í Rayong, Khao Yai og fleira
29.3.2009 | 03:06
Þetta er stutt frásögn af síðustu dögum..
Hef heimsótt hindúamusteri á toppi á einhverju fjalli í Buri Ram.. daginn eftir fórum við svo í ferðalag til Khao yai þjóðgarðsins sem er skratti stór frumskógur sem er verndaður með kjafti og klóm.. enda mikil náttúruverðmæti þar, dýralíf og gróður..
http://www.dnp.go.th/parkreserve/asp/style1/default.asp?npid=9&lg=2
Þar stoppuðum við stutt því þetta er frekar dýrt svæði til að gista á , mikil aðsókn og svo þau svæði sem leift er að ferðast um á eru þéttsetinn túristum , þó aðalega frá thailandi.
Sáum þó slatta af dýrum en fáar myndir teknar því vélin mín ræður ekki við að taka myndir í rökkri í fjarlægð.
síðan ókum við daginn eftir í gegnum allan þjóðgarðinn til Rayong sem er í suðurhluta austur thailands kambódíumegin. Þar er ég nú í góðu yfirlæti á strandhóteli..
vonandi frjósið þið ekki í hel áður en ég kem heim ;)
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með ferðum ykkar, Óskar. Takk fyrir frásagnirnar.
Hér í Vesturbænum í Reykjavík var hvítt yfir öllu í morgun og sem ég sit hér og lít út um gluggann sé ég Esjuna, skjannahvíta niður að rótum. Það er ekkert tiltakanlega kalt, um 3 gráður í plús, og logn. Ég heyri nágrannana skafa og sópa af bílunum hér fyrir utan.
Vorið hlýtur að koma eftir páska.
Lára Hanna Einarsdóttir, 29.3.2009 kl. 11:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.