hvalsteik í kvöldmatinn

Ég var að innbyrða hrefnusteik.. algert lostæti.

Ég tók kvikindið og skar hana í 3 sentimetra þykkar sneiðar.  

notaði svartan pipar á kantinn á henni.. ekkert annað krydd eða salt var notað á steikina.

Kartöflurnar soðnar áður en ég réðist í sjálfa steikinguna..

Ég hitaði olíuna á pönnunni.. var með ríflega olíu svo hún náði 1/3 upp á steikina. 

lagði sneiðarnar í olíuna sem var ekki alveg orðin "steikarheit".. 

Setti piparsósuna í gang.. hrærði tvisvar þrisvar..

Leit á hvalinn minn.. 

Hrærði meira í sósunni.. 

sneri sneiðunum  , það voru liðnar sirka 2 og hálf mínuta inn í steikingu.. 

sósan fór að sjóða.. hrærði meira og tók hana af hellunni.. 

Kartöflurnar voru settar óskrældar á diskinn.. skornar í báta.. sáldraði grillkryddsblöndu yfir.

sósunni hellt yfir kartöflurnar.. 

Hvalnum snúið við.. sirka 2 og hálf mínúta voru liðnar síðan síðast.. slökkt undir pönnunni.. 

kókflaskan opnuð og hellt í glas með ísmola.. 

Steikin sett á diskinn... 

fyrsti bitinn skorinn.. og viti menn.. hún var fullkominn, "medium rare" ..

smjatt.. slurp og nammi namm :)

himnesk máltíð á undir 500 kr á mann.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Óskar.!Á að drepa mann úr öfund hérna

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 20:32

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Nei alls ekki Ragna.. þetta er hvatning til allra um að gera slíkt hið sama enda hlandauðvelt.. svona svipað og að pissa sitjandi :)

Óskar Þorkelsson, 18.6.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Brattur

Þetta er svipuð aðferð og þegar ég tók lóukvikindið og grillaði um árið...

Brattur, 19.6.2009 kl. 07:47

4 identicon

Úff Brattur.Ekki segja þetta

Ragna Birgisdóttir (IP-tala skráð) 19.6.2009 kl. 12:30

5 Smámynd: Brattur

Er einhver munur á Lóu og hval ?

Brattur, 19.6.2009 kl. 12:35

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

lóan er ansi bragðgóð :)

Óskar Þorkelsson, 19.6.2009 kl. 21:20

7 Smámynd: Karl Tómasson

Takk minn kæri fyrir uppskriftina.

Þetta verður tekið föstum tökum hjá mér þegar ég fæ næst hvalket.

Bestu kveðjur úr Mosó frá Kalla Tomm.

Karl Tómasson, 27.6.2009 kl. 02:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband