Færsluflokkur: Bloggar
sundlaugarnar og óþrifnaður
24.3.2008 | 14:51
Ég fór í sund í dag sem oftar, leið mín lá í Vesturbæjarlaugina eins og vanalega. Það sem gerði það að verkum að ég ákvað að skrifa um þessa för er óþrifnaður. Ekki í lauginni sjálfri eða búningsklefum.. nei óþrifnaður þeirra sem sækja í laugina. ég var í heita pottinum í mestu makindum þegar kom hópur fólks frá portugal.. allir skraufaþurrir.. enginn þeirra hafði farið í sturtu áður en þeir skelltu sér í heita pottinn. ilmvatnslyktin ætlaði að kæfa mig og hefur sennilega óhæfileg notkun ilvatnsins verið af sömu orsökum og hjá Lúlla 14nda í frakkaríki hér á árum áður.. til þess eins að yfirgnæfa ólyktina sem kemur þegar fólk fer sjaldan eða aldrei í bað.
Nú er ekki ætlun mín að fárast yfir því að þetta fólk fór ekki í sturtu því ekki er víst að þau hafi skilið íslenskar sundlaugahefðir, heldur beina orðum mínum til ITR sem mér skilst að reki sundlaugarnar. Á ekki að kenna fólki sem kemur í sundlaug hvernig það á að haga sér í sambandi við almennan þrifnað ? Td var augljóst að þetta fólk var ekki íslenskt og þegar það keypti miðann þá hefur það verið viðkomandi starfsmanni dagljóst að um útlendinga var að ræða. sem sagt það var vitað mál að þau vissu ekki hvernig átti að haga sér samkvæmt íslenskri hefð, eða frekar líklegt að þau vissu það ekki. Svo hér er spurninginn.. afhverju er þessu fólki ekki afhentur bæklingur við komuna.. eða bent á augljósar reglur sem ættu að hanga upp fyrir FRAMAN afgreiðsluna ? Ég veit að það eru svona skilti inni í baðklefunum en hver tekur eftir þeim ?
Núna er sá tími að hefjast að yfir okkur hellast hundruð þúsunda ferðamanna og all margir þeirra skella sér í sund svo núna er rétti tíminn til þess að kenna starfsfólki sundlauganna að bregðast við.. okkur öllum til hægðarauka.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
hvaða blað í bretlandi ?
23.3.2008 | 09:05
Þvílík aulaskrif.. hvaða blað er verið að vitna í ? Hvernig á maður að taka mark á mogganum ef svona blaðamennska er viðhöfð ?
![]() |
Eitraður vogunarsjóður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
hvenær verður stúlka að konu ?
21.3.2008 | 00:46
![]() |
Morð á norskri skólastúlku enn óleyst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Reykjavik er ekki á listanum
18.3.2008 | 11:38
Ég las þessa frétt í s.l. viku í norskum fjölmiðlum. Sem sagt gömul og illa unnin frétt á mbl. Því ég gat ekki betur séð en að Rvk væri töluvert dýrari en Oslo miðað við ´meðalverð á gistingu.. en um það snerist fréttinn fyrst og fremst.
Ætla að reyna að grafa upp þessa frétt í norsku blöðunum óstytta og stílfærða.
![]() |
Dýrast í Ósló |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég skammast mín fyrir íslenskt dómskerfi
14.3.2008 | 19:11
Þetta er ótrúlegur lestur að sjá að 11 ára barn.. burtséð frá því að vesalings barnið þjáist af andlegum sjúkdómi skuli vera dæmt sekt í þessu máli. Dómararnir hljóta að vera afspyrnuheimskir, ótrúlega siðblindir og foráttu lagarammasinnaðir til þess að geta dæmt 11 ára barn sekt í svona slysi. að gera einstæða móðir ábyrga fyrir gerðir barnsins sem var í sínum skóla ábyrga fjárhagslega fyrir því tjóni sem kennarinn vissulega varð fyrir en mundi flokkast undir vinnuslys í mínum huga er enn heimskulegra en allt hitt sem á undan er gengið.
Ísland er þróunarland í réttarfarslegum skilningi enda sjáum við dóma í ofbeldismálum falla með skilorði, nauðganir enda með 100 kalla sektum, en 11 ára barn er dæmt í 10 milljón króna sekt fyrir að valda skaða á kennara sem var í vinnunni og því á ábyrgð menntamálayfirvalda..
Djöfuls drulluháleistar í héraðsdómi.
![]() |
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
skiljanlegur dómur
13.3.2008 | 08:16
Ég skil þennan dóm vel enda voru lögreglumennirnir ómerktir, óeinkennisklæddur og voru að snúa mann niður þegar á þá var ráðist. En það hefði verið hægt að dæma mennina fyrir árás á óbreitta borgara sem ekki var gert og er þar brotalöm í lagaumhverfinu.
Í ísland í bítið á bylgjunni fór Heimir Karlson mikinn að vanda og blés út úr sér af fávisku eins og honum einum er lagið og heimtaði vopnaða lögreglu.. Pétur blöndal og Árni svöruðu báðir að lögreglan væri vopnuð bara ekki með skotvopn.. þá byrjaði Heimir og opinberaði heimsku sína um leið.. já en þurfa þá ekki lögreglumenn að hafa skotvopn.. Árni svarar því til að hann vilji nú sjá þörfina áður en lögreglan vopnist með skotvopnum. Þá segir Heimir snillingur.. ha viltu að einhver drepi lögreglumann áður en þeir fái byssur ?? Árna varð ekki um sel við þessa heimskulegu spurningu og svaraði því að eins og spurning Heimis hafi verið sett fram þá er svarið já.. en auðvitað vilji enginn að neinn sé drepinn.
Ég hef tekið eftir málaflutningi 365 miðla sem er í töluverðum æsifréttastíl og þar á bæ er mönnum afskaplega umhugað um glæpaölduna miklu ( sem ég hef ekkert orðið var við nema í 365 miðlum) og eina svarið við auknum glæpum sé harðari refsingar og að lögreglan fái skotvopn.
Ég er algerlega mótfallinn því að lögreglan á íslandi fái skotvopn, ég meina norska lögreglan er að fást við stórar glæpaklíkur í Oslo án skotvopna.. og pakistanarnir, júggarnir og vietnamararnir sem þar berjast eru vopnaðir í bak og fyrir. Ef í harðbakkann slær þá er kölluð til víkingasveit alveg eins og hér á klakanum..
ég meina hvað er málið með bylgjuna stöð 2 og skotvopn ?
![]() |
Kurr í lögreglumönnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 08:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fordómar ísraela
12.3.2008 | 20:47
![]() |
Reiði vegna væntanlegs ávarps Merkel á Ísraelsþingi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.3 % hækkun matvæla
11.3.2008 | 11:08
23.3 % hækkun matvæla á milli mánað í kína. Þetta eru rosalegar tölur og sýna vel hvernig ástandið á matvælamarkaðinum er í dag. Íslendingar eiga von á svipuðum hækkunum fljótlega og þá skiptir gengið miklu máli í því sambandi en það hefur fallið um heil 13 % síðan á áramótum og er enn að falla..
Sem innflytjandi matvara sé ég hækkanir milli sendinga erlendis upp á 6-12 % og þá erum við að tala um 4-8 vikna tímabil.
Búið ykkur undir töluverðar verðhækkanir fljótlega elskurnar mínar.
![]() |
Verðbólga 8,7% í Kína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
nokkrar góðar fullyrðingar..
6.3.2008 | 19:36
Útreikningar á rómatík
Gáfaður maður + gáfuð kona = ástarævintýri
Gáfaður maður + heimsk kona = framhjáhald
Heimskur maður + gáfuð kona = hjónaband
Heimskur maður + heimsk kona = þungun
Skrifstofuútreikningur
Gáfaður stjóri + gáfaður starfsmaður = gróði
Gáfaður stjóri + heimskur starfsmaður = framleiðni
Heimskur stjóri + gáfaður starfsmaður = stöðuhækkun
Heimskur stjóri + heimskur starfsmaður = yfirvinna
Almennar jöfnur
Kona hefur áhyggjur af framtíðinni þar til hún eignast eiginmann.
Maður hefur engar áhyggjur af framtíðinni þar til hann eignast eiginkonu.
Framgangsríkur maður er sá sem skapar meiri fjármuni sen eiginkonan eyðir.
Framgangsrík kona er sú sem finnur slíkan mann
Verslunarreikningur
Karlmaður er viljugur til að borga 2000 kall fyrir vöru sem kostar 1000 kall
Kvenmaður er viljug til þess að eyða 1000 kall í vöru sem kostar 2000 og hún þarf alls ekki á að halda..
Líkur á breytingum
Kona gifstist karli og ætlast til þess að hann breytist, en hann gerir það ekki..
Karl giftist konu og ætlast ekki til þess að hún breytist en hún gerir það..
Rökræðutækni
Konan hefur alltaf síðasta orðið, alltaf.
Allt sem karlmaður segir eftir hennar lokaorð er byrjun á nýrri rökræðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Ósammála
6.3.2008 | 16:42
![]() |
Kynmök taki sjö til þrettán mínútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)