já við erum á tímamótum

Ég hef sjaldan verið eins feginn fyrir land og þjóð en þegar kanahyskið snáfaðist í burtu af miðnesheiði með sína siðspillingu og ótrúverðuga og stórhættulega utanríkistefnu..

En nú er vakuum í okkar varnarkerfi sem við höfum verið að bæta upp í með samningum við dani, norðmenn og núna síðast þjóðverja.  Menn tala um kostnað og svoleiðis humbúkk.. við höfum farið í gegnum tíðina á brimöldu bandaríkjahers og þar með stutt hvaða bull sem frá Washington hefur komið frá 1952.

Ég sé margt jákvætt við samstarf okkar við dani, norðmenn og þjóðverja. Menningarlega standa þessar þjóðir okkur miklu nær en kanaskrímslið. Hugmyndalega einnig.  Tengsl okkar við frændur okkar munu bara styrkjast meira en verið hefur í gegnum tíðina.  möguleikar ungs fólks munu aukast til muna í þessu samstarfi.. ég skal útskýra.

Ef norðmenn ætla að sjá um landverndina með herafla væri þá ekki nær að hér yrði stofnuð íslandsdeild norska hersins sem mundi sjá um þjálfun og útbúnað þeirrar deildar. við mundum fá mikla þekkingu á mjög hagkvæman hátt, þekking sem mun nýtast landi og þjóð og kenna henni einhvern aga.. sem er gersamelga horfinn úr íslensku samfélagi. Þessi herdeild þyrfti ekkert að vera stór.. svona svipuð og Telemarkbattalionen sem er sú herdeild sem nojarar senda út um allar trissur í friðargæslu og er eingöngu skipuð atvinnuhermönnum sem lokið hafa fyrsta árs þjónustu. um 2500 manns.  Þetta ætti að verða BB að skapi ?  Loksins kominn vísir að íslenskum her sem nýtist til utanríkisþjónustu á vegum SÞ og til öryggis og varnarmála.

Ekki þarf ég að taka það fram að það mun verða gífurleg lyftistöng fyrir íslenska tækniumenn ef þeir fá þjálfun til þess að þjónausta norska og danska flugherinn á KEF.. einnig er talið að Þjóðverjar muni vera hér reglulega með þungar flutningavélar sem einnig þarf að þjónusta hér á landi..

Ég sé eiginlega bara allt jákvætt við að kaninn eer farinn og við stöndum á tímamótum í þessu sambandi..  er ég þó staðfastur friðarsinni þótt ég sé einnig raunsær þegar kemur að þessu vopnaskaki..

mbl.is Íslendingar á tímamótum í öryggismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skafti Elíasson

Sammála þér með kanann, held þó að við ættum að halda okkur við "málaliða" um varnir ef einhverjar eru nauðsynlegar og einbeita okkur að tæknimenntun, uppbyggingarstörfum og björgunarstörfum ef við þurfum að taka þátt í sameiginlegum verkefnum nato

Skafti Elíasson, 27.5.2007 kl. 02:49

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá þetta "herlið" einmitt sem hjálparsveit.. ekki sem bardagasveit.  hægt að vera sýnileg í SÞ á vettvangi en ekki bara vera með eitthvað píp af og til og senda einhverja 4-5 menn á torfærujeppa upp í fjöll í Langtiburtistan.  Geta verið fær um að taka að okkur alv0ru verkefni.

Óskar Þorkelsson, 27.5.2007 kl. 09:55

3 identicon

2500 manna atvinnuher er nú töluvert stærra herlið en Björn Bjarnason hefur lagt til um.  En Þelamerkurherfylkið er ekki svo slæm fyrirmynd eins og þú bendir á.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 27.5.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband