Stake and play, Umsögn um staðinn.
7.9.2008 | 11:08
Ég fór og horfði á landsleikinn milli íslands og noregs á Stake and play íþróttapöbbnum hans Geira í Goldfinger á Grensásvegi.
Við fyrstu sýn þá virkar hann töff og er talsvert lagt í stólana sýndist mér og margir flennistórir flatskjáir út um allt svo þú ert aldrei úr sjónfæri við leikinn.. nema kannski á dollunni.
Ég var kominn 30 mín fyrir leik, settist í innri salinn við barinn og bað um bjór og matseðil.
Þjónustustúlkan var vingjarnleg og vildi allt fyrir gestina gera en vantaði fágun og reynslu sem eflaust kemur fljótlega hjá henni. Aðrir þjónar voru svipuðu reki, um eða undir 20 ára og ekki með mikla reynslu.
Svo kom hamborgarinn, 1390 kall kostaði hann . borgarinn var kaldur, og brauðið farið að harðna aðeins svo mig grunar að ég hafi fengið mat sem einhver annar átti að fá en beilað á matnum og látið sig hverfa, því ég beið ekki nema í 5-10 mín eftir borgaranum og fékk hann kaldan sem sagt. Ágætlega bragðgóður og glóðarsteiktur en meðlætið var fyrir neðan allar hellur. Frönskurnar voru uppsópið úr steikarkörfunni.. 30 % af þeim voru stubbar eða hörð fita í köggli.. Ég nennti ekki að kvarta því stúlkan var svo elskuleg þegar hún spurði mig hvernig mér líkaði maturinn.. ég svaraði með brosi og vandlætingar handahreifingu, efast um að hún hafi skilið þá fáguðu handahreifingu.
Bjórinn var kaldur og góður og runnu 6 niður yfir leiknum...
Þá er komið að aðalatriðinu.. hvernig er að fylgjast með leik þarna ?
Hljómburðurinn er alveg hörmung og þótt hátt væri stillt, alltof hátt miðað við hljómburð þá var mjög erfitt að fylgjast með umræðum eða lýsingum í leiknum.. allt hrúgaðist saman í einn hávaðapakka. Þetta verður Geiri að laga, ég gef staðnum einn séns enn og ef hljómburðurinn verður eins.. og ef matuinn verður af sömu gæðum og í gær þá fer ég aldrei, ALDREI aftur á þennan stað.
Myndgæðin eru fyrsta flokks.. umgjörðin á staðnum er hinsvegar 3 flokks. Þeir sem hafa séð O´Leary´s í skandinavíu þekkja sportspöbba sem eru fyrsta flokks.. myndgæði, hljómgæði, matgæði og góð umgjörð. Ef Geiri hefði tekið þá staði sér til fyrirmyndar þá hafði hann skorað mikið hærra..
Staðurinn fær eftir mína fyrstu heimsókn.. 2 stjörnur af 5.
Kebabhúsið við hliðina fær 4 stjörnur. Í ofangreindum atriðum.
Athugasemdir
Nafnið á staðnum nægir til þess að ég fer aldrei þarna inn. Hvers á íslenskan að gjalda?
Lára Hanna Einarsdóttir, 7.9.2008 kl. 11:11
Steik og Leikur.. mundi virka jafnvel ef ekki betur.
annars er þessi staður ekki sjarmerandi.
Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 11:13
Held mig bara við Allann. Fínir borgarar þar.
Víðir Benediktsson, 7.9.2008 kl. 12:30
Ég komið á hinn staðinn hans Geira. Hann fær fullt hús hjá mér. Svona staði nenni ég ekki að heimsækja því það er kolómögulegt að horfa á leikina með góðu móti fyrir hávaða og skrílslátum.
Sigurður Sigurðsson, 7.9.2008 kl. 16:44
Ég fór á allan síðast þegar ég var fyrir norðan.. þá voru sko engir hamborgarar þar víðir heldur kína réttir allskonar...
Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 20:37
Jeg har aldri vært på Geirs steder og kommer aldri til å sette mine ben der inn. Har ikke sansen for det han står for.
Heidi Strand, 7.9.2008 kl. 20:59
:) við kan jo ta liten dans med stangen du og jeg Heidi :D
Óskar Þorkelsson, 7.9.2008 kl. 21:09
Du skal heller byde Auður Haralds. Hun skryter av at hun kan noe vi yngre damer ikke kan med stangen. Hun kan nemlig snurre brystene rundt den.
Heidi Strand, 7.9.2008 kl. 23:54
................nei
Óskar Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 00:49
BK kjúlla staðurinn við hliðina er mikið skárri þar er þó heitur matur, vel útilátið og ódýrt, fínt kaffi á eftir mat frítt, hinumegin við Steik og Leik er svo fyrir metróbrúnku liðið.
Ekki er fyrsta umfjöllun um staðinn góð svo ég sé til hvort hann lifi lengur en 3 mán án mikilla breytinga. Fyrst gæðin eru ekki í 1. klassa ætti verðlagið að vera í sama klassa þar til allt er komið í lag.
Sverrir Einarsson, 8.9.2008 kl. 01:05
he he ég fór einmitt á BK kjúlla á eftir og tók með heim..
Óskar Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 01:28
Greinilega allt í stake og no play á þessum stað.
Svanur Gísli Þorkelsson, 8.9.2008 kl. 16:55
Jeg melder pass. Hadde nesten drept meg på en skøytetur i 95.Etter den opplevelsen har det fulgt 5 oprasjoner og Heidis samlede verker.
Jeg kan ikke engang snurre bippene rundt søylene
Heidi Strand, 8.9.2008 kl. 17:39
Hafði mikinn áhuga á að kíkja þangað en þessi pistill dró þó nokkuð mikið úr þeim áhuga.
Björgvin S. Ármannsson, 8.9.2008 kl. 22:44
Bjór og leikur virkar fínt þarna held ég Bjöggi.. hf reyndar ekki kannað hljómburðinn í fremri salnum.
Óskar Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 10:25
Mín fyrstu kynni af Steik & leik voru jafnvel síðri en þín merkilegt nokk. Kom þarna helgina eftir að opnað var og það eina sem beið mín var skilti sem á stóð "Lokað vegna breytinga." svo við félagarnir hrökkluðumst með það sama yfir á Ölver.
En maður gerir eflaust aðra tilraun síðar til að kíkja á staðinn þó engar vonir standi til að hann jafnist á við Carl's Special-öl og Larry Bird-samloku á eðalstaðnum O'Learys í Cph þar sem ófáar krónurnar fóru nú i den við boltagláp, pool, fussball o.fl. Núorðið lætur maður bara Kilkenny á English Pub duga...
...désú (IP-tala skráð) 9.9.2008 kl. 14:40
það er reyndar erfitt fyrir hvaða sportpöbb sem er að jafnast á við O´Learys :)
Óskar Þorkelsson, 9.9.2008 kl. 17:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.