endurspeglast ástandið í umferðinni ?


Ég ók heim í gær eftir vinnu og kíkti við hjá pabba í Hátúni og var umferðin ekkert meiri eða minni en vanalega kl 1630 á föstudegi.. en hún virkaði agressívari.. meira flautað og bílar óku ansi nálægt afturstuðara bílsins fyrir framan.. en.. gerum nú söguna örlítið styttri..

Ég ek laugaveginn í átt að Hlemmi og þegar kemur að ljósunum á Laugarvegi Nóatúni þá er vinstri akrein auð.. komið gult og ég á enn um 100 metra að gatnamótunum.. bílar enn að sligast yfir á rauðu af Nóatúninu inn á laugarveg, en ég er kominn með grænt.. stór jeppi á hægri akrein ekur af stað svo ég gef örlítið í og fer fram úr jeppanum á gatnamótunum.. en þá var enn einn fávitinn á vw golf að reyna að komast yfir þrátt fyrir að umferð í austur og vestur væri lögð af stað.. ég negli niður og hann líka.. við sluppum við árekstur.. en svipurinn sem fíflið sendi mér sagði mér bara eitt. Hann taldi sig vera í fullkomnum rétti eins og hver annar fjárglæframaður í öngstrætum fjármálanna.. fíflið gerði sér ekki grein fyrir því að hann var næstum dauður vegna eigin heimsku og óvarfærni.. ég hefði nefnilega hitt á bílstjórahurðina á miklu afli ef ég hefði ekki haft varann á mér þegar ég ók yfir gatnamótin. 

Annað dæmi gerðist svo þegar ég sótti konuna í vinnuna stuttu síðar.. ég ek Rauðarárstíg í átt að Hlemmi. Við gatnamót laugavegar og Rauðarárstíg var löng röð bíla sem vildi komast inn á laugarveginn í vesturátt.. en autt í austurátt.. ég er að fara í austur svo ég ek meðfram röðinni.. en þá snarast ung stúlka á gráum vw golf fyrir mig, ekki gefið stefnuljós eða neitt.. ég átti eftir um bíllengd í hana þegar henni leiddist þófið í röðinni og ákvað að snara sér yfir á hinn vegahelminginn án þess að líta í spegil hvað þá meir... 
Ok.. gott og vel.. ég nennti ekki einu sinni að flauta á þessa ljósku.. 
Ég ek í átt að Nordica þar sem frúin vinnur og ek af Suðurlandsbraut inn á múlann sem ég man ekki hvað heitir.. en þar snarast BMW fyrir mig.. og ég negli niður enn eina ferðina.. gaurinn horfði beint á mig.. ekta hnakkafífl.. og skildi ekkert í þessari ókurteisi minni að flauta á hann.. nýgreiddan og tanaðan fávitann. Þrisvar sinnum á innan við 3 klst var svínað á mig þar sem ég var í 100 % rétti og á löglegum hraða.. fólk er farið að taka fáranlega sénsa.. enda hefur það kannski ekki neinu að tapa lengur ? eða bílstjórar þýskra bíla séu meiri fífl í umferðinni en aðrir bílstjórar ?

Umferðin segir manni mikið um hugarástand þjóða.. það þarf ekki annað en að bera saman umferð hér á landi og umferð td í Svíþjóð.. mikill munur á umferðarmenningu þessara landa.. Svíum í vil.

Fréttir helgarinnar munu endurspegla hugarástand þjóðarinnar.. þjóðar sem er á barmi örvilnunar og uppgjafar.. Þeir örvænta sem haf a fengið lánin sín tvöfölduð á síðustu vikum og þeir gefast upp sem voru á barmi örvæntingar áður en hrunið mikla kom á fjármálamörkuðum heimsins. Helgin mun verða lögreglunni erfið.



mbl.is Einhver erfiðasta vika í seinni tíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Dóttir mín var á VW golf sem hún seldi fyrir nokkrum vikum og er kominn á aðra tegund.  Enda er hún til fyrirmyndar í umferðinni.

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 11.10.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Heidi Strand

I går rygget plutselig en bil som var foran meg på rødt lys ved Baronstig og Hverfisgata. Han var kommet ut over stoppelinjen og ventet på grønt da han plutselig ombestemte seg og rygget. Han hadde tydeligvis glemt å se i speilet. Jeg tutet  for å unngå kollisjon. Han fortsatte å rygge og det måtte jeg også. Det var ingen bil bak meg heldigvis.
Da rygget han videre opp gaten og parkerte og sendte meg et fryktelig blikk. Hvis blikk kunne drepe, hadde jeg ikke kunnet svart deg nå.
Vi må alle ta det med ro. Ellers blir det umenneskelige tilstander.

Heidi Strand, 11.10.2008 kl. 12:07

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Það er ekki spurning að það þarf að innleiða hjólreiðamenninguna meira á Íslandi. Að sitja á hjóli í rólegheitunum gefur fólki meiri tíma til að spá í lífið og tilveruna og svo fæst líka í leiðinni holl og góð hreyfing.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Veður er ástand en ekki vandamál eins og margir halda. Á meðan ég var í námi í Tækniskólanum (Höfðabakka) og bjó í Asparfelli í Breiðholti, þá hjólaði ég á hverjum degi í ÖLLUM veðrum og var þá ekki komnir hjólastígar eða brú yfir Elliðaárnar þar sem stíflan er núna. Heldur teymdi ég hjólið yfir stífluna. Þetta gerðið ég í 2 ár án þessa að taka strætó. Síðan þegar ég fór út til Danmerkur, þá hjólaði ég þar í 3 ár í öllum veðrum líka og ef eitthvað var, þá var kaldara í Danmörku!

Þegar ég kom heim úr námi, þá var keyptur bíll og ekki var sest upp í strætó eða farið á reiðhjóli eftir það ... því miður!

Svo er annað að það er varla orðin vetur lengur á Íslandi. Ég man að ég var á hjóla í gegnum fullt af snjó og skafla sem voru á leiðinni og bílar sátu fastir út um allt!

Kjartan Pétur Sigurðsson, 11.10.2008 kl. 15:26

5 Smámynd: Anna Dóra Gunnarsdóttir

Ef kreppan endurspeglar umferðina, hefur alltaf verið kreppa á Íslandi

Anna Dóra Gunnarsdóttir, 13.10.2008 kl. 00:15

6 identicon

Íslendingar eru og verða ratar í umferðinni.  Þeir klóra sér í hausnum ef einhver talar um stefnuljós, því að þeir vita ekki hvað það er. 

dittó (IP-tala skráð) 13.10.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband