Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007
Leikurinn í dag
30.12.2007 | 22:09
Steingelt jafntefli eða hvað ? Nei ó nei, leikurinn var stórskemmtilegur á að horfa lengst af.. en við sigri varð vart að búast þegar rauðhausinn er ekki einu sinni með í leiknum.. ekki einu sinni kom hann inn á sem varamaður þegar allt leit út fyrir 0-0 jafntefli um miðjan seinni hálfleik.. en þetta var leikurinn sem ég óttaðist um jólin.. Jafntefli er staðreynd og 2 töpuð stig í toppbaráttunni sem þýðir ekkert annað en að Liverpool er í raun úti í slagnum um meistaratitilinn í vor.
7 stig af 9 í húsi, tvö töpuð en 3 í vændum.
Benítez: Gerðum allt nema skora | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
rússar að syngja um reykjavik
30.12.2007 | 13:08
Nú er að sjá hvort ég hef lært að setja inn músikvídeo rétt..
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvaða áramótaheit á ég að setja mér ?
30.12.2007 | 12:57
Ég sá að Addi vinur minn strengdi þess heit að verða 100 ára eða detta niður dauður ella.. ég veit ekki hvort þetta sé gilt áramótaheit frekar tel ég að þetta sé aldamótaheit. en þessi færsla hans Adda fékk mig til þess að spá í áramótaheit, nokkuð sem ég hef aldrei gert fyrr svo ég muni, ef ég hef strengt áramótaheit hef ég eflaust verið búinn að gleyma þeim á nýársdag.
Ég gæti strengt heit um að grynnka skuldirnar um eins og 2 milljónir á næsta ári !
Ég gæti strengt þess heit að létta mig um 20-30 kg enda veitir ekki af.
Ég gæti strengt þess heit að fjárfesta í fasteign í stað þess að leigja eins og fífl.
Ég meina hvað dettur ykkur í hug fyrir mína hönd, tek það fram að ég hef aldrei reykt svo það heit er úti, bjórdrykkju mun ég aldrei hætta.. eins og þið sjáið þá er þetta erfitt val fyrir strákinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég lít á þetta sem hótun
29.12.2007 | 15:12
Svona ummæli frá manni sem hefur skotið 16 sinnum að marki andstæðingana á tímabilinu og ekki skorað eitt einasta mark enn er ekkert annað en brandari. PC er lélegur knattspyrnumaður og er það skömm fyrir lið eins og Liverpool sem er vant því að hafa sóknarmenn sem þurfa ekki meira en 3-4 skot að marki til að gera mark að meðaltali sbr Owen, Fowler, Rush, Dalglish. Það er dagljóst að PC er í Liverpool launanna vegna því ekki er það vegsemdarinnar vegna sem hann er þar enda fær manngarmurinn ekkert að spila .. sem betur fer.
Farðu Pétur sem fyrst..
Crouch: Ég er ekki á förum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fékk líka..
29.12.2007 | 15:05
Ráðherrar fengu vín frá Landsbankanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Léleg skotnýting
29.12.2007 | 00:11
Ég fann lista yfir lélegustu skotmenn ensku deildarinnar í ár. Efst á lista er norðmaðurinn Gamst Pedersen og síðan kemur john Arne Riise báðir með 26 tilraunir án þess að skora.. en það sem kemur ekkert á óvart er að Peter Crouch er langlélegastur af framherjum deildarinnar með 16 skot án skorunar.. PC er söluvara en því miður fæst ekki mikið fyrir þennan afspyrnulélega knattspyrnumann. Riise hefur afsökun en hann er eins og sumir vita, bakvörður.
Topplista - skuddforsøk uten scoring:
Gamst Pedersen, Blackburn, 26
Riise, Liverpool, 26
Diop, Portsmouth, 20
O'Neil, Middlesbrough, 18
Smith, Newcastle, 17
Crouch, Liverpool, 16
Geremi, Newcastle, 15
Barnes, Derby County, 13
Boa Morte, West Ham, 13
Fagan, Derby County, 12
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Jóladagur að baki
25.12.2007 | 21:10
Jæja þetta var góður dagur.. renndi austur til mömmu í borg í Grímsnesi og hitti þar bræðurnar. Tekið var á móti okkur með ekta heitu súkkulaði og rjóma ásamt marengsköku a la mamma. Þessu var ekki fyrr komið fyrir í magasekknum en hangikjötið og bláberjakryddaði lambahryggurinn var tilbúið. Við keyrðum á skaflinn og átum á okkur gat af úrvals hangiketi og lambahrygg... og svo kom eftirrétturinn.. heimalagaður ís, vanillu með súkkulaði, og púðursykur í stað strásykurs.. át minnst einn líter.. æðislegt.
Svo var ekið heim í fljúgandi hálku og skafrenning, reyndar var hálfgerð blindhríð um tíma á Hellisheiði en allt gekk vel. kominn heim með magann stútfullan af góðgætinu hennar mömmu.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Juleribbe, maturinn minn í dag !!
24.12.2007 | 14:29
Ég nota ekki síðu eins og norðmenn gera heldur svínahrygg með puru.
Juleribbe
2 kg mellomribbe med svor
1 ss havsalt
2 ts nykvernet sort pepper
1 ts malt ingefær
2 ss hakkede salvieblader
En håndfull nellikspiker
1 kg poteter, skåret i båter
½ kg løk, skåret i båter
1 appelsin
Be slakteren sage over ribbena med ca. 4 cm mellomrom. Be ham også skjære et rutemønster i svoren og ned i fettet med en skarp kniv, ca. 2-3 cm store ruter.
Legg ribben med svoren opp på en fjel, og gni den inn med salt, pepper og ingefær. Legg den i en ovnspanne og kryst saften av en appelsin over kjøttet. La den ligge tildekket i kjøleskap natten over.
Still inn stekovnen på 200°C/ 400°F.
Plasser ribben i ovnspannen med svoren ned. Klem salvieblader ned mellom de avsagde ribbena. Snu ribben med svorsiden opp, og stikk nellikspiker inn i de skårne kryssene.
Dekk ribben med tinnfolie og stek den på midterste ovnshylle i 45 minutter. Ta den deretter ut av ovnen og ta av folien. Sett temperaturen ned til 180°C/ 350°F.
Ta ribben ut av ovnspannen og legg potet- og løkbåtene utover pannen. Legg kjøttet tilbake oppå og stek det hele i ca. 1 time.
Øk temperaturen til 200-210°C /400°-425°F og stek i ca. 20 minutter til for å få sprø svor. Svoren skal begynne å boble, og rutene vil da åpne seg litt. Hvis dette ikke skjer etter 10 minutter, kan man sette opp temperaturen til 225°C/ 450°F. Pass godt på at det ikke blir brent. Man kan også bruke ovnsgrillen, men da må man passe ekstra godt på.
Ta ribben ut av ovnen og la den hvile noen minutter. Skjær opp i firkantede serveringsstykker mellom to og to ribben, og der de er saget over. Serveres med de stekte potet- og løkbåtene, evt. kokte poteter, sosisser eller chipolata sausages, medisterkaker, surkål eller rødkål (eller rosenkål). Samt tyttebærsyltetøy eller cranberry sauce. Man kan også servere ribben med nellikspikrene i de tar seg godt ut, men vær oppmerksom på at de kan være svært sterke på smak.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Lýðræðið sigrar hervaldið
23.12.2007 | 10:51
Þetta er sögulegt í ljósi þess að hér er lýðræðið að sigra hervaldið. Herinn tók völdin eftir að ásakanir um spillingu Thaksins voru orðnar of háværar. hér á landi hefur sést að hann sé sakaður um mannréttindabrot en það er kjaftæði eins og svo margt annað sem kemur í fréttum hérlendis af viðburðum í þessu margslungna og merkilega landi Taílandi. Thaksin hefur aldrei gerst sekur um mannréttindabrot nema ef ske kynni að það væru mannréttindabrot að láta bændur eignast jarðir á góðum kjörum og hagstæðum lánum ?
Thaksin hefur vissulega auðgast á stöðu sinni líkt og íslenskir ráðamenn og bræður þeirra gera daglega hér á landi. en Thaksin hefir líka fært Taíland nær því að verða lýðræðisríki og iðnaðaríki og það ríki sem í raun ræður efnhagnum í indó kína.
Hvort það séu góðar fréttir að Thaksin hafi unnið kosningarnar er erfitt ða segja um, sérstaklega þar sem konungur Thaílands er ekki hrifinn af Thaksin og að öllum líkindum var það konungurinn sem fyrirskipaði valdaránið 2006 eða að minnsta kosti ekki skipt sér af því.. því orð hans eru lög og herinn hefði aldrei látið til skarar skríða ef konungurinn hefði sagt nei.
Það verður athyglisvert að fylgjast með því sem gerist í framhaldinu.. hvernig bregst herinn við ? hvað segir kóngsi ? og hvernig bregst borgarastétt taílands við ?
Stuðningsmenn Thaksins unnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Rafa er bjartsýnn.. en ekki Skari.
21.12.2007 | 22:26
Dagskráin um áramótin í enska boltanum er þétt og venjulega þá stendur það lið uppi sem sigurvegari um vorið sem er efst 2 janúar á hverju tímabili. Ef Benitez ætlar að gera Liverpool að meisturum í vor þá verður hann fá 12 stig út úr þessum leikjum og vona að MU, Arsenal og chelsea tapi minnst 6-10 stigum hvert, helst meira. líkurnar á því eru ekki miklar en dagskrá Liverpool er Benitez hagstæð ef hann er þá búinn að læra á ensku deildina.. sem ekki lítur út fyrir miðað við stöðu liðsins. Hér fyrir neðan eru leikirnar 4 sem liverpool mun spila á 10 dögum..
22 des
Liverpool - Portsmouth
26 des
Derby - Liverpool
30 des
Manchester City - Liverpool
2 jan
Liverpool - Wigan
Ef Benitez nær ekki fullu húsi út úr þessum leikjum á hann að segja af sér strax í janúar því þá hefur honum mistekist ætlunarverk sitt þetta tímabilið.. þ.e ef hann hefur einhvern metnað fyrir hönd Liverpool.
Benítez: Bjartsýnn á að Gerrard og Torres verði með | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt 23.12.2007 kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)