Rafael er samur við sig
26.9.2007 | 07:52
Það er þessi aula hugsunarháttur sem mun koma í veg fyrir það að Rafa muni nokkurntíman vinna enska meistaratitilinn ! Hann hvílir heita menn reglulega og geta menn verið nokkuð vissir um það að ef þeir skora reglulega þá verði þeim skipt út fyrir einhvern kaldan.. við erum búin að tapa nógu mörgum stigum undanfarin ár á þessum fíflalega hugsunarhætti stjórans.
Rafael Benitez er að mörgu leiti frekar leiðinlegur stjóri, spilar leiðinlegan bolta og þótt hann nái árangri í útsláttarkeppnum er hann að klikka ílla í deildinni !
Menn eins og Torres eiga að spila hvern og einn einasta leik sem hann getur spilað og ekkert múður með það !
Benítez: Ekki öruggt að Torres byrji gegn Wigan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er einmitt út af squad rotation sem við höfum unnið þessar bikarkeppnir og meistaradeildina!!! Allt í lagi að hvíla menn öðru hverju til að halda þeim ferskum. Ég held að Benitez viti betur en þú hver þarf á hvíld að halda og hver ekki.
bobby (IP-tala skráð) 26.9.2007 kl. 08:39
ömurlega leiðinlegur málflutningur þetta.. Rafa veit betur en þú ! Svona málflutningur segir mér alltaf að sá sem segir svona hefur engar skoðanir og gerir bara það sem honum er sagt því að allir aðrir vita mikið betur !!
Skv þessu kerfi Rafa þá er liverpool með þreittustu leikmenn í heimi, sem segir þá líka að mikið er að í þjálfunaraðferðum hans sjálfs !! Allir atvinnumenn mundu segja það sama ef þeir væru spurðir um hvort þeir mundu vilja hvíla að þeir mundu vilja spila alla leiki sem völ er á.. þeir sem mundu segja að þeir mundu vilja hvíla sig eru letihaugar og ættu að finna sér gott hægindastarf og leggja skóna á hilluna.
Óskar Þorkelsson, 26.9.2007 kl. 14:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.