Ömurlegt bara

Þessir atburðir á Flateyri skera mann í hjartastað. 300 manns búnar að missa framfærslumöguleikann vegna kvótagreifana og kerfis sem ekki er liðlegt fyrir landsbyggðina. Ég get ekki annað en hugsað til þeirra sem eiga um sárt að binda, búin að koma sér upp húsnæði með tilheyrandi skuldum sem verður nú einskinsvert í einni svipan. Ég hef meiri áhyggjur af þeim pólverjum sem þetta hafa gert en íslendingunum því þeir hafa ekkert öryggisnet fjölskyldna hér á landi eins og íslendingarnir. Pólverjarnir hafa einnig minni möguleika á lánafyrirgreiðslu en íslendingar.

Hverju er um að kenna ? Ég kenni sjávarútvegskerfinu um og núverandi sjávarútvegsráðherra sem kemur reyndar af gamalli útgerðar fjölskyldu á Bolungarvík.. fjölskyldu sem seldi sitt í 3 kynslóð og flutti suður eins og stóð í texta bubba hér um árið. Bolungarvík hefur ekki borið sitt barr eftir það.

Ég er þeirrar skoðunnar úr því sem komið er að þeir sem eiga fasteignir fyrir vestan eigi að geta innleyst þær í hamfarasjóði íslenska ríkissins og flutt þangað sem er bjargvænlegt. Vestfirðir er landshluti sem á sér varla viðreisnar von úr þessu. Annað sem gæti komið til bjargar er að gefa krókabátum frjálsan kvóta og vera með stýringu í gegnum dagakerfi svo þeir séu ekki að þvælast um allan sjó á dimmustu og verstu vetrarmánuðunum til þess að eiga í sig og á.. gefa þeim eftir VSK af bátakaupum og olíu.

Enn ein hugmynd sem ég hef gælt við er sú að gera Vestfirði bara að þjóðgarði.. friða þetta allt saman og gefa það til baka til náttúrunnar og gefa íbúunum val um áframhaldandi búsetu innan ofangreinds krókakerfis eða starfa við ferðaþjónustu.

Þetta er einfaldlega sorgarviðburður.

Höfundur hefur búið fyrir Vestan.



mbl.is „Minn tími í sjávarútvegi er liðinn"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vestfirðir

Takk fyrir að hafa áhuga á málefnum Vestfjarða. Það sem er að gerast hér er málefni allrar þjóðarinnar, ekki bara okkar hérna fyrir vestan.

Við hér á svæðinu erum að spyrna við af öllum kröftum, þeir virðast ekki duga til.

Spyrnum öll við Íslensk þjóð!

Vestfirðir, 19.5.2007 kl. 14:21

2 Smámynd: Grímur Kjartansson

Ég hlýt að vera orðin gamall því ég man eftir ástandinu fyrir daga kvótakerfisins.
Þá þurftu Byggðastofnun, ríkissjóður og bæjarfélög árlega að styrkja flest útgerðarfélög á landinu til þess að þau færu ekki á hausinn og byggðir legðust af.

Grímur Kjartansson, 19.5.2007 kl. 21:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband