ég hef tvennt um þennan leik að segja

það fyrsta : Meistaraheppni

Það seinna : dómaraskandall

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem dómarar skemma leiki.. þessi sauður sem dæmdi í kvöld var ótrúlegur.. ef valsari datt og það án þess að komið væri við hann þá var umsvifalaust flautað.. ef KR ingur var troðinn undir af valsara var leik haldið áfram... 

Já ég er svekktur því valsarar áttu síst skilið stigin 3 í þessum leik en enginn má við margnum.. 11 gegn 14 í kvöld. en KR átti samt að taka þetta.... 


mbl.is Willum: ,,Leikur okkar í fyrri hálfleik skóp sigurinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki bara spurning um að halda sig við dartið?

Grétar (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:08

2 identicon

Þetta er nú meira aumingja vælið, allir vondir við litla liðið í vesturbænum, sem hefur nú ekki riðið feitum hesti undanfarin ár. Leikurinn var prýðilega dæmdur, ekkert út á það að setja. Valsmenn voru betra liðið og vel að sigrinum komnir. Þá fær þjálfari Valsmanna prik fyrir að koma með sitt lið mun skipulagðara og í meiri ballans er K.Ringar þeir voru sítuðandi og ósannfærandi í leik sínum, ég veit ekki hvar þeir væru í stigatöfluni ef þeir hefðu ekki þennann potara í framlínuni sem skoraði þetta eina mark þeirra. Þessi litli dökkhærði, ég man ekki hvað hann heitir.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:14

3 Smámynd: Gísli Blöndal

Óttalegur "sauðsháttur" er þetta. Hvernig dettur manni, sem telur sig hafa vit á fótbolta að skrifa svona. Horfðir þú virkilega á leikinn í sauðalitunum?

Gísli Blöndal, 11.7.2008 kl. 05:41

4 identicon

Ég er nú ekki Kringur en ég get samt alveg skilið hann Óskar.

Fyrst vil ég þakka báðum liðum fyrir frábæra skemmtun í Vesturbænum í gær. En ég verð að segja að dómarinn var slakur, skildi til dæmis afhverju aðstoðardómarinn dæmdi mark af KR.?? Fannst Valur koma sterkari til leiks og áttu fyrstu 20 mín, þá fóru KRingar að eflast og í síðari hálfleik sýndu þeir mjög skemmtilegan bolta.Ég er á því að þetta unga KR lið sé á köflum að sína besta fótboltann í Landsbankadeildinni í dag. Og miðað við gæði og fjölda marktækifæra áttu þeir skilið mun meira útúr þessum leik.

Áfram HK.

Böðvar Gíslason (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 08:04

5 identicon

Búhú....

Ólinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 09:29

6 Smámynd: Áddni

Maaaaammmmmmmaaaaaaa.....dómarinn er vondur við mig!

Ekkert út á dómgæsluna að setja í þessum leik, enda var hún jöfn á báða bóga.

Það var ekki mikið á milli liðanna, en það er víst þannig í fótbolta að það lið sem að skorar fleiri mörk vinnur...Skrýtið ?

Áddni, 11.7.2008 kl. 09:42

7 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ástæða þess að ég nefni dómarann er sú að dómarar hafa verið gagnrýndir töluvert það sem af er sumri og það sem ég sá í þessum leik í gær var skelfileg frammistaða sem koma alls ekki jafnt niður á báðum liðum, KR skoraði td löglegt mark.. fyrra mark valsara kom upp úr aukaspurnu eftir leikaraskap Gumma ben.. ég er farinn að halda að Gaui þórðar hafi hreinlega rétt fyrir sér þegar hann er a ðgagnrýna dómgæsluna í sumar.. hún er ömurleg.

Óskar Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 11:59

8 Smámynd: Ólafur Als

Ljóst er að dómainn var KRingum óhliðhollur í þessum leik en ég efast um að það hafi haft úrslitaáhrif. Valsarar spiluðu boltanum prýðilega saman á löngum köflum en virtust þrátt fyrir allt ekki sannfærandi. Leikskipulag þeirra var gott, sérstaklega í fyrri hálfleik en KRingar aftur á móti virtust ekki átta sig á m.a. veðuraðstæðum í fyrri hálfleik og reyndu um of að koma boltanum í boxið í stað þess að reyna markskot fyrir utan teig. Mark Valsmanna undir lok fyrri hálfleiks var e.t.v. ekki óverðskuldað en heppinn var gamli maðurinn, Helgi Sig, að fá boltann í hausinn og svo í netið.

Í seinni hálfleik virtust KRingar búnir að ná tökum á leiknum en Valsmenn skora gegn gangi leiksins eftir hroðaleg varnarmistök. Fljótlega skoruðu KRingar verðskuldað mark eftir nokkuð gott spil og hefðu getað í kjölfarið skorað oftar en einu sinni. Valsmenn voru ljónheppnir að sleppa frá þessum leik með 3 stig - e.t.v. hefði jafntefli verið sanngjörnust úrslit. KRingar verða að bæta leik sinn á miðjunni, sem var í lamasessi á köflum - boltameðferðinni var verulega ábótavant!

Sem ég segi, dómarinn átti ekki góðan dag og spjaldagleðin hjá manninum fannst mér einkennileg. Á köflum gantaðist hann við leikmenn eins og hann héldi að það myndi fá leikmenn til þess að samþykkja frekar hans dóma - dómarar ættu að nota þessa aðferð sem allra minnst - í eitt skipti virtist dómarinn ætla að "tuskast" við einn Valsmanninn, svona eins og í léttu gríni, sem mér fannst einstaklega óviðeigandi. Þó svo að dómarinn væri slakur get ég ekki sagt að hann hafi haft úrslitaáhrif, nema ef vera skyldi að aðstoðardómarinn hafi veifað af löglegt mark ...

Ólafur Als, 11.7.2008 kl. 12:11

9 identicon

Og BÚHÚ... .hahaha... þetta er frábært...

Ólinn (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 12:43

10 identicon

Valsmenn vængjum þöndum. Flottur leikur hjá mínum mönnum, nú hefur komið fram hjá öllum fjölmiðlum að leikurinn hafi verið sérlega vel dæmdur, og ég er sammála því. Gísli vinur minn Blöndal spyr hvort ég hafi séð leikinn í sauðalitunum, því er til að svara að annað liðið var að vísu í sauðalitunum  og mér fannst búningurinn fara þeim vel.  En eins og þú veist mæta vel Gísli minn þá sé ég bara í rauðu og bláu. Kveðja Ómar

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 15:13

11 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ómar, fjölmiðlar segja alltaf að leikurinn sé vel dæmdur :).. ALLTAF.   en til hamingju með þetta valsarar ég var ekkert að skjóta á ykkar lið með minni færslu enda sagði ég meistaraheppni, því geturu varla neitað að þið voruð heppnir í leiknum.. og svo setti ég út á dómarann.. sem ekki einu sinni er nafngreindur í fréttablaðinu í dag.. sennilega til þess að að þessi leikur gleymist í huga fólks.. þá meina ég dómarinn.

Óskar Þorkelsson, 11.7.2008 kl. 17:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband