Færsluflokkur: Bloggar

Neyðarréttur ?

Ég er að horfa á kvöldfréttirnar á stöð2 og sá viðtalið við skipstjórann frá Flateyri sem sagði að það væri hart að mönnum væri hreinlega bannað að bjarga sér þar sem einhver annar á fiskinn í sjónum.. en er ekki til eitthvað sem heitir "neyðarréttur".. rétturinn til þess að fá að bjarga sér og sjá fyrir sér og sínum ?

Ég mæli með því að Flateyringar og aðrir sem svipað er ástatt fyrir láti reyna á þetta og fari bara á sjó og gefi skít í hafró og pólitíkusssa.

Ömurlegt bara

Þessir atburðir á Flateyri skera mann í hjartastað. 300 manns búnar að missa framfærslumöguleikann vegna kvótagreifana og kerfis sem ekki er liðlegt fyrir landsbyggðina. Ég get ekki annað en hugsað til þeirra sem eiga um sárt að binda, búin að koma sér upp húsnæði með tilheyrandi skuldum sem verður nú einskinsvert í einni svipan. Ég hef meiri áhyggjur af þeim pólverjum sem þetta hafa gert en íslendingunum því þeir hafa ekkert öryggisnet fjölskyldna hér á landi eins og íslendingarnir. Pólverjarnir hafa einnig minni möguleika á lánafyrirgreiðslu en íslendingar.

Hverju er um að kenna ? Ég kenni sjávarútvegskerfinu um og núverandi sjávarútvegsráðherra sem kemur reyndar af gamalli útgerðar fjölskyldu á Bolungarvík.. fjölskyldu sem seldi sitt í 3 kynslóð og flutti suður eins og stóð í texta bubba hér um árið. Bolungarvík hefur ekki borið sitt barr eftir það.

Ég er þeirrar skoðunnar úr því sem komið er að þeir sem eiga fasteignir fyrir vestan eigi að geta innleyst þær í hamfarasjóði íslenska ríkissins og flutt þangað sem er bjargvænlegt. Vestfirðir er landshluti sem á sér varla viðreisnar von úr þessu. Annað sem gæti komið til bjargar er að gefa krókabátum frjálsan kvóta og vera með stýringu í gegnum dagakerfi svo þeir séu ekki að þvælast um allan sjó á dimmustu og verstu vetrarmánuðunum til þess að eiga í sig og á.. gefa þeim eftir VSK af bátakaupum og olíu.

Enn ein hugmynd sem ég hef gælt við er sú að gera Vestfirði bara að þjóðgarði.. friða þetta allt saman og gefa það til baka til náttúrunnar og gefa íbúunum val um áframhaldandi búsetu innan ofangreinds krókakerfis eða starfa við ferðaþjónustu.

Þetta er einfaldlega sorgarviðburður.

Höfundur hefur búið fyrir Vestan.



mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsókn lifir enn því miður

Mesti spillingaflokkur samtímans lifði af kosningarnar með herkjum.. dróst upp í fjöll og sleikir sárin.  Framsókn þurrkaðist því sem næst út á suðvesturhorninu og mega þeir þakka það Jónínu og Birni borgarfulltrúa sem sýndi sitt falska eðli eftir kosningarnar í borgarstjórn..

Ríkisstjórninni er ekki lengur stætt og er Framsókn á leið í stjórnarandstöðu sennilega í fyrsta sinn á minni ævi.  Megi Framsóknarflokkurinn og hans afturhaldsstefna og landeyðingarstefna hverfa fyrir fullt og allt út úr íslenskum stjórnmálum.  Þeirra verður ekki saknað.

Vonandi ná Ingibjörg og Geir saman og við fáum stjórn sem meirihluti landsmanna kaus og styður.

mbl.is 12 ára ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á enda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott framtak

Gott framtak og kannski verður þessi elska eins stór og Latibær.. hvað verður um allar fúlu "kellingarnar" þá, sem tuða og fjargviðrast yfir Silvíu ?
mbl.is Silvía Nótt í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

hrein og tær snilld

Þetta er snilldarlausn fyrir menn eins og mig sem stíg ofar í viktartöflunni algerlega áreynslulaust með hverju árinu sem líður.. 




mbl.is Bumbuna burt í vinnunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góður díll

Þetta eru góðar fréttir fyrir okkur rétttrúuðu.  vonandi verður SG sem lengst á Anfield. 
Núna vantar bara Darren Bent og Tevez og Liverpool er heilsteypt lið.

mbl.is Nýr fimm ára samningur hjá Gerrard í burðarliðnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ferð til Liverpool

Ég skrapp í smá ferðalag um helgina og brá mér til Liverpoolborgar ásamt syni mínum, þetta var fermingagjöfin til drengsins og var hann himinlifandi með þessa gjöf. Við skemmtum okkur konunglega og gátum gefið Robert Fowler eða “the god” eins og hann var kallaður alla tíð á Anfield okkar farwell. Glæsilegum ferli knattspyrnumanns var þar með lokið. Við sátum í The Kop og var það stórkostleg upplifun. Leikurinn endaði 2-2 og var það vel sloppið því Hermann Hreiðars og félagar hrelldu okkar menn hvað eftir annað og hefðu átt að uppskera sigur í leiknum.. Fyrsti knattspyrnutúr okkar feðga saman og örugglega ekki sá síðasti.

Liverpoolborg hefur breyst mikið síðan ég var þarna síðast 1995. Hreinni og miklar framkvæmdir eiga sér stað í borginni til hins betra, einnig hefur atvinnuleysið snarlagast og mælist að sögn leigubílstjóra nokkurs um 7-8 % á móti um 15-20 % hér fyrir nokkrum árum.
Hótelið sem við vorum á er mjög nýlegt eða um 3-4 ára. Radison SAS, hátæknihótel skilst mér.. sem kom niður á mörgu.. td hrundi einhver tölva og engin kreditkort virkuðu.. íslendingum til lítillar gleði.. minibarirnir gátu ekki opnast af sömu orsökum. Lyfturnar voru raddaðar og þurfti tölvunörd til að komast á milli hæða.. eins gott að strákurinn var með því ég hefði ekki meikað það í fyrstu tilraun án hans.

Ferðalagið sjálft var hálfgerður brandari. Í fyrsta lagi skil ég alls ekki afhverju í ósköpunum það þarf að veita svo mikla þjónustu um borð að flugfreyjurnar eru á stanslausu spani við matarútdeilingar, kaffihellingar og sölumennsku.. kommon, þessi ferð er 2 klst og 15 mín. Sé í anda svona þjónustu ef þjónustu skyldi kalla á leiðinni Rvk - Vík í rútu. Glætan. Hver þarf á þessu flugvélafæði að halda ? Og svo er svo stutt á milli sæta að það er kvöl og pína að saga í sundur gegnumþurran kjúklingin sem bragðaðist síðan eins og pappi.
Ég mæli með því við flugleiðir að halda sig við kaffið og bara rúnstykki á þessum stuttu leiðum svo farþegarnir geti þó slappað af í ferðinni.. sem reynist afskaplega erfitt nema á heimleið þegar flestir eru hvort sem er úrvinda af þreitu eftir volkið í ferðalaginu.

Ekki tók betra við í Manchester. Rútan, glæsileg Scanía 54 sæta merða bílstjóra frá Manchester.. sem lofaði alls ekki góðu. Enda fór það svo að manngreyið lengdi ferðalagið um 45 mínútur og gaf okkur óumbeðna skoðunarferð um miðborg Liverpool á meðan hann var að reyna að finna vegarspotta sem gæti tekið okkur til hægri.. þar sem hótelið var.. einstefnur og vegaframkvæmdir komu í veg fyrir slíkar æfingar. En þetta var góður drengur og baðst afsökunar á því hversu óproff hann var í þessari ferð.

Svona getur komið fyrir bestu menn..

Frábær helgi á enda..



vonbrigðin eru mikil.

Ég get tekið undir með Eiríki og finnst mér að þessi keppni sé farinn að snúast upp í andhverfu sína.. tónlistin sem flutt er skiptir ekki máli lengur heldur gildir það eitt hvaðan þú ert.

Sorgleg að sjá hvernig fyrirtaks lög komust ekki áfram en alskonar rusl kemst í úrslit vegna "frændsemi" og "greiðvikni" austantjaldsþjóðanna til hvers annars.

Breytinga er þörf í fyrirkomulagi keppninnar það er dagljóst.

1. fjölga þeim löndum sem komast beint í úrslit.

2 . þau lönd sem lenda í undanúrslitum fá EKKI að gefa atkvæði í þeirri umferð sem útilokar ( að vísu ekki alveg) greiðvikni.

3.  hafa dómnefnd skipaða tónlistarmönnum.. td 12 manns sem eru dregnir út af handahófi úr úrvali tónlistarmanna frá hverju aðildarlandi.

4. Svæða skipta undankeppninni.. austur vestur.

eitthvað þarf að gera eða menn eins og ég sem eru laumu júróvísjónfrík munum hætta að fylgjast með þessari keppni sem fylgt hefur manni frá því að hin yndislega Dana söng hér fyrir nokkrum áratugum.. sællar minningar í svart gráum imba.




mbl.is Eiríkur: Samsæri austantjaldsmafíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

júróvísjón

Ég styð okkar mann heilshugar í þessari keppni og veit að hann verður landi og þjóð til sóma. 

Þessi keppni er hin besta skemmtun og alveg pottþétt sjónvarpsefni. Þeir sem segja annað ættu að fara út að keyra í Rvk á meðan á keppni stendur.. held að það sé óhætt að segja að sá hinn sami gæti ekið alla Miklubrautina á öfugum vegarhelming og verið nokkuð öruggur um að mæta ekki bíl alla leiðina. 

Áfram Eiríkur Rauði

jæja..

Hver skyldi vera ástæða þess að þessi tegund krabbameins sé svo sjaldgæf á íslandi ?  Lítil tóbaksnotkun kvenna ? eða hitt... Blush
mbl.is Munnmök ein ástæða krabbameins í hálsi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband