Benni karlinn

Ég er algerlega ósammála Benitez í því að dómarinn átti að grípa inn í atburðarrásina fyrr til að bjarga Peter Crouch frá rauða spjaldinu.  PC getur sjálfum sér um kennt og engum öðrum og Benitez ætti að sjá sóma sinn í því að selja þennan leikmann 1 janúar til fyrsta félagsins sem sýnir áhuga á honum.

Leikurinn í heild var leiðinlegur á að horfa en úrslitin voru sanngjörn. sóknir Liverpool voru máttlausar og ómarkvissar og ekki furða þegar leikmenn eins og Peter Crouch eru notaðir gegn alvöruliði eins og Chelsea vissulega er.


mbl.is Benítez: Dómarinn átti að grípa inní
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er bara fínt að við séum úr leik í þessari vitlausu bikarkeppni. Mér er slétt sama hvort við dettum út gegn Morecambe eða Chelsea, bara að losna úr þessari keppni ASAP. Við eigum að einbeita okkur að deildinni og gefa frat í þessar bikarkeppnir.

Tómas Þráinsson (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 11:10

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég er algerlega ósammála þér Tómas.. við eigum að fara í allar keppnir og alla leiki til þess að vinna þær/þá eða hreinlega að sleppa því að taka þátt. 

Óskar Þorkelsson, 20.12.2007 kl. 11:35

3 identicon

Ótrúlegt en satt, þá er ég sammála þér bæði í blogginu og kommentinu Skari. Þetta heimskulega brot er leikmanninum að kenna og engum öðrum, og að sjálfsögðu eigum við að fara í svona leik með sigur að leiðarljósi.. Wenger spilar með Unglingana sína í þessari keppni,en hefur samt gríðarlegan metnað í að vinna sína leiki...en ekki hvað ???

 Ég vil reyndar ekki selja Crouch fyrstan, en ég er ansi hræddur um að hann hafi leikið síðasta leik sinn í rauðu treyjunni....

Hins  vegar skil ég ekki þá sem lofsama Sissoko eftir hans frammistöðu... hann er allt of framarlega til að vera að spila þennan teygjufótabolta sinn.. hann lendir í þeirri stöðu að þurfa að skila boltanum frá sér vegna þess hversu framarlega hann er...og getur það svo alls ekki...ekki séns..ekki fyrir sitt litla líf getur hann komið boltanum frá sér...því miður..

En...gleðileg jól Skari minn,ef ég heyri ekki í þér fyrir jólin...og hafðu það gott...

Birkir Freyr

Carl Berg (IP-tala skráð) 20.12.2007 kl. 23:25

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Takk sömuleiðis Carl Berg.

Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 12:58

5 identicon

Sammála þér Skari....   í þetta skiptið.

 Hvenær má maður samt búast við jákvæðu bloggi frá þér um Liverpool? 

Liverpool vann einhverja nokkra leiki í röð um daginn og þá heyrðist ekki múkk í þér, merkilegt nokk.  Ekki ertu BARA nöldrari?

ÓskarEi (IP-tala skráð) 21.12.2007 kl. 18:08

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ég skal skrifa jákvætt um Liverpool þegar stjórinn er ekki að skipta út mönnum til hægri og vinstri og heldur sigurliði í meira en 90 mínútur og selur PC. Þegar Liverpool var á "run" um daginn þá var ég meira og minna erlendis og bloggaði ekki mikið yfirleitt.

Gaman að sjá þig nafni.

Óskar Þorkelsson, 21.12.2007 kl. 18:58

7 identicon

Blökkumaðurinn sem CROUCH "braut á" er þekktur fyrir óheiðarleika á velli og PC hefði átt að vita það .  Ég held samt að þú  ættir að róa þig í að heimta að RAFA segji af sér eða verði rekinn. Það tekur nokkur ár að gera lið að meisturum. Þú ættir að vita það.

Kewellfan (IP-tala skráð) 22.12.2007 kl. 01:21

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Ég sá ekkert óheiðarlegt af mikel í brotinu.. hann var hreinlega jarðaður af PC og verðskuldað rautt spjald.  

Óskar Þorkelsson, 22.12.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband