Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
YNWA
30.4.2008 | 22:54
You'll never walk alone
When you walk through a storm,
Hold your head up high,
And don't be afraid of the dark.
At the end of a storm,
There's a golden sky,
And the sweet silver song of a lark.
Walk on through the wind,
Walk on through the rain,
Though your dreams be tossed and blown..
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
Walk on, walk on, with hope in your heart,
And you'll never walk alone....
You'll never walk alone.
Enski boltinn | Breytt s.d. kl. 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Kunna ökumenn ekki á aðvörunarskilti ?
29.4.2008 | 17:18
Þegar maður les svona fréttir þá dettur manni í hug að viðkomandi ökumaður annað hvort kunni ekki að lesa aðvörunarskilti eða kunni ekki að lesa aðstæður á vegum úti.
Í Mosfellsbæ td er aðvörunarskilti frá vegagerðinni sem sýnir vindhraða í metrum á sekúntu, lengst til hægri er rauð tala ef vindurinn er orðinn hættulegur í hviðum. Mig minnir að þær byrji að lýsa ef hviðurnar ná 20-23 metrum á sekúntu og eru ökumönnum til aðvörunnar um váleg veður framundan... vindurinn fór í 40 metra í dag !!
Hjólhýsi splundraðist á ferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
7 myrtir !
28.4.2008 | 19:18
Þessir palestínumenn, stórhættulegir og gráir fyrir járnum voru myrtir af hetjum israels.. að þeir myrtu voru kona og 4 börn hennar er lítilvægt því börnin hefðu örugglega orðið Hamasliðar og mamman getað átt fleiri börn sem líka hefðu eflaust orðið Hamasliðar.. þetta er bara forvarnarstarf Israela.. drepum þá sem fyrst því þá geta þeir ekki drepið okkur síðar.
Ísraelar eru morðingjar !
Börn létust í loftskeytaárás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Villi vitlausi og Óli F
27.4.2008 | 01:19
Þessir kújónar hafa keypt handónýt og forljót hús á laugarvegi fyrir tæpar 600 milljónir og eru nú að selja flottustu eign innan borgarmarka reykjavíkur fyrir sama pening !! Tilviljun ? Varla...
Hversu heimskiir eru þessir menn í raun ? Hvar er fuglamorðinginn hann Gísli núna ? Á að hafa borgarbúa að algerum fíflum ? hversu langt ætlar sjálftektarflokkurinn að seilast með aðstoð Óla falska ?
Nafni Bergson í Framsókn hefur lög að mæla í grein sem ég las á visi.is.. merkilegt að ég hef ekki séð þau skrif á mbl.is.. tilviljun ? Varla.
Fríkirkjuvegur 11 ekki seldur? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
það var alls ekki óþekkt loftfar á ferðinni.
25.4.2008 | 11:44
Enn og aftur tekst mogganum að koma með frekar illa unna frétt, eða reyna að gera stóra frétt úr engri frétt. Þessar flugvélar voru ekki meira óþekktar en það að flennistórar myndir birtust í blöðunum af þessari æfingu rússa sem stóð í 24 tíma og tókst vel, einn björn og 4 su 27 eða 31 ásamt eldsneytisvélum flugu niður með strönd noregs, að lofthelgi skotlands, sneri þar við og fór sömu leið til baka... allan tímann í fylgd norðmanna og breta..
hér er almennileg frétt um atburðinn ógurlega :
http://www.vg.no/nyheter/innenriks/artikkel.php?artid=519530
Óþekkt loftfar á íslenska flugstjórnarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Umhverfisvernd á villigötum ?
24.4.2008 | 14:49
Umhverfisvernd á villigötum ?
Ég hef mikið velt fyrir mér allri þessari umhverfisvernd og notkun á lífrænu eldsneyti.
Hugmyndin er góð, ég meina alger snilld að rækta bara diesel úti í garði ! Þótt grunnhugmyndin sé góð þá er praxisinn það ekki því að til þess að fullnægja þörfinni á þessum markaði þarf að taka þó nokkuð drjúga prósentu af ræktunarsvæði sem er annars notað til þess að framleiða matvæli og fara að framleiða lífrænt eldsneyti.
Í kapitalískum heimi er þetta ekkert mál.. markaðurinn ræður ! eða hvað ? Jú það má segja að markaðurinn ráði för og gróðasjónarmið ráði því í hvað akrar eru notaðir, bændur vilja jú fá sem hæst verð fyrir sínar afurðir um allan heim og eldsneytisrisarnir eru ríkir og yfirbjóða hvern sem er til þess að fá aðgengi að lífrænueldsneyti.. skítt með það þótt litaða fólkið svelti í þriðja heiminum.. við þekkjum þau hvort sem er ekki og þau hafa engan talsmann. Svo akrarnir eru teknir fyrir framleiðslu á eldsneyti og fólk er farið að svelta í þriðja heiminum aftur, líkt og var hér upp úr 1975-1990.
Ég rakst á athyglisverða grein í norsku netblaði og sú grein benti á aðra grein eftir íslenskan prófessor í noregi sem skrifar athyglisverða grein um regnskógana og hvernig þeir hverfa undir lífrænt eldsneyti og nautakjötsframleiðslu.. Ég linka greinarnar neðst í blogginu. Í fyrri greininni er talað um að ef 5 % af norska bílflotanum yrði drifinn áfram af lífrænu eldsneyti þá muni það þýða matvæli fyrir 2.7 milljónir manna mundu hverfa af matvælamarkaðinum og inn á eldsneytismarkaðinn. Þetta er umhugsunarefni.. erum við orðin svona firrt í okkar baráttu fyrir betra loftslagi að við erum tilbúin til þess að svelta stóran hluta mannkyns bara út af umhverfissjónarmiðum vesturlanda ?
Í þætti á RUV í gær um olíuna, mjög svo hugsanavekjandi þáttur, kom fram að 800.000.000 manns muni svelta ef menn skipta yfir í lífrænt eldsneyti.. og um leið styrjöld yfirvofandi. Ég hef miklar áhyggjur af þessari þróun því ég tel að heimurinn sé á krossgötum, kína og indland eru að þjóta fram úr vesturlöndum og neyslan eykst eftir því og vöruverð hækkar því eftirspurnin eykst um allan heim. Ég hef skrifað um það áður að bara aukningin ein í kína á kjöti til manneldis krefst 1 milljarðs af kornmeti á næsti 5 árum til viðbótar við þau matvæli sem fara nú þegar í eldsneytisframleiðslu. Þetta þýðir í raun að alloir þurfi að borga meira fyrir sín matvæli en gert er í dag og er umhverfissjónarmið stór þáttur í þessum spíral.
Erum við á villigötum ? Þurfum við ekki að hugsa upp á nýtt okkar um umhverfisverndarsjónarmið og loftslagsbreytingar ? Erum við að gera illt verra með umhverfishjalinu hér á vesturlöndum ?
http://e24.no/makro-og-politikk/article2386430.ece
og greinin eftir Rögnvald
http://e24.no/kommentar/spaltister/hannesson/article2313270.ece
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Nágrannaerjur
24.4.2008 | 11:58
Ég er einn af þeim sem læt lítið fyrir mér fara á mínu heimili. Ég spila aldrei músík hátt, ég er ekki með heimabío og tröllvaxna hátalara. Ég er ekki með partý heima hjá mér. Ég reyki ekki og er því ekki lyktarvaldur á stigagangi. Ég þríf sameignina og sé um ruslatunnurnar þegar þess þarf.. samt er kvartað !!
Það var hringt í mig í morgun af eiganda íbúðarinnar sem ég leigi hér á Neshaganum og tjáði hann mér að nágranni minn á neðri hæðinni hafi kvartað yfir þrifum á sameigninni. Ég varð auðvitað hissa á svona kvörtun og kannaðist ekki við mig í þessu dæmi. Ég fór að velta fyrir mér hverju veldur að menn séu að kvarta yfir mér, því ef ég er umkvörtunarefni í sameign þá eru allir það.. Svo fór ég að hugsa málið betur og sé að kannski er umhvörtunin ekki gagnvart mér heldur eitthvað annað sem hefur verið að fara í taugarnar á nágrannanum.
Svo er mál með vexti að frá íbúinni á neðri hæðinni berst nær stanslaus barnsgrátur, kvöld eftir kvöld og dag eftir dag, með hléum þó.. líða kannski nokkrir dagar en svo er allt komið í gang aftur.. barnið grætur og gengið er um gólf..Svona skapar streitu ekki bara hjá viðkomandi foreldri heldur hjá nágrönnum þess líka því vel er hljóðbært á milli íbúða í þessu húsi.. sbr stunurnar frá efrihæðinni á laugardagskvöldum og bankið í höfðagaflinum taktfast og hávært.
En komum að umhvörtunarefninu.. slæm þrif á þvottahúsinu. Ég ryksugaði yfir þennan blett þegar ég tók sameignina síðast en greinilega ekki nógu vel fyrir húsmóðurina örþreittu á neðrihæðinni því henni fannst það betra að kvarta við leigusalann minn en að ræða við mig sjálfan.. svona kvartanir fara yfirleitt illa í mig ef fólk ekki getur horfst í augu við þann sem á að kvarta við . Var umrædd kona að finna sér eitthvað til þess að tuða yfir eins og konum er tamt ef ekki allt er í lagi hjá þeim, eða lágu aðrar kenndir að baki. Ég hef nefnilega tekið eftir því að konunni minni er aldrei heilsað af viðkomandi konu.. en konan mín er asísk að uppruna.. er þetta ástæðan ?
Ég vona ekki konunnar á neðrihæðinni vegna því ef það er ástæðan þá er hún illa innrætt og ætti að laga hjá sér sitt viðhorf gagnvart öðrum kynþáttum.. já og gagnvart nágrönnunum. En ég hef ákveðið að gefa þeim raunverulega ástæðu til þess að kvarta við minn leigusala og ekki koma nálægt einu eða neinu sem viðkemur þessari húseign eða sameign hennar.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Chelsea menn ánægðir
23.4.2008 | 08:56
Það er alveg meinfyndið að heyra hvað Chelsea menn eru ánægðir með þetta sjálfsmark.. því ekki komu þeir sér í færi í leiknum og voru sí "dettandi" allan leikin án sýnilegrar snertinga..
Liverpool átti leikinn þar til Rauðhausinn skallaði boltann í eigið mark 30 sekúntum fyrir leikslok.
Ekki ætla ég svo sem að hella mér yfir Riise vegna þessa en vil bara segja að hann gat gert allt annað en þetta .. td bara að nota lappirnar.
Seinni leikurinn er eftir og miðað við getu Chelsea til þess að komast í marktækifæri þá hef ég ekki miklar áhyggjur af þeim leik.
Liverpool fer áfram á 2-1 markatölu.
Riise skoraði sjálfsmark og tryggði Chelsea jafntefli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
fyndinn frétt..
21.4.2008 | 12:39
Þetta er svolítið fyndinn frétt í ljósi þess að ísland er ekki á því svæði þar sem verið er að spá hlýjindum.. Þegar er heitt og gott veður í skandinavíu þá er venjulega, já eiginlega bara alltaf rigning og leiðindaveður hér og öfugt, sbr rigningasumarið í fyrra í evrópu og sólarsumarið sem var hér í fyrra.
Ég spái því að á íslandi muni verða leiðindaveður og rigning megnið af sumrinu.. ef spá norðmanna gengur eftir með noreg.
http://www.dagbladet.no/nyheter/2008/04/20/533117.html
Hlýindi í kortunum í sumar? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
til hamingju með daginn Víkingar
21.4.2008 | 12:31
Víkingur er 100 ára í dag og óska ég félagsmönnum þessa merka félags til hamingju.
alltaf gaman að fást við víkinga í boltanum í efstu deild því þeir hafa gefið okkur KR-ingum mörg og góð stig í sarpinn...
Íþróttir | Breytt s.d. kl. 12:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)