farið varlega á netinu... Jhs leigumiðlun og Netskil EHF

Ég var að leita mér að húsnæði í sumar og álpaðist inn á www.leiga.is og surfaði þar fram og tilbaka til ða finna húsnæði við hæfi.  Þar inni er hægt að haka við að fá send í e mail eignir sem falla undir þær leitir sem þú hefur verið að nýta þér.. gott og vel ég hakaði á þetta líkt og ég hef gert margsinnis áður erlendis, til dæmis á www.finn.no og hefur þjónustan aldrei kostað neitt.

Svo var ég að greiða reikninga í júnilok og þá sé ég rukkun frá JHS leigumiðlun upp á 2800 kall.. ég hringi strax og fæ þá að vita að með því að haka við vikomandi reit þá hafi ég samþykkt að greiða www.leigu.is umrædda upphæð.  Ég hafði að sjálfsögðu lokað fyrir þessa þjónustu örfáum dögum eftir að ég fékk fyrstu e mailana frá þeim í pósti. max 3-4 dagar.  Ég hringdi í umrædda þjónustu og þar svaraði ungur kurteis maður og sagði að hann mundi gera allt sem í hans valdi stæði til þess að hjálpa mér í umræddu máli.. gott og vel , ég upptekinn maðurinn í júlí og vann hvern og einn einasta dag þar og hafði því ekki tíma til þess að kanna málið frekar því ég treysti viðkomandi manni að hann væri maður orða sinna.. í það minnsta að hann mundi senda mér tilkynningu í e mail því hann fékk emailinn minn til að geta athugað hvað hafi misfarist í viðkomandi máli.. enginn email frá þessu fyrirtæki.

Þegar ég fór á netbankann minn í dag til þess að greiða reikninga þessa mánaðar þá sá ég að Jhs leigumiðlun var þarna inni enn og upphæðin kominn í 3859 kr.. og annað fyrirtæki fyrir neðan þá á listanum.. Netskil EHF með kröfu upp á 3805 kr..

Æði.. ég á sem sagt að borga einhverjum lögfræðingum fyrir klæki þeirra á netinu ekki bara gjald fyrir EKKERT heldur innheimtugjald í þokkabót..

Hver skyldi nú réttur minn vera ??  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Sigurþórsson

Þinn réttur? Engin - það varst þú sem hakaðir við

lesa smáa letrið drengur

Þetta heitir "löglegt - en siðlaust".

En svo er þetta ein vinsælasta leiðin til að hafa fé af fólki erlendis. Það er blekt til að kaupa einhverja svona "þjónustu" svo er meiriháttar mál að losna undan slíkri "þjónustu".

Nútíminn er trunta.

Júlíus Sigurþórsson, 4.8.2008 kl. 14:55

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he já Júlíus ég er nefnilega hræddur um það að þetta sé löglegt en siðlaust.  

Ég röfla í þeim í nokkra daga og borga svo eflaust áður en þeir fara með mig í gjaldþrot ;) 

Óskar Þorkelsson, 4.8.2008 kl. 15:13

3 Smámynd: Heidi Strand

Leiðinlegt að verða fyrir svona. Þakka þér að benda á þetta svo aðrir geta varist.

Heidi Strand, 4.8.2008 kl. 19:30

4 Smámynd: Björgvin S. Ármannsson

Ég er einmitt að leita mér að húsnæði þessa dagana, orðinn þreyttur á að búa í bílskúr. Var næstum búinn að skrá mig þarna á leiga.is en þakka þér fyrir að láta vita af þessu.

Björgvin S. Ármannsson, 5.8.2008 kl. 01:52

5 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Þetta er komið í þá boðleið að ég hef sent báðum fyrirtækjum e mail, netskil ehf svöruðu strax vel og skilmerkilega og þakka ég þeim fyrir það.. þeir eru með kröfu á hendur mér frá JHS leigumiðlun..

leiga@leiga.is sem er netfang JHS leigumiðlunar, hefur hinsvegar ekki svarað enn.. bíð spenntur eftir svari frá þeim. 

Óskar Þorkelsson, 5.8.2008 kl. 12:15

6 Smámynd: Steinunn Helga Snæland

Ömurleg lífsreynsla, en ekki sú eina,- þar sem fólk er höstlað á netinu.....Varlega þegar maður fer á þjónusutusíður. Maður fær venjulega ekki neitt fyrir ekki neitt. 

Að öðru máli minn kæri.  Ekkert hægt að gera í pílukasti þetta árið, svo ég treysti á að þú hafir menntað inhvern góðan pöbbáð ári liðnu, þegar ég kem næst?  Það HLÝTUR einhver kráreigandi að vera svo viti borinn að vilja opna "nágrannapöbb" fyrir eitthvað heilbrigt gerelsi!!! Bestu kveðjur, flýg á mánudag

Steinunn

Steinunn Helga Snæland, 5.8.2008 kl. 17:52

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Ótrúlega ósmekklegt hjá þessum fyrirtækjum að vera svona vondir við þroskahefta. Getur styrktarfélagið ekkert gert í þessu fyrir þig?

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 14:32

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson


Sigurður ertu að halda því fram að ég sé öryrki og þurfi á bótum að halda ?  frekar slæm tilraun til fyndni ..

annars er skemmst frá þessu máli að segja að leiga.is hefur ekki virt mig viðlits og ekki svarað e mailnum  enn.....  ekki veit það á gott miðað við aðrar efndir þeirra í þessu máli. 

Óskar Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 20:17

9 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

http://sigurdursig.blog.is/blog/sigurdursig/entry/608416/

Afsakið strákar. ég er stundum ekki alveg með sjálfum mér.

Sigurður Sigurðsson, 6.8.2008 kl. 22:01

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he góður

Óskar Þorkelsson, 6.8.2008 kl. 22:03

11 Smámynd: Heidi Strand

Óskar, Jeg tror at nr 7 er en halt annen mann. Ihverfall er det bilde av en annen og som han har sikkert funnet på nettet. Det er mange som seiler under falskt flagg. Hvis jeg får skit inn på min side, tørker jeg den ut og setter disse stakkarene ut  og forbyr de å skrive hos meg. Jeg gidder ikke bruke energi på slike feiginger.

Heidi Strand, 7.8.2008 kl. 09:26

12 Smámynd: kop

Tag det nu roligt Heidi. Du har sikkert ret i, at Sigurður ikke er den han gir sig ut for. Jeg tror han er helt ufarlig og så er han humorist. Dem er der ikke for mange af.

Smil.

Óskar, greinilega búinn að fatta Sigurð, sé að hann er tekinn í bloggvinatölu.

kop, 7.8.2008 kl. 12:22

13 Smámynd: Heidi Strand

Jeg så det han er meget snill. S.S. har åpnet bloggside bare til å kunne skrive lort hos andre og det er mange som gjør det.

Heidi Strand, 7.8.2008 kl. 14:34

14 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ta det med ro Heidi :)  vi har jo alle sammen gjört noe vi ikke er meget stolt av.. eller ?  SS kan bli her om han ikke oppförer seg ille.. eller mot mine bloggvenner.

Saa hörest han ut som 100 % Vestby patriot ;) 

Óskar Þorkelsson, 7.8.2008 kl. 19:06

15 Smámynd: Heidi Strand

Det er jo der hjertet slår.
Jeg må ha dårlig hukommelse. Kan ikke huske at jeg har gjort noe galt.

Heidi Strand, 7.8.2008 kl. 19:10

16 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kvittaðir þú við skilmála án þess að lesa þá? Er tekið fram á síðunni að þetta sé þjónusta, sem greiða þaðrf fyrir? Var bent á kostnað þjónustunnar svo ekki var um villst? Þ.e. var hún verðmerkt? Það að samþykkja að fá tölvupósta eða fréttabréf á ekki að fela í sér greiðslu. Ég myndi bera þetta undir lögmann eins og Ragnar Aðalsteins eða einhvern, sem er ekki  í svipaðri svikamilli. Neytendasamtökin ættu að fá bréf frá þér, þeir eru með lögmenn. Þetta er þjófnaður og ólöglegir viðskiptahættir.  Þeim er skylt að gera þér kostnaðinn ljósann og  þú verður að samþykkja verðið áður en þú færð þjónusuna.

Það er engin leið að þú eigir að borga þetta. Það er fullt af öryggisnetum fyrir neytendur til að koma í veg fyrir þetta.  Þetta er í raun lögreglumál. Kærðu helvítin.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.8.2008 kl. 04:00

17 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Sæll Jón, ekki kannast ég við það að hafa fengið aðvörun um það að þegar maður hakar við þá hafi maður samþykkt að greiða fyrir einhverja þjónustu.  En þetta er allt í skoðun hjá mér hvað ég geri.. 

www.leiga.is með netfangið leiga@leiga.is hefur enn ekki svarað mér en þeir hafa tekið kröfuna út af netbankanum hjá mér.. eftir stendur Netskil með 3806 kr ...  

Óskar Þorkelsson, 9.8.2008 kl. 11:19

18 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Nú, þá er bara að senda þeim línu og biðja þá um að afturkalla innheimtuna. Það er þeirra mál.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 21:10

19 identicon

Var að skoða vefinn leiga.is og sá að þegar maður skráir sig í eignarvöktun þá kemur nokkuð skýrt fram að það kostar kr.1990,- ef lagt er inn á bankareikning strax en kr.2490,- ef sendur er greiðsluseðill.

Þetta kemur nokkuð skýrt fram og þarf ekki mjög mikla athygli til að sjá það.

En hins vegar þori ég ekkert að fullyrða að þetta sé búið að vera svona skýrrt á síðunni þeirra þegar þú skráðir þig.

Væri gaman að heyra frá fleirrum sem hafa reynslu af þessari þjónustu á vefnum leiga.is

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 21:15

20 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Taktu svo myndir af síðum, þegar svona er á ferðinni. Þú gerir það með að ýta á takka merktan (á pc) "prnt scrn" (líklegast efst hægra megin á lyklaborði)Þá afritarðu skjáborðið þitt á clipboard. Svo geturðu opnað Paint foritið þitt, eða bara word og peistað myndina þar inn til betri tíma. Þaðan geturðu vistað það sem Jpeg. Bara svona ef þeir skyldu breyta viðmótinu, ef í hart fer.  Ágætt ráð líka, þegar þú skrifar komment, sem eru tekin út og þú sakaður um að hafa sagt eitthvað, sem þú hefur ekki sagt. Nú eða eins og hjá JV, sem tekur oft sín eigin komment út, breytir færslum og segist svo ekki hafa sagt það sem hann sagði.

Svona húsráð fyrir bloggara.

Jón Steinar Ragnarsson, 10.8.2008 kl. 21:17

21 identicon

Ég lenti í þessu sama nema að ég var að reyna að leigja út mína íbúð, fékk svo rukkun fyrir þjúnustu sem auglyst var ókeypis, rukkunin hljóðar á rúman 5000 kall. RÁN

DD (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband