Pattaya, syndabæli eða stærsti skemmtistaður í heimi ?

Pattaya  11- 20 april

 

Ég endaði för mína um Thailand á því að heimsækja syndabælið Pattaya.  Ég hafði heyrt margt um þennan bæ.. mellur út um allt og dóp og glæpir.. Jú jú stelpurnar voru svosem þarna og margar hverjar viljugar í hvað sem er .. dóp sá ég ekki og glæpi sá ég aldrei.. en ég sá margt annað.. 

Botanic garden sem er stórkostlegur.. tekur nokkra klst að skoða hann allan..

Tiger farm sem er reyndar smá spöl frá Pattaya. Dýragarður með tígrum, krókódílum og fílum.. ásamt einhverjum öðrum dýrum.  

Fílashów þar sem fílarnir gengu sjálfala meðal fólksins og sprautaði vatni á þá sem þeim lysti.. enda var Songkran þessa vikuna í Pattaya.. Songkran eru thailensku áramótin og datt árið 2553 á okkur með fullum vatnsþunga alla vikuna.. en bærin var einn stór vatnsbardagi frá sólaruppkomu til sólseturs.. ekki séns að þú slyppir þurr 100 metra vegalengd.. fötur, slöngur og vatnsbyssur í öllum stæðum og gerðum og misaflmiklar voru notaðar.. og tók ég svo sannarlega þátt í þessu í tvo daga í röð og skemmti mér konunglega.. enda ekkert mál að vera rennblautur í 32-40°c. En á milli  lenti maður í ísköldu baði..  Songkran er alveg tilefni til sérpistils...  ég var td fyrstu tvo daganna á Soi 7 en neðri linkurinn er video af soi 7 en sá efri er slideshow.

 

http://www.youtube.com/watch?v=LsPkTlHqhaE&feature=fvsr

 

http://www.youtube.com/watch?v=07oQL_2kTFg

 

 

Veitingastaðir á Pattaya eru flestir hverjir afbragðsgóðir.. ég prufaði þýskan, ítalskan, rússneskan, franskan ásamt nokkrum thailenskum.. en farið var út að borða amk 2 sinnum á dag á góðu veitingahúsi.. maturinn frábær og þjónustan til fyrirmyndar.. verðið.. frá 50-300 baht á mann.. Baht er 3 sinnum verðmeira en íslensk króna svo verðlagið var í góðu lagi.

Eyjaferðir, ég fór í eina slíka, tók sirka klst að sigla þangað og var það ágæt ferð að sleppa við vatnsausturinn og komast í tæran sjó og hreina strönd.. kostaði 150 baht..

Jomtien ströndin er miklu stærri en pattaya ströndin og virkaði hreinni á mig líka.. gallinn við strendur í thailandi eru sjóþotur og hraðbátar.. en þeir sigla oft á mikilli ferð á milli syndandi fólks.. og skemma talsvert stemninguna.. nema auðvitað að maður sé sjálfur að þjóta þetta ;)

 

Walking Street er kafli út af fyrir sig.  Ég var á hóteli þar sem heitir Jasmine Hotel http://www.jasminehotel-pattaya.com/ og er í eign norðmanna. Gott hótel, hreint og fínt, og hlandódýrt.. 650 bhat nóttin en án morgunmats.. en hverjum var ekki sama um það því maður vaknar ekki í pattaya fyrir hádegi..

Hér er myndband af Walking Street :

http://www.youtube.com/watch?v=KSpVbiXQxPw

 

Þetta myndband er ágætt en ég tók nokkur sjálfur sem ég kann ekki að setja inn á bloggið...  Ég fór á rokktónleika , jass og blues á hverjum degi.. en Pattaya hefur bara einn dag í viku.. laugardagur 7 daga vikunnar.. allir dagar eru eins á Pattaya. Iðandi mannlíf og skemmtanir út um allt og flest er hægt að gera á Pattaya sem hugurinn girnist.. og er bærinn alls ekki eins og ég hafði ímyndað mér.. heldur var hann mun heimilislegri og jafnvel fjölskylduvænn ef út í það er farið..

 

Ég fer aftur á Pattaya síðar.. pottþétt.

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband