Færsluflokkur: Bloggar
ha ha Danir eru frábærir
8.10.2008 | 12:08
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Samkvæmt því sem maður les í norskum vefmiðlum í dag hafa íslensk verkalýðsfélög sett það sem kröfu að ef þau flytji "heim" eignir til styrktar bönkunum þá verði hafnar aðildarviðræður við EU.
Ég hef ekki orðið var við þessar þreifingar hér í íslenskum fjölmiðlum, enda segir Geir að ekkert sé að og ekkert að gerast í hverju viðtalinu á fætur öðru....
Hvað ætli sé til í þessu ?
http://www.vg.no/nyheter/utenriks/eu/artikkel.php?artid=537725
http://www.reuters.com/article/ousivMolt/idUSTRE4942WD20081006?sp=true
![]() |
Lokað fyrir viðskipti með bankana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gamli sáttmáli
2.10.2008 | 19:20
Var þetta játað ok samþykt af öllum almúga á Íslandi á Alþingi með lófataki:
At vér bjóðum (virðuligum herra) Hákoni konungi hinum kórónaða vára þjónustu undir þá grein laganna,
er samþykt er milli konungdómsins ok þegnanna, þeirra er landit byggja.
Er sú hin fyrsta grein, at vér viljum gjalda konungi skatt, ok þingfararkaup slíkt sem lögbók váttar,
ok alla þegnskyldu, svá framt sem haldin er við oss þau heit, sem í móti skattinum var játað.
Utanstefningar viljum vér aungvar hafa, utan þeir menn, sem dæmdir verða af várum mönnum á Alþingi í
burt af landinu.
Item at íslenzkir sé lögmenn og sýslumenn á landi váru af þeirra ættum, sem at fornu hafa goðorðin upp
gefit.
Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust.
Erfðir skulu ok upp gefast fyrir íslenzkum mönnum í Noregi, hversu lengi sem staðið hafa, þegar réttir
arfar koma til eðr þeirra umboðsmenn.
Landaurar skulu upp gefast.
Slíkan rétt skulu hafa íslenzkir menn í Noregi sem þeir hafa beztan haft.
Item at konungr láti oss ná íslenzkum lögum ok friði eptir því sem lögbók váttar ok hann hefir boðið
í sínum bréfum, (sem guð gefr honum framast afl til).
Jarl viljum vér hafa yfir oss meðan hann heldr trúnað við yðr, en frið við oss.
Halda skulum vér ok vorir arfar allan trúnað við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa sættargerð,
en lausir, ef rofin verðr af yðvarri hálfu at beztu manna yfirsýn.
Anno M. ijc lxiij.
Hér eptir er eiðr Íslendinga.
Til þess legg ek hönd á helga bók ok því skýt ek til guðs at ek sver herra Hákoni konungi ok Magnúsi konungi
land ok þegna ok æfinlegan skatt með slíkri skipan ok máldaga sem nú erum vér á sáttir orðnir ok sáttmálsbréf
várt váttar.
Guð sé mér hollr, ef ek satt segi, gramr ef ek lýg.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
uummmm skulda ég þá ríkinu núna ?
29.9.2008 | 12:01
Ég vaknaði við vondan draum í morgunn.. ég dreymdi að ég væri kominn á kaf í skattaskuldir og skuldir við ríkið.. barðist í bökkum og náði vart andanum og var að drukkna í skuldum..
Svo fer ég í vinnuna, enn hálfdasaður eftir sundsprettinn í nótt og þá blasti þetta við mér !! Ríkið búið að yfirtaka bankann minn.. bankann sem ég var að taka lán í .. svo núna skulda ég ríkinu enn meira en þessar andsk skattaskuldir sem þeir eru að krefjast af mér sárasaklausum.
En úr því að svona er komið þá vil ég að ÖLL stjórn glitnis fari frá Weldin endurgreiði 300 milljónir vegna vanhæfis síns sem bankastjóra og hann hætti samdægurs.
![]() |
Ríkið eignast 75% í Glitni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
mánudagur fram undan svo ég vil gleðja ykkur..
28.9.2008 | 23:00
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
já konur eru konum verstar
26.9.2008 | 17:57

![]() |
Kyn yfirmanna skiptir mismiklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
X X X diesel auglýsing..
26.9.2008 | 11:48
<
Athyglisvert video svona á flöskudegi .. í grenjandi rigningu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
lán án ábyrgðarmanns í noregi
20.9.2008 | 14:37
Ég fór í gamni mínu inn á www.citybank.no þegar ég sá auglýsingu frá þeim um lán án ábyrgðar allt að 250.000 NOK. sem eru eitthvað um 3 millur verðlausar íslenskar krónur.
Þegar ég skoðaði vextina hjá þeim þá runnu á mig tvær grímur.. þú færð lán í noregi án ábyrgðarmanns með vöxtum í kringum 10 %.
Hér er taflan góða af síðunni.
Renter, avgifter og vilkår
Lånebeløp
10 000 kr - 250 000 kr
Rente
Fra 8,9% (10,6% effektiv)
Tilbakebetalingstid
1 - 12 år
ýmiss kostnaður við lánið !
Termingebyr
50 kr
Etableringsgebyr
950 kr
Tilleggstjenester
Låneforsikring
Ég væri til í að fá svona lánamöguleika hér á landi.. en ég fæ víst ekkert undir 22 % og þá með 2 ábyrgðarmönnum svo bankinn sé nú pottþéttur um að fá peningana sína tilbaka..
Hvernig væri að ljá máls á því við Stoltenberg að fá Gamla sáttmála endurnýjaðan ?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þetta náði inn sem forsíðufrétt í noregi
20.9.2008 | 14:16
Þessi frétt um rafmagnsbílinn sem MMC er að flytja til íslands komst á forsíðu Verdens Gang í noregi í dag. Ég hef hinsvegar ekki séð frétt um málið í vefritum landsmanna um sama efni.. en þessi frétt sem ég blogga við kemst næst.
Mjög svo athyglisvert verkefni og ég mundi fá mér svona bíl ef hann er á viðráðanlegu verði og fær ekki dísilgjald eins og fyrsti rafbíllinn fékk við komuna til íslands fyrir um 20-25 árum síðan. En ég efast ekkert um að íslensk stjórnvöld finna einhvern háan tollaflokk fyrir svona bíla því þau munu tapa miklum fjárhæðum í bensíngjaldi ef fólk almennt fer að rúnta um á svona snilldarkerrum.
En hér fyrir neðan er fréttin í VG.
http://www1.vg.no/bil-og-motor/artikkel.php?artid=530396
![]() |
Sjálfbærar samgöngur í sjónmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)