Þetta er sorglegt en satt

Það er sorglegt að fólk er farið að deyja á íslandi í eintómri einsemd en þetta eru fréttir sem við þurfum að venja okkur við í framtíðinni.. það sést vel ef skoðað er í hillur matvöruverslana hvernig vöruúrvalið er hægt en örugglega að breytast yfir í það að sinna einstaklingum en ekki fjölskyldum. tilbúnir réttir ætlaðir fyrir einstakling eru út um allt. Þetta var eitthvað sem ekki sást hér á árum áður í verslunum þar sem allt miðaðist við fjölskyldu stærð upp á 4.2 einstaklinga.  Það væri gaman að sjá hver raunveruleg fjölskyldustærð er á íslandi í dag miðað við 1982 eða fyrir 25 árum síðan.. ég efast um að hún nái 3 einstaklingum í dag.  Þá er ég að miða við íbúa per íbúð í landinu..
mbl.is Einstæðingum að fjölga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Þetta er sama þróun og erlendis.
Ég heyrði sögu frá Svíþjóð um ung hjón sem voru svo pirruð yfir nágrannakonunni. Hún sat alltaf á svölunum sínum og glápti yfir til þeirra. Að lokum ætluðu þau að kvarta en þá kom í ljós að konan var látin. Hún hafði setið svona lengi úti vegna þess að hún var dáin og gaddfreðin í stólnum.

Heidi Strand, 5.1.2008 kl. 23:00

2 identicon

Hagstofan er einmitt nýbúin að gefa út tölur um fjölskyldurstærðir á Íslandi. Í fyrsta skiptið er kjarnafjölskyldan komin niður fyrir 3 einstaklinga (minnir mig) ég var þó að reyna að fletta þessu upp hjá hagstofunni en finn ekki góðar upplýsingar um þetta....en mig minnir einhvern veginn að kjarnafjölskyldan sé komin niður í tvo komma eitthvað....

Insjallah...Carl Berg

Carl berg (IP-tala skráð) 5.1.2008 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband