Hvað maður er stundum dofinn....
6.1.2008 | 11:27
Ég bý í þessari umræddu blokk við neshagann.. og ég var í tölvustússi um nóttina en heyrði undarlegt suð eða nið hljóð og hugsaði.. jæja nú er tölvan að gefa upp öndina eftir hátt í 5 ára þjónustu.. ég sá einnig útundan mér blikkið í bláum ljósum slökkviliðsbílanna en þar sem var talsvert skotið upp hér í vesturbænum í gær, þá hugsaði ég ekkert frekar út í þetta og tók þessu bara sem glampa frá flugeldum.. þetta gekk í alveg 20-30 mínútur en þá stóð ég upp til þess að fá mér kaffi og þá blasti við mér 5 slökkvibílar og hellingur af sjúkrabílum í innkeyrslunni..Það hafði semsagt verið slökkvistarf á fullu í um hálftíma áður en Skari rankaði við sér... suðið og niðurinn sem ég heyrði var semsagt dæluhljóð slökkviliðsbílanna. Maður getur verið illilega dofinn stundum.
Annríki hjá slökkviliðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
já allavega látið vita að það væri að brenna.. annars held ég að þeir hafi haft þetta allt undir kontroll, allavega vantaði ekki mannskapinn hér fyrir utan í nótt.
Óskar Þorkelsson, 6.1.2008 kl. 12:15
Taer snilld ad thu komst lifandi fra thessu,- horfa a bjortu hlidarnar!! Og i thokkabot var thetta ekki tolvan, sem er natturulega enn betra :)
Gott ad thu ert heill a hufi,- Kvedja fra Nairobi.
Netsambandid her ekki a besta mata thessa dagana, en eg sendi fulla skyrslu um leid og um heagist, eda thegar eg sny til Congo a laugardag.....
Cheers
Steinunn
Steinunn Helga Snaeland (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 06:28
haha stóri bróðir, svona er að vera svona HÚKT á tölvur :)
þóra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.