Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Jafnvægi á heimsmarkaði, matarverð og hindranir

Ég hef skrifað af og til um hækkun á matvælaverði um heim allan og þá sérstaklega hrávöruverði sem hefur í sumum tilfellum margfaldast á s.l 12 mánuðum. Í gær var ein af aðalfréttum dagsins í útvarpi að Kazakstan hafi bannað útflutning á hveiti þar sem matvöruverð innanlands hafi farið úr böndunum, en Kazakstan er eitt af mikilvægustu útflutningríkjum í heimi á hveiti.  Hveitiverð náði heimsmeti í gær á mörkuðum og er markaðurinn mjög ótryggur á næstunni.  Pakistan hefur einnig stöðvað eða dregið töluvert úr útflutningi á korn afurðum ad sömu sökum.

Ástæður þessara hækkana eru margskonar en tvær eru megin orsök.  Sú fyrri er fjölgun í millistéttum kína og indlands með tilheyrandi vestrænum lifnaðarháttum þar sem kjöt er haft á borðum daglega. Þessi aukning hefur í för með sér að í kína einu þarf aukna kjötframleiðslu um 100.000.000 tonn á næstu 5 árum, hundrað milljón tonn á mannamáli.  Til þess að mæta þessari auknu eftirspurn, bara í kína þarf um 1.000.000.000 tonn af kornmeti hverskonar.  Einn milljarð tonna.  Þetta korn er einungis unnt að taka af manneldismörkuðum með tilheyrandi hækkunum á heimsmarkaði.  Ég hef ekki tölur fyrir indland en sennilega eru þær um helmingur af þessum tölum frá kína.

Hin ástæðan er aukin eftirspurn eftir eldsneyti af lífrænum toga.  Í nafni umhverfisverndar þá svelta manneskjur í þriðjaheiminum.. en okkur kemur það eflaust ekkert við, enda sjáum við ekki afleiðingar frjálsrar verslunar á þriðja heiminn hér á íslandi nema þegar við viljum sjá þær.  Stóru eldsneytisfyrirtækin borga hvaða verð sem er og yfirbjóða matvælafyrirtæki miskunnarlaust til þess að útvega sér hráefnið svo þau geti haldið í ímynd sína sem fyrirtæki sem vill verða umhverfisvænt.. og við hauslausu hænurnar hlaupum á eftir skottinu á þeim og kaupum bíla sem ganga fyrir lífrænu eldsneyti eða notum umbúðir sem eyðast í náttúrunni á innan við 3 mánuðum (maissterkju-umbúðir).

 


Fullkomið

Þetta eru góðar fréttir fyrir konur jafnt sem karlmenn.. allt í fullu tré og minni áhætta á óþarfa barneignum á gamals aldri ;)
mbl.is Rannsóknir sýna að Viagra hefur slæm áhrif á sæði karlmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skildi Rafa átta sig á stöðunni ?

Ég hef áhyggjur af stöðu mála hjá Liverpool.. nú er svo komið að þúsund króna liðið Everton er hreinlega sterkara lið en Liverpool með allar sínar milljarðstjörnur innanborðs.. skildi Rafael Benitez átta sig á stöðunni eða er maðurinn gersamlega blindaður af evrópudollunni og áttar sig ekki á gildum enskrar knattspyrnu ?  Ég hallast að því síðara.....
mbl.is Everton í fjórða sætið eftir 2:0 sigur á Man City
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er fáranlegt

Ég vinn við innflutning á matvælum og sé hækkun á lífsnauðsynjum í hverjum mánuði erlendis.. Stærsti orsakavaldurinn er einmitt lífrænt eldsneyti sem er hampað af græningjum um allan heim sem hafa ekki meira vit í kollinum en það að þeir skilja ekki að þessi olía er framleidd úr matvælum og nú þegar er skortur á matvælum í heiminum.  Matvæli hækka og hækka og tapararnir eru þeir sem eru lægst launaðir og íbúar þriðja heimsins sem fá ekki lengur matvæli á viðráðanlegu verði þegar olíufélögin borga bara hvaða verð sem er fyrir kornmetið án tillits til þarfa íbúa þessa heims og berja sér svo á brjóst og þykjast vera að vinna heiminum gagn. 

Fífl og fávitar eru þeir sem styðja bíodísel og lífrænt eldsneyti ásamt því að fagna því að maissterkjupokar séu komnir í umferð !!!


mbl.is Flýgur á lífrænu eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Wagyu naut, verðlag og Aarhus.

Ég skrapp í viðskiptaferð til danmerkur á miðvikudaginn var og var það hin ágætasta ferð. Dagskráin var að vísu talsvert þétt svo lítill tími gafst til ráps um bæi og torg.

Eftir þétta dagskrá í Danisco í Aarhus þá var okkur boðið til kvöldverðar í St.Clemenz Bryggeri við Kannikegade 10-12 www.bryggeriet.dk . Þetta er veitingastaður sem sérhæfir sig í nautakjöti og er tengdur Herford veitingahúsunum en er samt sér á báti þar sem þessi staður bruggar sitt eigið öl og er það öl einstaklega gott.

Við vorum 5 saman og ætluðum að panta japansk bjór naut Wagyu, sem er víst voða gott og var á 15.999 kr kg í nóatúni fyrir jól á íslandi.  Hér gátum við pantað 1,5 kg af þessu dýrindis kjöti á 1500 dkr eða um 18000 kall fulleldað með öllu tilheyrandi á veitingastað.. segir margt um verðlagninguna og græðgiskúltúrinn á íslandi.  En því miður þá var þessu steik ekki til þennan dag svo við fengum okkur tvo skammta af ástralskri nautasteik sem vóu samtals um 1.5 kg og svo var meðlætið með.  Þetta var svo borið fram á tréfati og diskarnir voru trédiskar, snjáðir og vel notaðir. Afskaplega sjarmerandi allt saman og kjötið himneskt gott . Ég mæli hiklaust með þessum stað og vil benda Heidi Strand sem er í köben þessa stundina á að þessi keðja er líka þar. Þessi máltíð sem var vel útilátin ásamt 2 hvítvínsflöskum með forréttinum.. já ég gleymdi því að það var forréttur, síðan komu 3 rauðvín, bjór og allur pakkinn.. kom á 3300 dkr fyrir 5.. sem þætti helvíti vel sloppið á íslenska okurmarkaðnum.

Hótelið sem við gistum á hefur verið valið besta hótel danmerkur nokkrum sinnum. Radison Sas  Scandinavian Aarhus  http://aarhus.radissonsas.dk/ og er alveg óhætt að mæla með þessu hóteli.

Aarhus virkaði vel á mig, passlega stór borg og afskaplega sjarmerandi miðbær. Þar er gamalt og nýtt í sátt og samlyndi sem reykjavík mætti skoða nánar...

 

Góð og árangursrík ferð sem vonandi á eftir að skila okkur góðum viðskiptum á næstu árum.


Rafa fékk galgafrest

Góður sigur vannst í kvöld á geysisterku Interliði, en því miður þá hjálpaði það talsvert að góðvinur ZZ var rekinn af leikvelli fyrir leikaraskap Torres svo italirnir spiluðu einum færri það sem eftir var leiksins.

Með sigrinum fær Rafael Benitez gálgafrest fram á vor sennilega til þess að koma skikki á Liverpoolliðið sem virðist hafa ofnæmi fyrir deild og bikar heimafyrir en geta unnið hvaða stórlið sem er í champions league.


mbl.is Liverpool sigraði Inter 2:0
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

góðar fréttir fyrir Bush

Núna getur hann andað léttar og róið öllum árum að því takmarki Bandaríkjamanna að gera Cubu að nýlendu aftur.  Cuba var misnotuð illilega af amerikönum fyrir valdadaga Castro og grasseraði hórlífi og spilavíti á cubu fyrir tíma Castro.. að hluta til er þetta að gerast aftur í seinni tíð þar sme tvennskonar gjaldmiðlar ganga á cubu. US dollar og cubanski pesoinn. US dollars kemur með ferðamönnum og hórlífi ýmisskonar og hafa cubönsk stjórnvöld litið undan því flæðið á dollurum er hreinlega það mikið að þeir gera litið í því að stöða kynlífsferðir til Santiago á norð austur cubu.

Verður fróðlegt að sjá hvernig þetta fer..  Kannski "frelsast" cuba og frelsi til alls verður allsráðandi með "velmegun" ala USA.


mbl.is Kom fáum á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta hef ég sagt í tæp 2 ár..

.. að Rafael Benitez er EKKI maðurinn til þess að gera eitt eða neitt hjá liverpool.. við erum eins og stendur 19 stigum á eftir Arsenal í deildinni, dottnir út úr deildarbikar og FA bikar.. erum að fara að detta út gegn Inter í næstu viku og frábið ég mér aumkunnarvert væl liverpool manna sem segja að við eigum séns í inter.. við vorum að tapa fyrir Barnsley ef þið skiljið hvað ég meina og orðspor Rafa sem tæknisnillings og skipulagssnillings í bikarkeppnum er löngu dautt en það kom all illileg skítalykt af því orðspori í dag.

Burtu með þennan sauð þar sem hann skilur ekki sjálfur að hann er búinn að vera í Liverpool fc og er orðinn líkt og forveri hans dragbítur á félagið.  Ég vildi reka Rafa í fyrrasumar, ég vildi reka hann 1 jan.. ég vil líka reka hann 16 febrúar 2008.


mbl.is Liverpool úr leik í bikarnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

bloggletin að fara með mann..

Ég hef verið svakalega latur við að blogga undanfarið þótt margt hafi brunnið á mér.. td borgarstjórn en ég hef bloggað svo mikið á annara manna síðum um það ætti að vera ljóst hvað mér finnst um það mál allt.. en í stuttu máli þá er það svona : Villi er vitlaus, Óli er falskur.. borgin er ekki í góðum höndum.. lygarar og lymskumerðir stjórna hér á bæ..

Umferðin hefur verið mér hugleikin, aðalega vegna þess hversu lélegir íslendingar eru almennt í umferð.. þeir taka ekki þátt í umferðinni heldur keyra þeir út í umferðina  sjónlausir, heyrnalausir , fattlausir, tillitslausir, hægfara og virðast almennt skyni skroppnir.

Einn hringdi inn um daginn og kvartaði yfir íslendingum í umferðinni en opinberaði heimsku sína um leið.. hann sagði að hvergi á byggðu bóli þekktist það að menn tækju framúr hægra megin í umferðinni.. og bölvaði slíkum ökumönnum sem tækju framúr hans sjálfrennireið hægra megin !  Þessi fauskur fattar það ekki að hann var sjálfur að þvælast á vinstri akrein, gersamlega sjónlaus og skynlaus á umferðina sem fór greinilega HRAÐAR en snillingurinn sem hékk á vinstri akrein og ók of hægt.. þvílíkur sauður.  Pottþétt dæmi um sauð í umferðinni.

Önnur mál hafa verið nærri mér og þá einna helst að ég hef verið að rokka feitt í pílukasti undanfarið.. en pílukast er mitt áhugamál í stað þess að þvælast um golfvelli.

Annars er bara allt í þessu fína þannig lagað.

 


ánægður með rússana

Ég er ánægður með það að rússar eru opinberlega farnir að ögra ameríkönum.  Bandaríkjamenn eru orðnir ömurlega hrokafullir undanfarin 10 ár eða svo.
mbl.is Rússneskar flugvélar flugu yfir bandarísk flugmóðurskip
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband