Háhyrningur vs Hrefna
24.7.2008 | 09:30
Þetta hefur eflaust verið óvenjulegt sjónarspil og alla svakalegt fyrir viðkvæma.. en þetta er gangur náttúrunnar.. þessi hrefna hefur eflaust verið eitthvað slöpp, veikburða eða hreinlega hundgömul. Það er harla ólíklegt að háhyrningar mundu ráðast á fullfríska hrefnu á miðju næktartímabili þeirra ef um kjötétandi háhyrninga er að ræða. Hafið fullt af ungviði sela og hvala og því nóg að bíta og brenna. En þessi hrefna endaði líf sitt í endurvinnslunni í stað þess að reka að landi öllum til óþurftar nema óvinum Gísla Marteins, sílamáfunum.
Ég er efins um að þetta hafi verið 25-30 háhyrningar.. þeir eru vanalega ekki í svo stórum vöðum. Oftast er þetta fjölskylda og ættingjar og talan í kringum 10-15 í mesta lagi því karldýrin eru rekin í burtu frá fjölskyldunni innan viss árafjölda sem kemur í veg fyrir skyldleikaræktun innan fjölskyldunnar.. svo þetta hafa verið nokkrar kýr með kálfa ásamt nokkrum ungum körlum og einum stórum tarf.
Glæsilegri og gáfaðri skepnu er erfitt að finna en fullfrískan háhyrning.
Hrefna barðist fyrir lífi sínu við hóp háhyrninga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
það mætti halda að þú hafir bara verið á staðnum haha með þetta allt saman á hreinu:D
egill (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 16:53
Það hefði verið gaman að sjá þetta. Örugglega fín upplifun.
Björgvin S. Ármannsson, 24.7.2008 kl. 19:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.