Færsluflokkur: Bloggar
Grátkór ofbeldis í miðbænum.
14.8.2007 | 08:22
Undanfarin misseri hefur maður þurft að hlusta á grátkór þeirra sem tuða um ofbeldi í miðbænum hafi stóraukist og nú sé svo komið að stórhættulegt sé að rölta um Austurstræti eftir miðnætti um helgar.
Pólítíkusar koma í Kastljós og reyna að greina vandann og lögreglustjóri sem ég tel að sé svo ungur að árum að hann hreinlega annaðhvort muni ekki eftir eða hafi aldrei heyrt talað um Hallærisplanið hér á árum áður, kemur og segir að ástandið sé svo slæmt að nú dugi ekkert minna til en þjóðarátak til þess að bæta úr þessu ófremdarástandi.
Nú er það svo að ég á heima ekki langt frá miðbænum og fyrstu tvö árin eftir að ég flutti á skerið aftur þá bjó ég í 101. Ég á oft leið um miðbæinn og sérstaklega í gegnum gamla Hallærisplanið sem er Ingólfstorg fyrir þá sem ekki vissu fyrir. Afhverju hét Hallærisplanið þessu nafni ? Jú vegna þess að fólk hafði ekkert annað að gera á árunum upp úr 1970 en að drekka vodka í kók úr flösku og kasta henni síðan í hausinn á einhverjum vegfaranda eða þá í gegnum rúðu í miðbænum. Eru menn búnir að gleyma því hvernig Austurstræti var brynvarið fyrir helgarnar ? Krossviðsflekar nelgdir fyrir glugga á föstudagseftirmiðdegi til að verja stórar og dýrar rúður verslana þar sem Thorvaldsensbar og ríkið í Austurstræti er í dag .
Eru menn búnir að gleyma klíku uppgjörunum í miðbænum ? Grænu jakkarnir úr kópavogi sem voru hættulegastir vegna fjölda og hversu vel þeir stóðu saman gegn Breiðholtsskrílnum. Hópslagsmál voru venjuleg um helgar, Fellahverfið og Seljahverfið áttu í blóðugum átökum þess á milli.
Fyrir mér er miðbærinn frekar friðsamlegur miðað við það sem ég átti að venjast hér á árum áður hvað sem öllu tuði um að 101 sé orðin stórhættulegt hverfi í anda Bronx á 5 áratugnum. Jú menn hafa hátt, jú það eru stympingar, jú það er ráðist á vegfarendur en það hefur ekki aukist nema síður sé.. vil taka það fram að fólki hefur fjölgað umtalsvert í Rvk á þessum árum frá því að Halló var og hét. Ég man eftir því að hafa lent í líkamsáras þegar ég var á göngu ásamt félögum mínum þar sem apótekið er við Austurvöll. Það gerðist þannig að ég sparkaði í tóma flösku sem var á vegi mínum og hún fór í veg fyrir bíl sem koma akandi Pósthússtrætið og það skipti engum togum að út úr þessum bíl þustu 4 ungir karlmenn, þó eldri en ég var á þeim tíma og tóku til við að lumbra á okkur unglingunum. Þessir kumpánar voru frá Selfossi og voru í bæjarferð til að snapa slagsmál.
Ég man eftir því að menn voru barðir niður og rændir flottum leðurjökkum á planinu.. ég man eftir því að fólk var flutt upp á slysó í lögreglubílum og var oft þröngt á þingi afturí af misblóðugu fólki.. löggan sá um þetta því sjúkraflutningamenn voru uppteknir við að flytja þá sem voru alvarlega slasaðir eftir sum átökin í bænum..
Mín skoðun er sú að sú kynslóð sem er að taka við í dag, fólk upp úr tvítugt eru einstaklingar sem hafa fengið bómullaruppeldi og telja það vera ofbeldi ef einhver kallar það FÍFL.
P.s ég hef ekki séð hópslagsmál síðan 1980 í bænum !
![]() |
Sýnileg löggæsla mikilvægust |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
gæðin ?
11.8.2007 | 19:45
![]() |
Ætla að tryggja að enski boltinn berist um allt land á hagstæðum kjörum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
hnakkarnir á suðurnesjum
11.8.2007 | 19:33

![]() |
Fjöldi dauðra kríuunga á Stafnesvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Glæsileg byrjun.
11.8.2007 | 19:18
Nýju mennirnir stóðu sig vel og var innkoma Babel sérlega glæsileg og var hann óheppinn að smella ekki boltanum út við stöng eftir einungis nokkrar sekúntur inni á vellinum. Torres var sterkur og kom sér í nokkur hálffæri og var varnarmönnum erfiður, sé bara gott eitt við þessi kaup. Voronin var frekar anonym fyrir minn smekk en hann fékk heldur ekki langan tíma.. kannski 10 mín. Góð byrjun á tímabilinu og nú er bara að byggja á þessum sigri..
kv Skari
![]() |
Gerrard tryggði Liverpool sigur með glæsimarki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pew..
9.8.2007 | 23:50

![]() |
Skagamenn, Blikar og Fylkismenn sigruðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hvað gerir þessi stjórn KR núna ?
8.8.2007 | 23:14
Varðandi leikinn þá var hann hvorki fugl né fiskur og valsarar nýttu færin sín og dómarinn ætti að hætta að dæma.. já og línuverðirnir líka.. þvílíkir erki aular. Ég er ekki að kenna þeim um tapið heldur voru þeir skelfilega lélegir líkt og flestir þeir dómarar sem ég hef séð í sumar.
Stjórn KR burt !
![]() |
Valur sigraði KR 3:0 í Vesturbænum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta sé ég ekki fyrir mér hér á landi.
6.8.2007 | 23:10
Plús til norskra stjórnvalda.
![]() |
Uppnám innan Norsk Hydro |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Ég fagna því ef satt er ..
6.8.2007 | 23:09
![]() |
Hamilton til Ferrari? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Til Hamingju
3.8.2007 | 17:18
![]() |
Fjögur sérútbúin lögreglubifhjól tekin í gagnið - bylting fyrir umferðardeildina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
stjórn KR er samansafn af loserum
30.7.2007 | 18:32
Ég hef sagt það fyrr að úr því sem komið er þá er best að halda kúrsinn... því við þurfum jú bara að ná Fram að stigum til aðhalda okkur í deildinni (það getur hvaða lið sem er gert) og þá hefði unglingastarf Teits farið að blómstra og framtíðin hefði verið björt.
Þessi stjórn KR með Jónas, Rúnar kristinsonar bróðir, í fararbroddi hefur gert þjálfarastöðu KR að grínstöðu og enginn þjálfari með sjálfsvirðingu mun fást til þess að skrifa undir samninga við KR á meðan þessi stjórn er við velli hjá okkur.
Þessi brottrekstur mun ekki breyta nokkrum sköpuðum hlut í sumar, liðið mun halda sér uppi og það jafnvel ef að ég mundi taka liðið að mér til loka keppnistímabilsins.
Ég er ósáttur við stjórn KR í dag.. sem oft áður.
![]() |
Teitur rekinn - Logi stjórnar KR út leiktíðina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)