ferð til Liverpool

Ég skrapp í smá ferðalag um helgina og brá mér til Liverpoolborgar ásamt syni mínum, þetta var fermingagjöfin til drengsins og var hann himinlifandi með þessa gjöf. Við skemmtum okkur konunglega og gátum gefið Robert Fowler eða “the god” eins og hann var kallaður alla tíð á Anfield okkar farwell. Glæsilegum ferli knattspyrnumanns var þar með lokið. Við sátum í The Kop og var það stórkostleg upplifun. Leikurinn endaði 2-2 og var það vel sloppið því Hermann Hreiðars og félagar hrelldu okkar menn hvað eftir annað og hefðu átt að uppskera sigur í leiknum.. Fyrsti knattspyrnutúr okkar feðga saman og örugglega ekki sá síðasti.

Liverpoolborg hefur breyst mikið síðan ég var þarna síðast 1995. Hreinni og miklar framkvæmdir eiga sér stað í borginni til hins betra, einnig hefur atvinnuleysið snarlagast og mælist að sögn leigubílstjóra nokkurs um 7-8 % á móti um 15-20 % hér fyrir nokkrum árum.
Hótelið sem við vorum á er mjög nýlegt eða um 3-4 ára. Radison SAS, hátæknihótel skilst mér.. sem kom niður á mörgu.. td hrundi einhver tölva og engin kreditkort virkuðu.. íslendingum til lítillar gleði.. minibarirnir gátu ekki opnast af sömu orsökum. Lyfturnar voru raddaðar og þurfti tölvunörd til að komast á milli hæða.. eins gott að strákurinn var með því ég hefði ekki meikað það í fyrstu tilraun án hans.

Ferðalagið sjálft var hálfgerður brandari. Í fyrsta lagi skil ég alls ekki afhverju í ósköpunum það þarf að veita svo mikla þjónustu um borð að flugfreyjurnar eru á stanslausu spani við matarútdeilingar, kaffihellingar og sölumennsku.. kommon, þessi ferð er 2 klst og 15 mín. Sé í anda svona þjónustu ef þjónustu skyldi kalla á leiðinni Rvk - Vík í rútu. Glætan. Hver þarf á þessu flugvélafæði að halda ? Og svo er svo stutt á milli sæta að það er kvöl og pína að saga í sundur gegnumþurran kjúklingin sem bragðaðist síðan eins og pappi.
Ég mæli með því við flugleiðir að halda sig við kaffið og bara rúnstykki á þessum stuttu leiðum svo farþegarnir geti þó slappað af í ferðinni.. sem reynist afskaplega erfitt nema á heimleið þegar flestir eru hvort sem er úrvinda af þreitu eftir volkið í ferðalaginu.

Ekki tók betra við í Manchester. Rútan, glæsileg Scanía 54 sæta merða bílstjóra frá Manchester.. sem lofaði alls ekki góðu. Enda fór það svo að manngreyið lengdi ferðalagið um 45 mínútur og gaf okkur óumbeðna skoðunarferð um miðborg Liverpool á meðan hann var að reyna að finna vegarspotta sem gæti tekið okkur til hægri.. þar sem hótelið var.. einstefnur og vegaframkvæmdir komu í veg fyrir slíkar æfingar. En þetta var góður drengur og baðst afsökunar á því hversu óproff hann var í þessari ferð.

Svona getur komið fyrir bestu menn..

Frábær helgi á enda..



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband