Deyjandi atvinnugreinar

Ég var að lesa grein í aftenposten.no í dag sem fékk mig til þess að hugsa um hvaða atvinnugreinar leggjast af á íslandi fyrir árið 2017. Tækniframfarirnar hafa gert nokkrar atvinnugreinar úreltar og hér er listinn minn og aftenpostens um þær atvinnugreinar sem leggjast af bráðlega.

 
  1. Plötubúðir. Búðir skífunnar eru sem sagt orðnar úreltar miðað við það að salan á geisladiskum hefur hrapað undanfarinn ár. Ég spái því að þessi tegund búða eins og við þekkjum þær árið 2007 verða horfnar árið 2017.
  2. Myndavélar með filmur og þar með framköllunarbransinn í heild sinni leggst af. Enginn kaupir vélar með filmur í dag nema einhverjir nostalgíu atvinnuljósmyndarar.  Hans Pedersen mun hverfa í þeirri mynd sem við þekkjum hann í dag sem framköllunarþjónustu.
  3. Heimilistölvan, já þessi elska sem hefur þjónað mér í nær 20 ár mun vera fornaldartæki eftir 10 ár. Kjöltutölvurnar hafa í fyrsta sinn í sögu tölvunnar jafnað sölutölurnar við heimils tölvuna og mun fara fram úr innan skamms. Nýherji, EJS og allir hinir eru þegar farnir að bregðast við. Skoðið bara verslanirnar.. kjöltutölvur eru alls ráðandi í útstillingum í dag..
  4. Dagblöð, útgáfa pappírsdagblaða mun leggjast af og eftir 10 ár tel ég að ekki verði mikið eftir af þeim nema þá einhverjir auglýsingabæklingar al la bonus og Krónan sem við fáum inn um lúguna.. far vel segi ég og sé ekkert eftir þeim, ég hendi alltaf fréttablaðinu og blaðinu ólesnu oftast nær.
  5. Gay barir. Þessi tegund bara mun hverfa þar sem fólk sem er samkynhneigt verður algerlega orðið samþykkt í þjóðfélaginu eftir 10 ár. Hommar og lesbíur munu ekki þurfa að opna sína eigin bari til þess að vera samþykkt.. þau eru samþykkt nú þegar nema af einhverjum fornmanninum.
 

Endilega bætið við þennan lista ef ykkur bíður svo við að horfa.  Sumir mundu eflaust setja inn sjómennsku og farmennsku þar sem þessar atvinnugreinar munu verða fylltar útlendingum að mestu innan 10 ára en þær leggjast ekki af enda undirstöðuatvinnugreinar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

nei.. matvælaiðnaðurinn mun lifa lengst allra iðnaða..

Tölva og tölva.. jú en heimilstölvan mun deyja.. hún á max 10 ár eftir og sennilega ekki nema 5-6 ár.. fartölvan mun breytast mikið líka og verða að samblandi af farsíma og fartölvu með media senter í tillegg.. einhverskonar iphone með interneti ! Sem er allt annað en heimilstölva.

Óskar Þorkelsson, 2.10.2007 kl. 23:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband