Óumdeilanlega sekur ..

Ég hef lesið yfir bloggin sem komu á þessa frétt á undan mér og finnst mér menn vilja fara einhverjum silkihönskum um sakborningin og sumir meira að segja, segja að Kalli bjarni sé saklaus uns sekt sé sönnuð.. móðir hans sagði eitthvað svipað í kastljósi í gærkveldi að þótt hún vissi að hann hefði smylgað þá væri hann samt saklaus uns búið væri að dæma í málinu !  
Ég skil mömmu Kalla Bjarna en ég skil ekki hina sem halda svipuðu fram.. KB var tekin með 2 kg af dópi á sér eða í sínum farangri að smygla inn í landið á Leifstöð !  KB er sekur engin spurning um það.  Ástæður þess að hann leiðist út í svona afspyrnudellu er mér ókunnugt um og kemur það í raun málinu lítið við.  Hann braut lögin og gerði það vísvitandi og var tilbúinn til þess að taka þá áhættu sem það hafði í för með sér og tapaði því veðmáli.

KB á yfir höfði sér einhvern dóm en hann verður ekki þungur ef miðað er við þá dóma sem dæmdir eru í svona málum nema að um útlendinga sé að ræða.. þeir fá oftast mun harðari dóma en aumingja saklausu íslendingarnir.

Kalli bjarna, láttu þetta þér aðkenningu verða og rífðu þig upp úr ruglinu..

mbl.is Segist telja að fíkniefnasmygl hafi verið vegna fíkniefnaskuldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband