Betra seint en aldrei frú Solla
4.1.2009 | 15:38
Það er betra seint en aldrei frú Solla, en þér til upplýsingar þá hafa ísraelar verið að myrða og drepa úr fjarlægð s. viku 10 daga eða svo..
Næsta skref hjá þér er svo væntanlega ða hóta að slíta stjórnmálasambandi við þessa morðingjaþjóð sem kallar sig hina guðs útvöldu..
Skrefið eftir það væri að taka ísland af lista hinna staðföstu þjóða , nokkuð sem Samfó lofaði að gera fyrir síðustu kosningar..
Svo þér til upplýsingar, þá er öryggisráðið óstarfhæft vegna neitunarvalds bandaríkjanna og nokkura annara ríkja..
En þú ert farin að sýna smá merki um að þú hafir bein í nefinu.. gakktu skrefið til fulls.
![]() |
Fordæmir innrás á Gasa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
4000 er nær sannleikanum en 1000
3.1.2009 | 16:18
en svona "niður"talning er svosem ekkert óalgeng í fjölmiðlum eða hjá lögreglunni.
Ég var að koma heim af austurvelli og ég gat ekki betur séð en að fjöldinn hafi verið töluvert yfir 3000 manns.
Falsanir og lygar í fjölmiðlum landins eru að verða óþolandi.. sbr Ara Edwald sem talaði um milljónatjón á gamlársdag.. raunverulegt eignatjón var lítið sem ekkert.. Sigmundur Ernir laug framan í alþjóð og sagði að myndavélar og annar búnaður hafi skemmst.. LYGI.
Eina tjónið sem varð hjá stöð 2 var tap á kostun þáttarins sem var Rio tinto alcan.. þeir að sjálfsögðu borguðu ekki kostun á hálfum þætti..
![]() |
Mótmælt á Austurvelli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Hann hylur andlitið hermaðurinn
2.1.2009 | 23:53
afhverju skyldi hermaðurinn hylja andlit sitt ? skyldi hann skammast sín fyrir framferði þjóðar sinnar svo mikið að hann geti ekki sýnt andlitið ? eða hvað haldið þið ?
![]() |
Íbúar yfirgefi heimili sín |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Þá fer Alonso
1.1.2009 | 15:55
Ég hef sagt það síðan ég frétti þetta með Gulla Vikka á haustmánuðum að ástæðan fyrir því að Rafael vill fá hann til Liverpool sé sú að Alonso sé að fara.
Ég spái Gulla glæstri framtíð hjá Liverpool og stuttum tíma á bekknum áður en hann tekur við stöðu Alonso á miðjunni.. Gulli mun spila sinn fyrsta a leik með Liverpool strax í febrúar.
Glæsilegt Gulli og til hamingju :).. og svo hendiru auðvitað ManU logóinu þínu og búningunum og segir mömmu þinni að segja sig úr fan klúbbi MU ;)
![]() |
Liverpool kaupir Guðlaug af AGF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 16:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Það verða pottþétt fleiri verkefni á árinu 2009
1.1.2009 | 12:15
ef miða á við framgöngu lögreglunnar hér : http://hehau.blog.is/blog/hehau/entry/759218/#comment2063266 Þá verða verkefni löreglunnar bæði mörg og erfið.. því ég sé ekki betur en að lögreglan sé að skapa andrúmsloft æsingar og ofbeldis með framferði sínu.
![]() |
Fleiri verkefni lögreglu en í fyrra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
gaman af þessu
31.12.2008 | 14:18
það er greinilegt að mótmælin hafa mikil áhrif á þá sem sitja í Kryddsíldinni.. fólk virðist stressað við borðið.. löggan bjástrar við að halda fólki frá húsinu.. brunabjallan glymur af og til.. taktfast trommuslag fyrir utan gluggan..
Töff.. vonandi ná þeir að vekja þessa sauði við borðið hjá Sigmundi Erni.. en GHH er að sjálfsögðu ekki mættur..
![]() |
Hafa ruðst inn á Hótel Borg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
tæpar 5 mínútur stóð það
29.12.2008 | 20:23
Ég fór út á Klambratún til að horfa á dýrðina og verð að segja að þessi sýning var með þeim slappari sem ég hef séð.. rétt tæpar 5 mínútur stóð hún skv minni klukku. En kannski endurspeglar þessi sýning flugeldasöluna um þessi áramót og kreppuna sem nú ríður röftum hér á landi...
Bara tuð ég veit það !
![]() |
Ljósadýrð í Öskjuhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
með kveðju frá liverpoolmanni
28.12.2008 | 20:10
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
nokkrir linkar um Aparteid stefnu ísraels
28.12.2008 | 20:03
sá fyrsti er wikipedía sem er ágæt til að finna aðrar upprunalegar fréttir.
http://en.wikipedia.org/wiki/Allegations_of_Israeli_apartheid
hér er counterpunch.. óviss uppruni þessarar síðu
http://www.counterpunch.org/aloni01082007.html
og svo hið virðulega guardian með góðan pistil um samanburðinn við suður afríku
http://www.guardian.co.uk/world/2006/feb/06/southafrica.israel
og að lokum hið ísraelska haaretz um sama efni...
http://www.haaretz.com/hasen/spages/1000976.html
Ég óska ykkur góðrar lesningar og vonandi nær þetta að snúa einstaka harðhaus örlítið í áttina að réttlæti.. en ég geri mér ekki miklar vonir um það því heimska fólks á sér fá takmörk.
villi í köben, marco, Sigurður Rúnar, pretikarinn og aðrir zíonistar eru sérstaklega boðnir velkomnir til að lesa þessa linka.. og það þrátt fyrir að villi sé búinn að banna undirritaðan og kæra hann líka til ritskoðunar moggabloggsins
en vil benda á myndband sem ég setti inn fyrir nokkrum vikum...
http://skari60.blog.is/blog/skari60/entry/736139/
![]() |
Flykkjast til Egyptalands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
hinir friðelskandi israelar
27.12.2008 | 10:51
Þessi friðelskandi þjóð er bara að hefna fyrir árásir palestínumanna á sitt eigið palestínska landsvæði sem ísraelar stálu um árið..
fyrst opna þeir fyrir hjálparsendingar.. að vísu eftir að hafa svelt Gasa í nær 10 daga og skammtað vatn og aðrar nauðsynjar til svæðisins.. en daginn eftir að hinir friðelskandi ísraelar sem bara eru að verja stolið land sendu inn 90 vörubíla þá sprengdu þeir sama svæði í loft upp.. þá er nefnilega pottþétt að hjálparsendingarnar komast ekki í réttar hendur..
en hey.. Hamas eru vondu strákarnir hérna.. skilja það örugglega ekki allir í dag ??
En til að bæta við fréttina þá eru amk 120 dauðir.. ekki 40 eins og mogginn segir og þessi tala á eftir að hækka mikið í dag. en það gerir ekkert til því þetta eru allt saman hryðjuverkamenn .. er það ekki annars ?
![]() |
Röð loftárása á Gaza |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)