heimsækja syndabælið Pattaya.  Ég hafði heyrt margt um þennan bæ.. mellur út um allt og dóp og glæpir.. Jú jú stelpurnar voru svosem þarna og margar hverjar viljugar í hvað sem er .. dóp sá ég ekki og glæpi sá ég aldrei.. en ég sá margt annað.. 

Botanic garden sem er stórkostlegur.. tekur nokkra klst að skoða hann allan..

Tiger farm sem er reyndar smá spöl frá Pattaya. Dýragarður með tígrum, krókódílum og fílum.. ásamt einhverjum öðrum dýrum.  

Fílashów þar sem fílarnir gengu sjálfala meðal fólksins og sprautaði vatni á þá sem þeim lysti.. enda var Songkran þessa vikuna í Pattaya.. Songkran eru thailensku áramótin og datt árið 2553 á okkur með fullum vatnsþunga alla vikuna.. en bærin var einn stór vatnsbardagi frá sólaruppkomu til sólseturs.. ekki séns að þú slyppir þurr 100 metra vegalengd.. fötur, slöngur og vatnsbyssur í öllum stæðum og gerðum og misaflmiklar voru notaðar.. og tók ég svo sannarlega þátt í þessu í tvo daga í röð og skemmti mér konunglega.. enda ekkert mál að vera rennblautur í 32-40°c. En á milli  lenti maður í ísköldu baði..  Songkran er alveg tilefni til sérpistils...  ég var td fyrstu tvo daganna á Soi 7 en neðri linkurinn er video af soi 7 en sá efri er slideshow.

 

http://www.youtube.com/watch?v=LsPkTlHqhaE&feature=fvsr

 

http://www.youtube.com/watch?v=07oQL_2kTFg

 

 

Veitingastaðir á Pattaya eru flestir hverjir afbragðsgóðir.. ég prufaði þýskan, ítalskan, rússneskan, franskan ásamt nokkrum thailenskum.. en farið var út að borða amk 2 sinnum á dag á góðu veitingahúsi.. maturinn frábær og þjónustan til fyrirmyndar.. verðið.. frá 50-300 baht á mann.. Baht er 3 sinnum verðmeira en íslensk króna svo verðlagið var í góðu lagi.

Eyjaferðir, ég fór í eina slíka, tók sirka klst að sigla þangað og var það ágæt ferð að sleppa við vatnsausturinn og komast í tæran sjó og hreina strönd.. kostaði 150 baht..

Jomtien ströndin er miklu stærri en pattaya ströndin og virkaði hreinni á mig líka.. gallinn við strendur í thailandi eru sjóþotur og hraðbátar.. en þeir sigla oft á mikilli ferð á milli syndandi fólks.. og skemma talsvert stemninguna.. nema auðvitað að maður sé sjálfur að þjóta þetta ;)

 

Walking Street er kafli út af fyrir sig.  Ég var á hóteli þar sem heitir Jasmine Hotel http://www.jasminehotel-pattaya.com/ og er í eign norðmanna. Gott hótel, hreint og fínt, og hlandódýrt.. 650 bhat nóttin en án morgunmats.. en hverjum var ekki sama um það því maður vaknar ekki í pattaya fyrir hádegi..

Hér er myndband af Walking Street :

http://www.youtube.com/watch?v=KSpVbiXQxPw

 

Þetta myndband er ágætt en ég tók nokkur sjálfur sem ég kann ekki að setja inn á bloggið...  Ég fór á rokktónleika , jass og blues á hverjum degi.. en Pattaya hefur bara einn dag í viku.. laugardagur 7 daga vikunnar.. allir dagar eru eins á Pattaya. Iðandi mannlíf og skemmtanir út um allt og flest er hægt að gera á Pattaya sem hugurinn girnist.. og er bærinn alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér.. heldur var hann mun heimilislegri og jafnvel fjölskylduvænn ef út í það er farið..

 

Ég fer aftur á Pattaya síðar.. pottþétt.

 

 

 

 


kominn á klakann eftir 5 vikna ævintýraferð :/

ég kom heim í nótt og er enn að jafna mig af tímamismuninum.. ferðalagið var langt og strangt og var ég meira og minna í flugvél í 18 tíma í gær en sjálft ferðalagið tók um 27 tíma

Ég hef lítið sem ekkert getað bloggað frá thailandi í apríl en mun gera upp ferðina .. kannski í dag ef hugurinn leyfir.. 

Ég mun setja inn myndir .. ef bloggið leyfir, en það hefur lengi verið vandamál hjá mér ytra að koma myndum á bloggið..

... mér er skítkalt Pouty


Ubon Rachathani og landamærin við Laos

Ubon ratchathani

Við komum hér eftir tiltölulega stutt ferðalag frá Surin, eða um 2 og hálfs tíma akstur. Ubon er landamærafylki við Laos , feykifallegt hér og fylkið hefur upp á margt að bjóða sem mér datt ekki í hug áður en ég fór hingað.. fyrst og fremstkomum við hingað til að heimsækja ættingja eiginkonunnar.

Mekong áin er stórkostlega falleg á að líta og tók ég fjöldan allan af myndum.. sem því miður virðast verða glataðar því memory cardið er ónýtt.. segir myndavélin. tæplega 900 myndir horfnar úr ferðinni..

Sundferðir bátsferðir, sólarlagsmyndir af mekong og fjölskyldumyndir... fljótandi musteri og fleira og fleira.. allt glatað nema eitthvað tæknitröllið geti reddað kortinu..

Hér er ég búinn að skoða hellaristur þar sem ég gekk í 2 klst í tæplega 40 stiga hita til að ná þessum myndum... svo svekkelsið er svakalega mikið.

bátsferðin um Mekong var ógleymanleg.. og sundsprettirnir einnig þar sem við syntum rétt við landamærin til Laos þar sem Moon river mætir Mekong.. svo stutt til Laos að maður gat kallast á við fólkið þar.. en gersamlega harðbannað að koma við þar.. hefði tekið 5 mínútur að synda þangað

Frumskógarferðin í gær.. þar sem við fórum að skoða frumskóg á landamærunum... sáum svakalega sérstakar klettamyndanir sem eru eins og sveppir.. þar sem 120 milljón ára berg hvíldi ofan á 160-180 milljón ára bergi.. ekki ósvipað og í Arisona nema hér eru klettarnir svartir og hvítleitir í stað rauðir í Arisona.

En svona er lífið.. eintómt yin og yang..

fjölskyla konunnar er afskaplega vinaleg og vilja allt fyrir mann gera.. það var farið með mann þvers og kruss um héraðið til að sýna Farang ( hvítir menn eru farang í thailandi) allt það sem markvert er að skoða..

Klaustur og musteri.. skógar og klettamyndanir.. og allt endaði með BBQ á ströndinni thai style.. æðislegt. Fiskur grillaður heill.. smokkfiskur grillaður, papaya pok pok salat.. sundsprettur í uppistöðulóninu.. sólarlag til hægri.. þrumuveður til vinstri þar sem Laos er.. koniak í sóda og ís... opin eldur ... og þegar allt var búið var ekki hægt að sjá að nokkur hafi verið þarna því þeir tóku allt með sér.. huldu eldstæðið með sandi og ruslið í bílinn.. ég meina á pallinn því þetta er pallbílasamfélag dauðans.. enginn maður með mönnum nema að eiga pallbíl.. tveir lögreglumenn komu með í þetta strandpartý okkar og drukku báðir stíft.. og óku svo heim á eftir... allt ferlega afslappað og fínt.. ekkert stress finnst.. matur út um allt og lífið gekk út á mat..

tek dæmi um matinn..

um morguninn (07-09) éta thailendingar mat eins og um kvöldverð sé að ræða.. hrísgrjón, núðlur, ferskt grænmeti og kjöt eða fisk.. síðan er farið í bílinn... og þar maula þeir og maula alla leiðina.. drukkið vatn með öllu.. bara ég drakk kók eða bjór nema um kvöldverð var að ræða.. og ég át aldrei í bílnum. síðan var komið á ákvörðunarstað og þá fá þeir sér snarl.. ís eða eitthvað, hnetur voru vinsælar.. síðan skoðað það sem átti að skoða.. í kringum kl 12 voru þeir orðnir svangir og þá var farið á veitingastað og étið margréttað.. minnst 3-4 réttir en oftast voru þeir fleiri.. það fór klst í þetta matargat.. síðan út að keyra ( allir að maula eitthvað í aftursætinu).. komið á áfangastað og þar var tekin upp poki með einhverju matarkyns og allir fengu sér smotterí (nema ég).. skoðað í 1-2 klst .. og þá voru allir svangir aftur og leitað dauðaleit að almennilegum veitingastað.. 5-6 réttir í þetta sinn.. hið minnsta.. þessi máltíð tók amk 2 klst með helling af bjór og viskí í sóda.. enda helgi.. allir ferlega hamingjusamir með strákinn enda át ég allt sem þeir átu..

Maurar í fiskisúpu ásamt mauralifrum... þetta gerði súpuna sæta og ég át með bestu lyst og þetta var reyndar skratti gott.

Mauralirfu salat.. þetta er ekki djók !! ég borðai nokkrar skeiðar af þessu "lostæti" ena þótt bragðið hafi verið gott þá sagði heilinn eitthvað allt annað og ég lét mig hafa það að borða bara nokkrar skeiðar.. en þeim fannst mikið til koma að ég skuli hafa étið þetta stuff..

stórar flugur, svona sirka eins og hálfur litliputti, held að þetta hafi verið einhverskonar engispretta með mjög sveran búk því þessi fluga skapar svakalegan hávaða með afturfótunum.. það er reyndar mynd af þeim rétti á síðunni til hægri.. þetta var bara helv gott á bragðið en þegar fálmararnir fóru að festast í tönnunum eða kannski voru það lappirnar sagði ég stopp.. en gott var það.

Með öðrum orðum þá át ég allt sem þeir átu, með sama kryddstyrk og þér nota og uppskar talsverða virðingu þeirra fyrir bragðið því Farang segja oftast nær bara nei ef þeim líkar ekki maturinn eða hafa ekki séð hann áður... konan stolt af stráknum og ég orðin hetja í þeirra augum.. kannski var það líka vegna þess að ég gekk í 40°c hita 3 km leið yfir kletta og klungur án þess að kvarta eða gefast upp... þeir sneru flestir við en ég og tveir thailendingar gengum áfram til enda og var það mjög eftir minnilega ferð í alla staði, hellaristur sem eru amk 2000 ára gamlar.. svo var líka klappað fyrir okkur þegar við komum á leiðarenda.. en letingjarnir höfðu ekið á áfangastað til þess að fagna hetjunum.. mikið ofboðslega var mér heitt á þeirri göngu.. hjartað hamaðist og ég léttist örugglega um 5 kg af svita.. held reyndar að ég hafi misst um 15 kg það sem af er ferðarinnar, bjúgurinn farinn úr fótunum og vömbinn minnkað töluvert.. enda er ég ekki í letiferð á sólarströnd :) en síðasta vikan verður í syndabælinu Pattaya svo kannski koma þessi kíló aftur þar.... hver veit.

p.s ég hef séð um 30 thailendinga á Isuzu pallbíl... þetta er ekki djók.. 2 frammí, 5 afturí.. 12 á pallinn og 8 á toppinn :D og 6 thailendinga á scooter motorhjóli.. 4 í sætið einn stíð og svo sá sjöttu var hundur sem lá á milli lappana á þeim sem stóð...


surin og thong tarin hotel

Ég er tilbaka í Surin og hef verið hér í góðu yfirlæti sl 2 daga, verð hér í einn dag til viðbótar áður en ferðinni er heitið að Ubon Ratchatani og Mekong árinnar.. og hugsanlega skrepp yfir í Laos.

Hótelið sem við erum á er afbragðsgott gamaldags hótel á mjög svo sanngjörnu verði.. er að borga 740 baht fyrir nóttina hér sem er sirka 2800 kall með morgunmat.  Gamaldags innréttingar en frábær þjónusta og maturinn hér er til fyrirmyndar.  Gott herbergi með sófasetti, imba og góðu baðherbergi ásamt hinum ómissandi minibar.

http://www.thongtarinhotel.com/

var úti að borða með frúnni.. ís og svoleiðis á eftir.. 260 baht.. 800 kall eða svo ;)

á erfitt með að hlaða upp myndum hér á blogginu.. gengur mjög hægt.. mun bæta úr því þegar í betri tengingu er komið.. en um 900 myndir hafa verið teknar hér síðan ég kom út..

Munið svo elskurnar mínar að moka innkeyrsluna og passa að póstinum skriki ekki fótur við dyrnar hjá ykkur ...


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband