Hvað maður er stundum dofinn....

Ég bý í þessari umræddu blokk við neshagann.. og ég var í tölvustússi um nóttina en heyrði undarlegt suð eða nið hljóð og hugsaði.. jæja nú er tölvan að gefa upp öndina eftir hátt í 5 ára þjónustu.. ég sá einnig útundan mér blikkið í bláum ljósum slökkviliðsbílanna en þar sem var talsvert skotið upp hér í vesturbænum í gær, þá hugsaði ég ekkert frekar út í þetta og tók þessu bara sem glampa frá flugeldum.. þetta gekk í alveg 20-30 mínútur en þá stóð ég upp til þess að fá mér kaffi og þá blasti við mér 5 slökkvibílar og hellingur af sjúkrabílum í innkeyrslunni..Það hafði semsagt verið slökkvistarf á fullu í um hálftíma áður en Skari rankaði við sér... suðið og niðurinn sem ég heyrði var semsagt dæluhljóð slökkviliðsbílanna. Maður getur verið illilega dofinn stundum.
mbl.is Annríki hjá slökkviliðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já allavega látið vita að það væri að brenna.. annars held ég að þeir hafi haft þetta allt undir kontroll, allavega vantaði ekki mannskapinn hér fyrir utan í nótt.

Óskar Þorkelsson, 6.1.2008 kl. 12:15

2 identicon

Taer snilld ad thu komst lifandi fra thessu,- horfa a bjortu hlidarnar!!  Og i thokkabot var thetta ekki tolvan, sem er natturulega enn betra :)

Gott ad thu ert heill a hufi,- Kvedja fra Nairobi.

Netsambandid her ekki a besta mata thessa dagana, en eg sendi fulla skyrslu um leid og um heagist, eda thegar eg sny til Congo a laugardag..... 

Cheers 

Steinunn 

Steinunn Helga Snaeland (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 06:28

3 identicon

haha stóri bróðir, svona er að vera svona HÚKT á tölvur :)

þóra (IP-tala skráð) 9.1.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband