Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Afhverju var þeim sleppt ?

Ég skil þetta ekki við íslenskt réttarfar.. menn játa bara og þá er þeim sleppt strax.. afhverju sitja þeir ekki inni þar til þeir fá dóm vegna gjörða sinna ?
mbl.is Sendiferðabíllinn í leitirnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki lengur spurning um hvort, heldur hvenær !

Það er ekki lengur spurning um það hvort Benitez hætti með Liverpool heldur hvenær það gerist.  Liðið er svo dofið að það sér hvert mannsbarn að Rafael er ekki að sinna sínu starfi sem stjóri hjá Liverpool. fc.  Nú er mál að linni og mega eigendur félagsins grípa inn í strax og losa klúbbinn og liðsmennina við Rafael Benitez.

Adios amigo, hasta la vista baby.. umm já BLESS Benitez.


mbl.is Benítez: Tvískiptur leikur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Konuveldið ísland !

 

Ég er einn af þeim sem þarf að greiða meðlög vegna skilnaðar með 2 börnum. Það er svosem ók og allt það en það sem mér svíður er það að þegar ég greiði þessi meðlög þá eru þau dreginn af útborguðum launum svo ríkið fái nú örugglega meira en nóg í sinn hlut.. sem sagt, ég borga 37000 ásamt uppsöfnaðri skuld 20.000 auka í hverjum mánuði. Þetta er samtals 57000 kall á mánuði.. en málið er að til þess að fá 57.000 útborgað þá þarf að þéna yfir 90.000 sem er meira en vikulaun hjá mér.. svo borga ég 127.000 kall í skatt í tillegg.. ríkið fær semsagt meira en 50 % af mínum launum þótt hluti þess sé eyrnamerktur sem meðlög. Á norðurlöndum mundi þetta aldrei vera svona, þar greiðiru meðlög og svo er dreginn af skattur svo álagið er mun lægra en það er hér á landi..Það kæmi mér svosem ekki á óvart að þessi meðlög séu svo skattskyld hjá þeim sem tekur við þeim án þess að ég viti það nokkuð, það væri íslenska ríkinu alveg trúanlegt til að gera, tvískatta.

 

Annað hefur farið fyrir brjóstið á mér en það eru greiðslur vegna ferminga.  Hér tíðkast það að sá sem forræðið hefur, 99 % konur, ráð því algerlega hvernig framkvæmd ferminga fer fram. Ég lenti í því að ég fékk engu ráðið, var aldrei spurður en fékk feitan reikning fyrir kaffisamsæti út í bæ upp fyrir fermingu dóttur minnar. Ég var kallaður fyrir einhvern hjá sýslumannsembættinu sifjadeild minnir mig og var beðinn um að samþykkja reikningana.. sem ég gerði vitaskuld enda hafði konan mín fyrrverandi algert einræði í þessum efnum og það væri fíflalegt af mér að andmæla.. hver hlustar á andmæli fráskilins föðurs ? Svo kom að fermingu elsta sonar míns sem ég hef haft á mínu lögheimili alla hans ævi.. mín fyrrverandi hélt honum fermingarveislu að mér forspurðum.. sem ég fékk svo reikning fyrir, nú reis ég upp á afturlappirnar og benti á lögin sem eru skír í þesum málum. Sá sem hefur forræðið eða sá sem hefur lögheimili barnsins ræður því hvernig svona fer fram.. í þessu tilviki var það ég sem átti skv lögum að vera þessi aðili.. en nei. Mín fyrrverandi fór með reikninga til sifjadeildar. Og Skari kallaður aftur fyrir Ragnheiði einhverja sem er víst rosalega sanngjörn og hlustar á báða aðila.. hún dæmdi bara stutt og laggott... þú skalt borga góurinn ! og haltu svo kjafti karlfífl. Ég var sem sagt dæmdur til að borga fermingarveislu hjá minni fyrrverandi með barni sem hafði lögheimili hjá mér og hafði alla ævi haft lögheimili hjá mér og hefur enn !!

Ok gott og vel ég er bara einstæður faðir og borga 200 kall á mánuði í ríkisviðbjóðinn.. halda haus og allt það, stinga hausnum í vindinn og bíta á jaxlinn.. jú jú maðru reynir.. en svo var yngsti drengurinn minn fermdur s.l. vor.. Af fenginni reynslu af íslenska kerfinu og minni fyrrverandi eiginkonu þá skrifaði ég þessari elsku bréf og sagðist mundi halda elsku drengnum mínum mína veislu og gera fyrir hann það sem hann hefur alltaf óskað sér þennan dag en á móti kæmi að mér kæmi hennar fermingarveisla ekkert við. Ekkert svar kom frá minni fyrrverandi eiginkonu svo þetta var bara samþykkt ekki satt ?  Ég hélt drengnum veislu með okkar nánustu.. og hún hélt síðan veislu með nýju fjöskyldunni og allir eru ánægðir. Ég gaf drengnum utanlandsferð til Anfield og sátum við í The Kop sem er stórt fyrir aðdáendur Liverpool sem drengurinn vissulega er.. minn pakki kostaði vel á þriðja hundrað þúsund eða 270 kall. Peningum vel varið og drengurinn var himinlifandi og sagði að þetta væri besta gjöf sem hann hafði fengið á ævinni..

Í dag, 09.01.08 kom bréf inn um lúguna frá Tryggingamiðstöðinni.. mér er gert skylt að greiða 60.000 vegna fermingar hans... Sem sagt, Konur ráða ferðinni 110 %. Karlar eiga nákvæmlega engan rétt á tilveru í þessu guðs-volaða landi.. sanngirni er enginn.. Ég hef aldrei fegnið kröfu í hendurnar vegna þessarar fermingar.. aldrei fengið símtal vegna þess að nú ætti að borga í fermingarveislu.. ekki eitt orð, ekki einn bókstafur en krafan er kominn í gegn frá TS sem er óskiljanlegt í ljósi þess að ég hef aldrei verið boðaður á fund til þess að samþykkja neina reikninga varðandi þessa fermingu !

X fær greiðslur vegna allra barnanna, ég engar, X hefur forræði yfir 2 ég 1.. til að kóróna þetta þá vil ég benda á að ég var látinn greiða með drengnum mínum, þessum elsta, í 8 mánuði eftir skilnað þótt hann byggi hjá mér.. afhverju ? jú vegna þess að einhver kona í TS fannst það svo sanngjarnt !

 

Þó fyrr hefði verið..

Þessar sögusagnir eru bara sögusagnir.. en það sem á undan er gengið milli Rafa og eigenda félagsins ásamt slælegum árangri í deildinni gefur þessum sögusögnum byr undir báða vængi.

Rafael er hreinlega ekki að skila því sem hann á að skila.. Liverpool í alvöru baráttu um enska meistaratitilinn !  Róteringar og stundum furðulegar liðsuppstillingar urðu honum að falli, þetta ásamt brottrekstri Paco aðstoðarþjálfarans í haust hafa bara styrkt mig í þeirri trú að Rafael er búinn að vera í Liverpool.

Ég aftur á móti vill að hann fari strax !  Ástæða þess er sú að deildin er töpuð, CL næstum örugglega líka þar sem Liverpool hefur lítið í internazionale milano að gera eins og italirnir eru að spila í dag. Svo látum karlinn róa.. látum liðið halda sjó fram á vorið og helst fá nýja manninn inn strax í jánúar. sá maður er vonandi Jurgen Klinsmann, en sögusagnir þess efnis hafa skotið upp kollinum af og til en hann er víst málkunnugur ameríkönunum sem eiga víst þennan klúbb.

Ég er sannfærður um að Jurgen fengi það út úr mannskapnum sem Rafa getur ekki, fá upp liðsandann í liðinu og fá menn til þess að hafa gaman af þessu og vinna leiki reglulega !


mbl.is Benítez rekinn í sumar?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað maður er stundum dofinn....

Ég bý í þessari umræddu blokk við neshagann.. og ég var í tölvustússi um nóttina en heyrði undarlegt suð eða nið hljóð og hugsaði.. jæja nú er tölvan að gefa upp öndina eftir hátt í 5 ára þjónustu.. ég sá einnig útundan mér blikkið í bláum ljósum slökkviliðsbílanna en þar sem var talsvert skotið upp hér í vesturbænum í gær, þá hugsaði ég ekkert frekar út í þetta og tók þessu bara sem glampa frá flugeldum.. þetta gekk í alveg 20-30 mínútur en þá stóð ég upp til þess að fá mér kaffi og þá blasti við mér 5 slökkvibílar og hellingur af sjúkrabílum í innkeyrslunni..Það hafði semsagt verið slökkvistarf á fullu í um hálftíma áður en Skari rankaði við sér... suðið og niðurinn sem ég heyrði var semsagt dæluhljóð slökkviliðsbílanna. Maður getur verið illilega dofinn stundum.
mbl.is Annríki hjá slökkviliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er sorglegt en satt

Það er sorglegt að fólk er farið að deyja á íslandi í eintómri einsemd en þetta eru fréttir sem við þurfum að venja okkur við í framtíðinni.. það sést vel ef skoðað er í hillur matvöruverslana hvernig vöruúrvalið er hægt en örugglega að breytast yfir í það að sinna einstaklingum en ekki fjölskyldum. tilbúnir réttir ætlaðir fyrir einstakling eru út um allt. Þetta var eitthvað sem ekki sást hér á árum áður í verslunum þar sem allt miðaðist við fjölskyldu stærð upp á 4.2 einstaklinga.  Það væri gaman að sjá hver raunveruleg fjölskyldustærð er á íslandi í dag miðað við 1982 eða fyrir 25 árum síðan.. ég efast um að hún nái 3 einstaklingum í dag.  Þá er ég að miða við íbúa per íbúð í landinu..
mbl.is Einstæðingum að fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þvílík hreinsun

húrra fyrir borgarstjórn, burtu með þessu kofaskrifli.. forljót og með akkurat ekki neitt sögugildi. Margbúið að byggja við þessi hreysi svo það upprunalega er löngu horfið.. svona eins og hrífan hans afa sem var orðinn 50 ára, en það var búið að skipta um skaft á 5 sinnum og hausinn 3 sinnum. 

Vonandi verður byggt flott hús í staðinn , mér hugnast vel bygging í stíl við Iðu húsið í lækjargötu.


mbl.is Laugavegshúsunum bjargað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Atvinnuleit

jæja Rafel Benitez, núna ertu formlega kominn á lista yfir menn sem þurfa að leita sér að vinnu bráðlega. hörmulegur árangur í deildinni hjá þér endurspeglaðist í leik okkar manna í kvöld gegn einu lélegasta liði englands.. klúður og fálm einkenndi leikinn og Steve Bruce heldur sínu striki með því að hafa aldrei tapað fyrir Rafael Benitez í leik.

Segðu af þér Rafael þetta er orðið gott.


mbl.is Man City lagði Newcastle, 2:0 - Liverpool gerði 1:1 jafntefli við Wigan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytingar á blogginu eða bara bögg í dag ?

Ég hef tekið eftir því í dag að bloggvinirnir eru horfnir af stjórnsvæði bloggsins. Einungis nýjar færslur sjást. eru fleiri í þessum vandræðum eða hef ég einhvernveginn ruglað upp stillingum bloggsins ?

dularfull fyrirsögn

eldur í húsi í byggingu... var ekki blaðamaður að meina, eldur í húsbyggingu ?
mbl.is Eldur í húsi í byggingu í Hafnarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband