húrra fyrir löggunni
28.5.2007 | 09:30
Ég tók eftir því hvernig fréttin er uppsett.. lögreglan kom í veg fyrir að fíkniefnum væri smyglað á Litla Hraun með því að stöða bíl í Þrengslunum ! Ok. gott og vel.. en á ég að trúa því að Litla Hraun hafi ekki aðgang að fíkiefnahundi sem þefar alla sem inn á Hraunið koma ? Þvílíkir erkibjánar ! Það er hlandauðvelt að koma í veg fyrir svona smygl.. hund í andyrið.. tvöfalda girðingu í kringum LH með 4 metra millibili til að koma í veg fyrir (hindra) að menn geti kastað pökkum yfir girðinguna.. banna föngum að koma nær girðingunni en 8 metra.. málið dautt. Þ.e ef fangaverðir eru ekki spilltir.
Íslendingar eru alltaf að finna upp hjólið.. hafiði tekið eftir því ?
Íslendingar eru alltaf að finna upp hjólið.. hafiði tekið eftir því ?
Lögregla kom í veg fyrir að fíkniefnum yrði smyglað inn á Litla-Hraun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja kallinn minn, þú ert einn af þessum svokölluðu Bessevisserum !
Þér hefur ekkert dottið í hug að koma þér í einhversskonar ráðgjafastarf hjá lögreglunni eða tollgæslunni ?
Fyrir utan það að hundarnir leysa ekki allt, þeir finna kannabis efni frekar auðveldlega, en "hvít" efni eiga þeir í frekar miklum vandræðum með að finna.
og "hvít" efni í leggöngum, þá er ég ekki að tala um í vökvaformi ! er frekar erfitt fyrir hund að finna, þar sem að það er ýmis önnur lykt sem að truflar hundinn.
En ef þú telur þig geta gert Ísland eiturlyfjalaust fyrir 2010, þá ættirðu að hafa samband við tollgæsluna, og ausa úr viskubrunni þínum !
Ingólfur Þór Guðmundsson, 28.5.2007 kl. 16:47
gaman af svona innleggjum
Ég sagði hvergi að ég stefndi að fíkniefnalausu íslandi árið 2010.. en forvarnarstarf í fangelsi eru auðveldari en á nokkrum öðrum stað í þjóðfélaginu og þar hefur fangavarslan gersamlega misst allt niðrum sig enda flýtur allt í fíkniefnum á LH..
Ég hins vegar benti á hvernig koma mætti í veg fyrir margt af þessu bulli sem þar viðgengst.
Ef vandamálið eru leggöng kvenna.. þá bara láta þessur elskur girða niðrum sig þegar þær eru aðheimsækja fíklana á Hrauninu.. ekki bara stundum heldur ALLTAF.. þá kannski mundu þær hætta að nota leggöngin í annað en þeim var ætlað í upphafi.
Óskar Þorkelsson, 28.5.2007 kl. 17:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.