Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009
hvalsteik í kvöldmatinn
18.6.2009 | 20:12
Ég var að innbyrða hrefnusteik.. algert lostæti.
Ég tók kvikindið og skar hana í 3 sentimetra þykkar sneiðar.
notaði svartan pipar á kantinn á henni.. ekkert annað krydd eða salt var notað á steikina.
Kartöflurnar soðnar áður en ég réðist í sjálfa steikinguna..
Ég hitaði olíuna á pönnunni.. var með ríflega olíu svo hún náði 1/3 upp á steikina.
lagði sneiðarnar í olíuna sem var ekki alveg orðin "steikarheit"..
Setti piparsósuna í gang.. hrærði tvisvar þrisvar..
Leit á hvalinn minn..
Hrærði meira í sósunni..
sneri sneiðunum , það voru liðnar sirka 2 og hálf mínuta inn í steikingu..
sósan fór að sjóða.. hrærði meira og tók hana af hellunni..
Kartöflurnar voru settar óskrældar á diskinn.. skornar í báta.. sáldraði grillkryddsblöndu yfir.
sósunni hellt yfir kartöflurnar..
Hvalnum snúið við.. sirka 2 og hálf mínúta voru liðnar síðan síðast.. slökkt undir pönnunni..
kókflaskan opnuð og hellt í glas með ísmola..
Steikin sett á diskinn...
fyrsti bitinn skorinn.. og viti menn.. hún var fullkominn, "medium rare" ..
smjatt.. slurp og nammi namm :)
himnesk máltíð á undir 500 kr á mann.
Umhverfismál | Breytt s.d. kl. 20:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
bloggstífla í mánuð..
18.6.2009 | 13:18
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)