Ég skammast mín fyrir íslenskt dómskerfi
14.3.2008 | 19:11
Þetta er ótrúlegur lestur að sjá að 11 ára barn.. burtséð frá því að vesalings barnið þjáist af andlegum sjúkdómi skuli vera dæmt sekt í þessu máli. Dómararnir hljóta að vera afspyrnuheimskir, ótrúlega siðblindir og foráttu lagarammasinnaðir til þess að geta dæmt 11 ára barn sekt í svona slysi. að gera einstæða móðir ábyrga fyrir gerðir barnsins sem var í sínum skóla ábyrga fjárhagslega fyrir því tjóni sem kennarinn vissulega varð fyrir en mundi flokkast undir vinnuslys í mínum huga er enn heimskulegra en allt hitt sem á undan er gengið.
Ísland er þróunarland í réttarfarslegum skilningi enda sjáum við dóma í ofbeldismálum falla með skilorði, nauðganir enda með 100 kalla sektum, en 11 ára barn er dæmt í 10 milljón króna sekt fyrir að valda skaða á kennara sem var í vinnunni og því á ábyrgð menntamálayfirvalda..
Djöfuls drulluháleistar í héraðsdómi.
Dæmd til að greiða kennara 10 milljónir í bætur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Styð þín orð 100 % . . . . Fólk má dæma mig fyrir það, mér er sama. Ég þekki einelti af eigin raun. Það geta þau ekki dæmt.
Gísli Birgir Ómarsson, 14.3.2008 kl. 19:32
krakkinn er 11 ára gamall og á að vita að maður skellir ekki rennihurð á höfuðið á neinum !!! kannski að hún/hann læri ehv af þessu.
sigrún (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 19:45
sigrún.. þú ert fífl og hefur engan skilning á því hvernig 11 ára barna hagar sér.
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 19:53
Óskar mikið ætla ég að vera sammála þér í þessum pistli þínum, en ætla ekki að taka svona til orða eins og þú gerir við hana Sigrúnu því annaðhvort er þetta bara krakkaskítur eða bara ein af bjánunum sem hanga á netinu og hafa ekkert annað að gera en að koma með bjánalegar athugasemdir hjá örðum bloggurum og er sennilega ekki undir sínu rétta nafni.
Ottó Einarsson, 14.3.2008 kl. 20:37
Við skulum hafa í huga; 11 ára stúlka sem er með fötlun sem hefur með hegðun hennar og viðbrögð að gera.
"Ísland er þróunarland í réttarfarslegum skilningi " segir þú en ég skal segja þér að þannig er það einnig í tilliti til fatlaðra og fatlaðra barna. Láttu mig vita það.
Halla Rut , 14.3.2008 kl. 21:02
ekkert skrítið við svona dóm...þegar kennarar og grunnskólinn hafa enga ábyrgð gagnvert LÖGUM og agaleysi er algert og foreldrar hafa ALLAN RÉTT!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2008 kl. 21:38
hmm skil þig ekki Anna
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 21:42
Skál
Ottó Einarsson, 14.3.2008 kl. 21:45
já skál félagi.. er ekki hittingur bráðlega ?
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 22:11
Jú vinur ég segji aldrei nei við köldum, kannski of seint að spyrja núna en eigum við að skella okkur á Dubliners
Ottó Einarsson, 14.3.2008 kl. 23:23
Óskar. jeg er helt enig med deg. Dette er arbeidsulykke og ikke noe annet når man tenker på jentas tilstand og alder.
Handicappede barn og barn med adferdsvansker skal være i alminnelig skole uten at tilstrekkelig støtte og forståelse er til stede.
Det er en ting som jeg syntes at er rart det er at skolene ikke er forsikret. Tenke seg til hvis denne mora ikke hadde hatt forsikring.
Jeg tenker også på hvilken stilling foreldre til funksjonshemmede barn vil ha i forhold til å få forsikring etter denne erfaingen.
Hvis en pasient blir feilbehandlet, så betaler staten regningen. Hvis en politiker gjør feil, får skattebetalerne regningen, men hvis et funksjonshemmed barn forårsaker skade, skal foreldrene betale regningen. Fy faen!
Heidi Strand, 14.3.2008 kl. 23:24
það er of seint í kvöld Otto, á morgunn er séns eftir miðnætti.. er veislustjóri á morgunn :)
Ja det er helt sandt som du sier Heidi.. tenk hvis dem ikke hadde vert forsikrat...
Óskar Þorkelsson, 14.3.2008 kl. 23:53
Veistu óskar mér brá all svakalega þegar ég las þessa frétt, Ísland er að verða einum of amerískt stundum!! ég spyr nú bara hvar var kennarinn þegar barnið fann þörfina að fela sig til að losna undan einelti!
þetta er svo mikið rugl, svo eru karlar sem misnota börnum sínum að fá einhverja smá dóma sem eru varla þess verðir að tala um þá.
réttaryfirvöld heima á íslandi eru algerlega á hvolfi!
Þóra litla systir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 14:13
sæl sys, hvernig helduru að kanarnir hefðu dæmt í þessu máli ?
Óskar Þorkelsson, 16.3.2008 kl. 19:05
jaaa allavega hefðu bæturnar verið mun hærri :P
þetta er svona eins og þegar gaur braust inn og fótbraut sig þegar hann var að reyna flýja út úr húsinu....hann kærði eiganda húsins!!
þóra litla systir (IP-tala skráð) 16.3.2008 kl. 21:01
ég var of miður mín fyrstu dagana eftir að ég heyrði af þessu til að hugsa um það, hvað þá að tjá mig. Þetta er svo grátlegt að geti gerst
halkatla, 29.3.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.