enn og aftur er mönnum sleppt
10.5.2008 | 10:22
hvaða vinnubrögð eru þetta ? Klapp á öxlina og lofaðu að gera þetta ekki aftur ? Mannfýlan braust inn.. innbrot er alvarlegur glæpur hvar sem er í heiminum nema hér á landi. hér fær maður klapp á öxlina og svo sleppt.. til þess að geta pissað einhverstaðar annarstaðar. Ef maður pissar úti fær maður sekt.. ef maður pissar inni eftir að hafa brotist inn gerist ekkert.
Lögreglan með sínum vinnubrögðum undanfarnar vikur hefur sýnt það og sannað að hún er gersamlega óhæf.. Gasalegir og viðvaningslegir.
Þurfti bara að pissa" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Miðað við refsingarnar, er þá nokkur furða að maðurinn hafi brotist inn til að pissa?
Gulli (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:11
Og hvað helduru... að þeir loki manninn inni fyrir þetta. Málið er upplýst og maðurinn býður dóms. Þangað til gengur hann laus. Þú ættir nú aðeins að kynna þér réttarfarið á Íslandi áður en þú ferð að rífa þig niður í rassgat. Heldur þú að það sé lögreglunnar að ákveða að halda mönnum í fangelsi. Þeir geta haldið þeim í 24 klst. og síðan farið fram á gæsluvarðhald ef þörf þykir. Þar sem málið er upplýst gerist þess ekki þörf.
Svo er lögreglan á Íslandi mjög hæf og stóðu sig vel við Rauðavatn þar sem þeir tóku á ofbeldismönnum eins og þeim ber að gera. Eina sem er hægt að deila á lögregluna þar er að þeir hafi verið of vægir og of seinir að grípa til aðgerða gegn ofbeldismönnum í umferðinni eins og þeim vöruflutningabílstjórum sem undanfarið hafa farið með ofbeldi um götur Reykjavíkur.
Jói (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 11:28
Gasalega er ég ósammála þér jói...
Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 11:30
Hva... þessi maður var augljóslega að komast hjá afbroti með þessu. Það er jú stranglega bannað að pissa á almannfæri og getur kostað meiriháttar kæru og vesen eins og dæmin sanna.
Halli Nelson, 10.5.2008 kl. 12:16
Já svona er réttarfarið á Íslandi og í fleirri löndum, lögrelga má halda mönnum á meðan þeir eru að rannsaka málið, ef það er ekkert meira að rannsaka þá er sakborningum sleppt þangað til þeir þurfa að mæta fyrir dómara.
Svo hefur ekkert upp á sig að loka alla smáglæpamenn inn í steininum fyrir allt sem þeir gera, það fækkar ekki glæpum og er bara dýrt. Fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á að það að loka alla smáglæpamenn inni hefur ekkert upp á sig, það eykur bara á vandan ef eitthvað er.
Svo er ekki litið á innbort sem alvarlegan glæp hvar sem er í heiminum. Það er bara í vestrænum þjóðfélögum þar sem eignarrrétturinn er svona sterkur að innbort í baðhús myndi teljast alvarlegur glæpur. Það eru helst vestulandabúar sem skilja hugtakið "að eiga" eitthvað, kínverjar eru t.d. enn að læra þetta og það var bara á síðasta ári sem eignaréttur var leiddur í lög þar. Á mörgum stöðum í míkrónesíu og pólinesíu myndi það þykja glæpur að þykjast eiga eitthvað og ekki vera tilbúin til að deila með öðrum eða hleypa örðum inn á heimilið þitt.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 13:49
Er líka gasalega ósamála þér Jói! Það hefur greinilega aldrei verið brotist inn hjá þér.....
Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 13:53
Ragnheiður Arna, hvað hefur það með þetta að gera hvort það hafi verið brotist inn hjá mér eða ekki? Breytir bara engu um þau lög sem gilda hér um gæsluvarðhald.
Jói (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 14:15
Gæti það verið Skari að þú sért sjálfur flutningabílstjóri...?
Jói (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 14:16
mér leiðist að ræða við fólk sem er óskráð en.. jói.. ég hef meirapróf en ég er ekki flutningabílstjóri en öfugt við þig á skil ég hvenær lögregla fer offari og þegar lögregla gerir of lítið.. að lögin séu svona og svona hér á landi segir meira um þetta þjóðfélag en flest annað. Í skandinavíu sme eru okkar helstu viðmiðunarlönd er þér stungið í steininn ef þú keyrir fullur, brýst inn eða ekur of hratt.. þar er dæmt í þínu málieins fljótt og hægt er eða þú ert látinn skrifa undir játningu þar sem þú viðgengst þeirri refsingu sem h´æfir brotinu.. ef þú skrifar ekki undir þá er þér stungið inn og þar færðu ða vera þar til dæmt er í þínu máli.
Hér á landi viðgengst það ða glæpamenn ganga lausir á milli játninga.. ég skora á þig ða reyna slíkt á norðurlöndum.. þar er hlutverk löggreglu a ðvernda borgarana og koma í veg fyrir glæpi.. á íslandi er lögreglan með það helsta hlutverk ða viðhalda vissu ástandi og koma í veg fyrir mótmæli borgarana..
Gasalegur munur á finnst mér.
Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 14:35
Óskar sagði: öfugt við þig á skil ég hvenær lögregla fer offari og þegar lögregla gerir of lítið.. að lögin séu svona og svona hér á landi segir meira um þetta þjóðfélag en flest annað.
Lög í þeim löndum sem við berum okkur hvað helst við gera það að verkum að lögreglan getur unnið vinnuna sína á mun skilvirkari hátt. Til gamans má nefna það að í þeim sömu löndum er það mjög sjaldgæft að ráðist sé á lögreglumenn við störf og ástæðan fyrir því er einföld, menn vita að lögreglan mundi, og mætti, bregðast við því og að þeim yrði refsað fyrir með þungum dómum.
Það er mjög margt við íslenskt réttarfar sem er til háborinnar skammar en það breytir því þó ekki að hvorki Óskar né margir aðrir hérna á moggablogginu hafa nokkuð vit á starfsháttum lögreglu né hlutverki hennar. Flest sem Óskar sagði hér að ofan er einfaldlega rangt.
Hin Hliðin, 10.5.2008 kl. 15:19
óskar þetta er rangt hjá þér það sem þú segir um hin norðurlöndin. Að vísu er þér stungið í steininn strax í noregi ef þú keyrir fullur og þar þarftu að dúsa í hálfan mánuð. Réttarfarið er það sama á norðurlöndum hérna. Sæi það í anda að danska löggan myndi stynga þér inn fyrir að hafa nokkur prómíl í blóðinu eða keyra of hratt. Smáglæpamönnum sem brjótast inn er líka sleppt þangað til er dæmt í þeirra málum. Eina aðalástæða þess að löggan biður um ökuskírteini á norðulöndunum þegar þeir stoppa þig er svo að þeir geti tékkað á því hvort það sé handtökuheimild á þig í kerfinu, en það gerist stundum að menn mæta ekki fyrir dómara eða í afplánun.
Reyndar eru smáglæpir eins og innbrot afleiðingar lélegs félags og stuðningskerfis en ekki vægra refsinga. Mönnum væri nær að bæta það en að þyngja refsingar eða fjölga fangelsum.
Bjöggi (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 16:04
Hin hliðin segir að margt af því sem ég segi sé einfaldlega rangt.. gott væri ef hin hliðin mundi upplýsa mig um hvað sé rangt hjá mér svo ég haldi ekki áfram að bulla einhver rangindi hér á blogginu mínu. Ég er sammála hinni hliðpinni með löggjöf annara norðurlanda því þar er löggjöfin skýr um verklag og verkahring lögreglunnar á þann hátt að það er hafið yfir allan vafa.. hér á landi er því miður hlutunum ekki þannig varið,
Bjöggi, að hæuta til er ég sammála þér en.. innbrotsþjófum er ekki sleppt út á götuna aftur ef til þeirra næst fyrr en dæmt er í þeirra málum. ég hef verið handtekinn í noregi og þar stóðu mér til boða tveir kostir í stöðunni.. skrifa undir skýrslu lögreglumanns og þar með sleppa við dómara og fá vægari dóm fyrir vikið ella verða stungið inn og látinn mæta fyrir dómara daginn eftir þar sem ég gæti átt á hættu að lenda í tveggja vikna varðhaldi eða mun hærri fjársekt en mér var biðið að skrifa undir..
Brot mitt var það að ganga með opna bjórflösku úti á götu og súpa á henni.. sektin var 4000 nok árið 1999.. held að íslenska lögreglan hefði ekki amast við mér.. en í þessari kommúnu í noregi Halden gilda þessi lög..
Hvað helduru að mér hefði verið boðið upp á ef ég hefði brotist inn og stolið bjórnum ?
Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 16:33
Óskar, það er alrangt hjá þér að vinnureglur hjá lögreglunni hér séu öðruvísi en í nágrannalöndum. Þú átt ekki að halda svona fram ef þú veist ekki betur. Og ef þú veist betur þá hlýturu vísvitandi að fara með rangt mál. Ég get frætt þig um að þær vinnureglur sem lögreglan hér fer eftir eru flestum tilfellum nánast þær sömu og í nágrannalöndum okkar, enda mikil samvinna milli okkar og þeirra. Ég ætla ekki að leggja neinn dóm á það sem átti sér stað við Rauðavatn, þar sýnist sitt hverjum og þannig er það iðulega. Hins vegar fer lögreglan ekki með löggjafarvald né dómsvald og hendur hennar, þegar t.d. kemur að afbrotum, eru eðlilega bundar af þeim lögum sem í landinu ríkja. Það er einfaldlega ekki lögreglunnar að úrskurða menn í gæsluvarðhald eða ákveða um lengd dóma. Það gerir það vald sem við höfum ákveðið að fari með það. Og sem betur fer því ekki viljum við hafa þetta vald á einni hendi. Slíkt mundi enda brjóta í bága við Evrópulöggjöfina eins og dæmin sanna. Þú ásamt svo mörgum öðrum virðist ekki gera þér grein fyrir þessu, í það minnsta er ekki hægt að sjá það á skrifum þínum. Menn amast iðulega út í lögregluna yfir því að þessum og hinum sé sleppt eftir rannsókn en þannig eru lögin og þau eru ekki sett af lögreglunni, né hefur lögreglan rétt til að halda mönnum lengur í gæslu en lög kveða á um. Trúðu mér þegar ég segi þér að fáum svíður oft eins mikið og lögregluna þegar síafbrotamenn og ofbeldisseggir ganga "frjálsir" ferða sinna út eftir að rannsókn lýkur og þar til dómur fellur. En það er einfaldlega ekki á valdi lögreglunnar. Áttaðu þig á því.
Löggimann (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 19:05
takk fyrir þetta löggimann.. en eins og ég ( hin hliðin) sagði hér að ofan þá þarf að laga lögin svo starfsumhverfi löggunar sé viðunandi hér á landi..
Óskar Þorkelsson, 10.5.2008 kl. 20:18
Ég hef ekki kynnt mér þetta mál með innbrotið í Baðhúsið. En í fljótu bragði þá hljómar það skrítið að maður brjótist inn í fyrirtæki til að pissa á þeirri forsendu að það sé bannað að pissa á almannafæri. Er ekki líka bannað að brjótast inn í annarra manna hús?
Jens Guð, 11.5.2008 kl. 17:33
Ég hélt það Jens :) og þess vegna skrifaði ég þennan pistil.
Óskar Þorkelsson, 11.5.2008 kl. 17:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.